Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR leika eða aflögunarhæfni rauðra blóðkorna og gæti því bætt flutning súrefnis í kölkuðum æðum til vefja (62). Verkunarmáti þessara fitusýra getur því verið margslunginn og vísbendingar um gagnsemi þeirra í kransæðasjúkdómum verða að teljast mjög sterkar. Nýlega var meðferð eftir hjartadrep samþykkt sem ábending fyrir sérlyfið Omacor™ í Bretlandi. Hjartsláttartruflanir Frumu- og dýratilraunir benda eindregið til að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur geti komið að miklu gagni við meðferð alvarlegra hjartsláttartruflana. Þannig hafa rannsóknir á hjartavöðvafrumum úr rott- um sýnt að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur minnka ertanleika þeirra og virðist verkunarmátinn vera gegnum hindrun á Na+-göngum í innanfrumuhimn- um (sarcolemma). Þessi hömlun veldur minni kalsí- umlosun innan frumunnar þannig að sterkara áreiti þarf til að koma af stað hrifspennu (63). Einnig hefur verið sýnt fram á að eikósanóíðar er myndast úr ara- kídónsýru geta aukið ertanleika hjartavöðva og vald- ið hraðatakttruflunum en EPA og afleiddir eikósanó- íðar hamla slíkum misslætti (64). Þá hafa ýmsar dýra- tilraunir leitt í ljós að ómega-3 fjölómettaðar fitu- sýrur hindra lífshættulegar takttruflanir í sleglum (65- 67), en ekki liggja fyrir rannsóknir á áhrifum þeirra á alvarlegar takttruflanir hjá mönnum. Hins vegar hef- ur verið litið á áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á aukaslög frá sleglum hjá mönnum og eru niðurstöður þeirra rannsókna misvísandi, sumar hafa sýnt góðan árangur (68) en aðrar, meðal annars íslensk rann- sókn, hafa ekki sýnt fram á fækkun slíkra aukaslaga hjá sjúklingum eftir brátt hjartadrep (69). Þá hefur komið í ljós minni hætta á skyndidauða meðal þeirra sem neyta fiskmetis reglulega, og er sú áhætta í öfugu hlutfalli við magn ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í frumuhimnum rauðra blóðkorna (20). Benda þessar niðurstöður til þess að ómega-3 fjölómettaðar fitu- sýrur komi að gagni við að fyrirbyggja lífshættulegar takttruflanir í hjörtum mannanna (70). í ljósi þess að ýmis lyf sem notuð hafa verið í meðferð alvarlegra hjartsláttartruflana frá sleglum geta haft í för með sér hættulegar hjartsláttartruflanir (pro-arrhythmic effect) og þannig aukið dánartíðni, gætu ómega-3 fjölómett- aðar fitusýrur komið til álita sem meðferðarúrræði. Þetta þarf þó að rannsaka nánar. Aðrir sjúkdómar í æðakerfi Víðtæk áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á blóð- korn og æðar hafa leitt til athugana á gagnsemi þeirra í ýmsum sjúkdómum í æðakerfi, til dæmis við endur- tekin fósturlát í andfosfólípíðmótefnaheilkenni (anti- phospholipid antibody syndrome) (71), við Raynaud fyrirbæri (72), í meðgönguháþrýstingi og meðgöngu- eitrun (73,74) og í æðasjúkdómum sem tengjast loka- stigsnýrnabilun (75). Benda margar þessara rann- sókna til að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur komi að gagni en flestar þeirra eru smáar og þarf að staðfesta niðurstöður þeirra með stærri rannsóknum. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur og bólgusjúkdómar Meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum get- ur haft hagstæð áhrif á jafnvægi bólguhvetjandi og bólguletjandi þátta og því ekki að undra að slík með- ferð hefur verið rannsökuð í ýmsum bólgusjúkdóm- um. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á notk- un ómega-3 fjölómettaðra fitusýra við meðferð bráðra og langvinnra bólgusjúkdóma í tilraunadýrum. Þær hafa skilað mismunandi árangri og ekki er rúm til að tíunda þær hér. Almennt virðist þó sem ómega-3 fjöl- ómettaðar fitusýrur hafi bælandi áhrif á marga til- búna bólgusjúkdóma í tilraunadýrum en hafa verður í huga að samsvarandi sjúkdómar í mönnum hafa ekki endilega sambærilega meingerð. A hinn bóginn liggja nú fyrir nokkuð margar klínískar rannsóknir á notkun ómega-3 fjölómettaðra fitusýra við meðferð bráðra eða langvinnra bólgusjúkdóma í mönnum. Helstu rannsóknirnar hafa farið fram á iktsýki og IgA nýrnameini þar sem ávinningur virðist allnokkur en einnig hafa farið fram smærri rannsóknir á notkun ómega-3 fjölómettaðra fitusýra við sármyndandi rist- ilbólgu og asma og langvinnum teppusjúkdómi í lungum. Verður stuttlega greint frá þeim hér á eftir en um meðferð IgA nýrnameins með ómega-3 fjöló- mettuðum fitusýrum er fjallað í tengslum við aðra nýrnasjúkdóma. Iktsýki Iktsýki er sá bólgusjúkdómur þar sem meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum hefur verið mest rannsökuð. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að fiskneysla sé til bóta (76) en einnig hafa verið fram- kvæmdar margar vel hannaðar tvíblindar, lyfleysu- stýrðar samanburðarrannsóknir og sýna þær flestar að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur minnka fjölda bólginna og aumra liða og draga úr morgunstirðleika og alhliða virkniskori sjúkdómsins (77-82). Þessi áhrif voru samfara minnkaðri blóðþéttni interleukín- 1 og leukótríen B4 (77,78,81). Þá hafa sumar þessara rannsókna leitt í ljós minni þörf fyrir bólgueyðandi gigtarlyf (nonsteroidal anti-inflammatory drugs, NSAID) ef ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur hafa verið gefnar samhliða (80,83,84). Þessar rannsóknir hafa staðið frá þremur upp í 12 mánuði og hafa skammtastærðir ómega-3 fjölómettaðra fitusýra ver- ið mismunandi en yfirleitt á bilinu 2,6 g á dag, upp í 130 mg/kg (9,1 g fyrir 70 kg einstakling) á dag. í einni rannsókn var gefið 1,3 g af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum daglega í einum meðferðararmi en sá skammtur bar ekki árangur (79). Svo virðist því sem þurfi að gefa í það minnsta 2,6 g af ómega-3 fjöló- mettuðum fitusýrum á dag og ein rannsókn benti til Læknablaðið 2003/89 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.