Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR
Figure 1. Major omega-6
and omega-3 polyun-
saturated fatty acids,
f(o=omega).
Table 1. The two major classes of polyunsaturated fatty acids.
Icelandic English Abbreviation Chemical name
Ómega-3 fitusýrur Omega-3 fatty acids
a-Línólensýra a-Linolenic acid ALA C18:3n-3
Oktadekatetraensýra Octadecatetraenoic acid ODTA C18:4n-3
Eikósatetraensýra Eicosatetraenoic acid ETA C20:4n-3
Eikósapentensýra Eicosapentaenoic acid EPA C20:5n-3
Dókósahexaensýra Docosahexaenoic acid DHA C22:6n-3
Ómega-6 fitusýrur Omega-6 fatty acids
Línólsýra Linoleic acid LA C18:2n-6
Gammalínólensýra Gammalinolenic acid GLA C18:3n-6
Díhómogammalínólensýra Dihomogammalinolenic acid DGLA C20:3n-6
Arakídónsýra Arachidonic acid ARA C20:4n-6
Dókósapentaensýra Docosapentaenoic acid DPA C22:5n-6
sjúkdóma, en flestar rannsóknir hafa beinst að þeim.
Einnig verður fjallað um spennandi niðurstöður sem
fengist hafa við rannsóknir á meðferð ýmissa bólgu-
sjúkdóma en þar ber hæst nýlegar rannsóknir á ikt-
sýki og ónæmisglóbúlín A (immunoglobulin A, IgA)
nýrnameini. Pá verður skýrt frá mögulegri notkun
þessara fitusýra til að flýta taugaþroska ungbarna
sem nærð eru með þurrmjólk og að lokum rannsókn-
um á meðferð geðsjúkdóma sem óhætt er að segja að
hafi gefið mjög athyglisverðar niðurstöður.
I þeim rannsóknum sem hér verður fjallað um
hafa ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur verið gefnar á
mismunandi formi, ýmist sem lýsi sem við íslending-
ar þekkjum eða sem fiskolíur er hreinsaðar hafa ver-
ið af A- og D-vítamíni. Þessar hreinsuðu fiskolíur
innihalda mishátt hlutfall ómega-3 fjölómettaðra fitu-
sýra, allt frá um 30% og upp í 85%, og getur slíkt
valdið nokkrum ruglingi. I grein okkar er lýsi skil-
greint sem hreinsuð fiskolía er inniheldur A- og D-
vítamín en fiskolía er notað yfir A- og D-vítamín-
snauðar afurðir. Leitast er við að lýsa meðferðarrann-
sóknum út frá magni ómega-3 fjölómettaðra fitusýra
þar sem því verður við komið og skammtastærðir
skilgreindar út frá þeim. Að öðru leyti vísum við til
þeirra afurða sem rannsakaðar hafa verið og á það
sérstaklega við um faraldsfræðilegar rannsóknir.
Lífefnafræði og líffræðileg áhrif ómega-3
fjölómettaðra fitusýra
Helstu fitusýrur í fiskafurðum eru EPA sem er 20
kolefnisatóm að lengd og inniheldur fimm tvítengi í
keðjunni [20:5(5,8,11,14,17), 20:5n3], og DHA sem er
22 kolefni að lengd og hefur sex tvítengi [22:6(4,7,
10,13,16,19), 22:6n3]. Þessar fitusýrur eru fjölómett-
aðar þar sem þær eru með fleiri en eitt tvítengi í kol-
efniskeðjunni og eru nefndar ómega-3 fitusýrur þar
sem fyrsta tvítengið er staðsett milli þriðja og fjórða
kolefnisatóms frá metýlenda fitusýrunnar (mynd 1,
tafla I). Menn og önnur spendýr hafa hæfni til að
lengja og afmetta a-línólensýru í EPA og DHA en
þessi ferli eru hægvirk og takmarkast mögulega af
aldri (6) og sjúkdómum, svo sem háþrýstingi og syk-
ursýki (7). Því er mikilvægt og jafnvel nauðsynlegt fyrir
suma að fá þessar fitusýrur úr fæðu til að ná æskilegri
þéttni í blóði og vefjum en þá þéttni er unnt að meta
með mælingum á hlutfalli fitusýranna í himnum rauðra
blóðkorna. Frumur líkamans geta hins vegar lengt
EPA og myndað þannig DHA og öfugt (mynd 1).
Ómega-6 fjölómettaðar fitusýrur eru frábrugðnar
ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum að því leyti að
fyrsta tvítengið er milli sjötta og sjöunda kolefnis-
atóms frá metýlendanum (mynd 1). Mikilvægust
þeirra er arakídónsýra sem líkaminn myndar úr línól-
sýru. Ómega-6 og ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur
eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna auk þess
að vera hvarfefni til myndunar svonefndra eikósanó-
íða en þeir eru fjölskylda líffræðilega virkra fituefna
eða fituboðefna sem mynduð eru með hýdroxýler-
ingu fitusýranna um cýklóoxýgenasa og lípoxýgenasa
ferli (mynd 2). Meðal eikósanóíða eru prostaglandín,
þromboxön, leukotríen, lípoxín, hýdróperoxýeikósa-
200 Læknablaðið 2003/89