Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 48
UMRÆÐA
& FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL
Islendingar að flytja inn
sjúklinga?
Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD varpaði fram athyglisverðri hugmynd
um atvinnusköpun í heilbrigðisþjónustunni
Þröstur
Haraldsson
Ísland er meðal þeirra ríkja sem verja hæstu hlut-
falli þjóðartekna til heilbrigðismála. Af hverjum 100
krónum sem við öfluðum árið 2001 runnu 9,2 til
þessa málaflokks en það hlutfall skipar okkur í átt-
unda sæti á lista yfir aðildarríki Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar, OECD. Petta hlutfall hefur farið
hækkandi og hækkar örar hér á landi en meðaltalið
hjá OECD. Árið 1970 vörðu OECD-ríkin að meðal-
tali 5,3% þjóðartekna til heilbrigðismála en hlutfall-
ið er nú 8,3%. Hjá okkur var hlutfallið 4,7% árið
1970 svo útgjöldin hafa að heita má tvöfaldast sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Petta var meðal þess sem fram kom í erindi sem
Berglind Ásgeirsdóttir flutti á Lýðheilsuþingi sem
haldið var í Reykjavík í lok september. Berglind er
aðstoðarframkvæmdastjóri OECD og undir hana
heyrir meðal annars gerð heilbrigðisáætlana. Stofn-
unin vinnur að því að koma á fót alþjóðlegum gagna-
grunni um heilbrigðismál þar sem safnað verður
upplýsingum um reynslu þjóða af því að beita mis-
munandi leiðum til að nálgast svipuð markmið. Með
samanburði er hægt að sjá hvað virkar best og hvern-
ig hægt er að auka þjónustu fyrir óbreytt fjárframlög
eða ná sama árangri fyrir lægri fjárhæð.
Hagkvæmni og jöfnuður
Berglind sagði að markmiðin með rekstri heilbrigðis-
þjónustu væru víðast hvar mjög svipuð, að hefta út-
breiðslu sjúkdóma, bæta heilsufar og auka lífsgæði.
Leiðirnar sem farnar eru að þessum markmiðum eru
hins vegar afar misjafnar. Það má til dæmis sjá af því
hvernig útgjöld til heilbrigðismála skiptast milli hins
opinbera og einkaaðila. Bandaríkjamenn verja allra
þjóða mestu fé til heilbrigðismála en þar er hlutur
einkatrygginga mjög stór svo framlög hins opinbera
eru hlutfallslega talsvert lægri en hér á landi. Sé ein-
ungis litið til framlaga hins opinbera eru íslendingar
í öðru sæti á eftir Þjóðverjum en Bandaríkin detta
niður í 14. sæti á listanum.
Berglind sagði Ijóst að Islendingar verja miklu fé
til heilbrigðismála og því væri nærtækt að spyrja hvað
við fengjum fyrir peningana. Vissulega njótum við
þess að búa við lægstu dánartíðni við fæðingu og
langa meðalævi. Hins vegar værum við ekki lengur
með afgerandi l'orystu hvað lífslíkurnar varðar og
réði þar mestu að heilsufari kvenna hefur heldur
hrakað sem eflaust tengist breyttum lífsstíl, auknum
reykingum, streitu og þess háttar.
Hún sagði að íslendingar væru að mörgu leyti vel
settir, hér væri fjöldi lækna og sjúkrarúma í hærri
kantinum. En hún benti líka á að íslendingar væru
ofarlega á lista þegar kæmi að kostnaðaraukningu.
Til dæmis hefði lyfjakostnaður á íbúa hvergi aukist
meira í OECD en hér á landi. Að þessu þyrfti að
huga því ýmsar blikur væru á lofti sem gætu aukið
kostnað við heilbrigðismál í framlíðinni. Eins og aðr-
ir þyrftu Islendingar að leitast við að auka hag-
kvæmni án þess að fórna þeim jöfnuði sem einkennir
heilbrigðiskerfið.
Stórverkefni á vegum OECD
Berglind greindi frá verkefninu sem unnið er að á
vegum OECD en það hefur leitt í ljós hversu mikill
munur er á framkvæmd heilbrigðisþjónustu milli
landa. Einfaldir mælikvarðar eru vandfundnir því
ríki virðast spila mjög misjafnlega úr því fé sem veitt
er til heilbrigðismála.
„Hvernig má það vera að Bandaríkin verji næst-
um því tvisvar sinnum meira fé til heilbrigðismála en
Kanada en samt lifi Kanadamenn lengur? Frakkland
ver á hinn bóginn minna fé á íbúa til heilbrigðismála
heldur en Kanada en er samt með fleiri sjúkrarúm og
fleiri lækna á íbúa en bæði Kanada og Bandaríkin.“
Hún velti því fyrir sér hvort menn væru að nota rétta
mælikvarða til að meta árangur og spurði hvort lífs-
lengd væri gagnlegur mælikvarði á velferð eða hvort
verið gæti að með því að einblína á hana sæjum við
ekki gallana sem kunna að vera á heilbrigðiskerfinu.
Verkefnið er gífurlega umfangsmikið og undir það
falla 12 undirverkefni. En í heild beinist það einkum
að þremur þáttum. Er aukin eftirspum eftir heilbrigð-
isþjónustu aðallega tengd hærri aldri þjóða og nýrri
tækni? Hvemig eru afköst og hagkvæmni í heilbrigð-
isþjónustu og loks hvernig er hægt að stuðla að
jöfnuði hvað varðar aðgang að þjónustunni. Verkefn-
ið stendur yfir í þrjú ár og lýkur á næsta ári og þá verð-
ur væntanlega orðinn til gagnagrunnur um heil-
brigðismál sem aðildarríkin geta sótt í til þess að bæta
kerfið hvert hjá sér. Vonandi gefst færi á að greina
betur frá þessu verkefni þegar niðurstöður þess liggja
fyrir.
Er nýtingin nógu góð?
En í lokin á erindi sínu setti Berglind fram persónu-
legar vangaveltur sínar um hagkvæmni og sparnað í
872 Læknablaðið 2003/89