Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANGVINN LUNGNATEPPA að þetta hlutfall sé í raun mun hærra, eða 40-50%. „Samanburðarrannsókn sem gerð var í 16 löndum Norður-Evrópu og birt árið 2001 sýnir að algengi sjúkdómsins er ekki minna hér en í öðrum Evrópu- löndum þrátt fyrir hreinna umhverfi og fáa mengaða vinnustaði. Skýringin er fyrst og fremst sú að daglegar reykingar hafa verið mjög miklar og að Island er í öðru sæti meðal Evrópuþjóða hvað varðar óbeinar reykingar. 53% þeirra sem ekki reykja mega þola daglegan tóbaksreyk annarra á heimili eða vinnu- stað,“ segir Þórarinn. Þeir vitna í spá WHO um útbreiðslu langvinnrar lungnateppu þar sem segir að reykingafaraldurinn sem hófst að ráði um miðja síðustu öld sé enn þá að segja til sín í fjölgun þeirra sem greinast með sjúkdóm- inn. „Stofnunin spáir því að árið 2020 verði 7% allra dauðsfalla af völdum langvinnrar lungnateppu sem verði þá þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum.“ Það er því greinilega full þörf á að hvetja til ár- vekni andspænis þessum sjúkdómi og viðtalinu lýkur á því að þeir félagar ítreka nauðsyn þess að læknar venji sig á að nota öndunarmælana, sérstaklega hjá reykingafólki með óljósa mæði og/eða slímuppgang. Tveim veggspjöldum verð- ur dreift lil að minna á alþjóðadag langvinnrar lungnateppu. Pessu er beint til lœkna og annarra heil- brigðisstétta en hitt snýr að almenningi. Bara mæði eða langvinn lungnateppa (LLT)? Einkenni LLT eru: Hósti • Uppgangur • Mæði við áreynslu Alþjóðadagur langvinnrar lungnateppu (LLT) í ár er 19. nóvember. Markmiðið er að hvetja fólk að leita læknis ef það hefur einkenni LLT. Þessum tilmælum er sérstaklega beint til reykingafólks eða þeirra sem eru í loftmengun við vinnu eða heima. Um er að ræða aþjóðlegt átak, að undirlagi Global Initiative for Chronic Obstructive Lung Disease (G0LD), til þess að kynna langvinna lungnateppu. Viðurkenndar leiðbeiningar um sjúkdómseinkenni, stjórn og meðferð við LLT er að finna á www.goldcopd.com og á heimasíðu landlæknis www.landlaeknir.is. Nánari upplýsingar veita hérlendir G0LD fulltrúar, Gunnar Guðmundsson og Þórarinn Gíslason, sérfræðingar í lyflækningum og lungnasjúkdómum. • Langvinn lungnateppa (LLT) er algengur og vangreindur lungnasjúkdómur sem eykst stöðugt ef hann er ekki meðhöndlaður. • Sjúklingar vanmeta oft áhrif lungnaeinkenna á lífsgæði og telja einkennin eðlilegt ástand sem fylgir reykingum eða aldri. • Þrálátur hósti og uppgangur geta verið áralangur undanfari loftflæðisskerðingar. • Því fyrr sem unnt er að sjúkdómsgreina - og losna við reyk - þeim mun árangursríkari verður meðferðin. • LLT sjúkdómsgreiningu þarf að staðfesta með öndunarprófi fspirometry). Niðurstöður öndunarprófs gefa til kynna á hve alvarlegu stigi LLT er. Bara mæði - eða LLT? Stuðningsaðilar: Æ AstraZeneca 2: "Breathing for Life!” Alþjóðadagur langvinnrar lungnateppu er 19. nóvember2003. Þá gefst almenningi Æ i*.. World Alþjóðadagur langvinnrar lungnateppu er 19. nóvember 2003. Þá gefst almen / Day^ kostur á að fara í öndunarpróf í heilsugæslustöðvum, í Læknasetrinu og ■ _ * 2003 Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, göngudeild A3. Læknablaðið 2003/89 879
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.