Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 7

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 7
II M FORSÍÐU LÆKNAB deild, líka áður en skaðleg áhrif þess á heilsuna voru þekkt. Viktoría Englandsdrottning var mikill andstæðingur tóbaks og bannaði allan tóbaksreyk í kringum sig. Pegar hún lést árið 1901 og Játvarður VII sonur hennar tók við völdum dró hann upp vindil á fyrsta ríkisráðsfundinum, kveikti í og sagði: „Herrar mínir, þið megið reykja“. Andstaðan gegn reykingum á þessum tíma var venjulega ekki heilsunnar vegna heldur þótti sumum reykingar tákn um ómennsku. Það var síðan milli 1930 og 1940 að vísbendingar um skaðsemi tóbaks tóku að birtast í læknisfræðitímaritum. Fjölmiðlar voru í byrjun ófúsir að birta þessar upplýsingar því flestir voru þeir fjárhagslega háðir tóbaksfyrirtækjum vegna auglýsinga og óttuðust refsiaðgerðir. Fyrsta rann- sóknin sem sýndi greinilegt samhengi milli reykinga og lungnakrabbameins birtist í JAMA 27. maí 1950 (3) og fjórum mánuðum síðar birti BMJ niðurstöður sem sýndu að stórreykingamenn voru 50 sinnum líklegri en þeir sem ekki reyktu til að fá krabbamein í lungu (4). Þegar þessar fréttir tóku að berast til almennings brugðust tóbaksfyrirtækin hart við og árið 1954 höfðu tóbaksframleiðendur í Bandaríkjunum stofnað sitt eigið vísindaráð sem vann gegn vaxandi vitund fólks um skað- semi reykinga. Það var þetta vísindaráð sem undirbyggði auglýsingaherferðir um „heilsusamlegri“ sígarettur með filter og minni tjöru. Varnarbarátta tóbaksframleiðenda hefur æ síðan verið hörð og hafa þeir notað ýmis ráð til að koma vöru sinni á framfæri og hafa meðal annars einbeitt sér að börnum og unglingum. Á tímabili tókst þeim að kaupa sig inn í vinsælt teiknimyndablað um „Súpermann“ sem hafði verið reyklaus í áratugi. Þessi barátta hefur staðið allt fram á okkar tíma og tekið á sig hinar undarlegustu myndir eins og oft vill verða þegar öfgakenndar skoðanir mætast. Sem dæmi má nefna að kvartað var yfir því að í nýjustu kvikmynd um James Bond sést hann reykja vindil og voru tóbaksframleiðendur grunaðir um að eiga þar hlut að máli. Réttindafélag reyk- ingamanna (Freedom Organisation for the Right to Enjoy Smoking) svöruðu með því að benda á að réttara væri að amast við ábyrgðarlausu kynlífi hetjunnar í myndinni og óvarlegri meðferð hans á skotvopnum, en því að hann slysaðist til að fá sér vindilstúf og það á Kúbu. Höfðu hvorir tveggja nokkuð til síns máls. Gagnger viðhorfsbreyting á borð við þá sem forsíða fyrsta tölublaðs Læknablaðsins í ár endurspeglar er sann- arlega engin nýlunda. Skemmst er að minnast viðhorfs- breytingar á langtíma uppbótarmeðferð við tíðahvörf hjá konum. Fyrir nokkrum árum var talið að flestar konur á breytingarskeiði hefðu gagn af meðferð af þessu tagi (5) en á einni nóttu breyttust þessi viðhorf algerlega og meiri varúð er viðhöfð nú en áður þegar þessari meðferð er beitt (6, 7). í þessu máli virðast flestir læknar hafa gætt þess að líta á málið frá faglegu sjónarmiði. Því miður er ekki hægt að segja það sama um reyk- ingar. Um þær hefur ekki alltaf verið fjallað á hlutlausan hátt. Lítið er haldið á lofti jákvæðum þáttum tóbaks. Sem dæmi má nefna að hugsanlegt er að reykingamenn fái sjaldnar Alzheimers sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja (8). Einnig má nefna grun um að reykingar hafi hagstæð áhrif á virkni heyrnartaugarinnar hjá sjúklingum með geðklofa. Þessir sjúklingar eiga oft í erfiðleikum með að halda athygli og vinna úr ýmsum skynhrifum og ennfremur sækjast margir þeirra mjög í að reykja (9). j umræðu um skaðsemi reykinga ráða tilfinningarnar oft ferðinni eins og sjá má af orðalagi ritstjórnargreinarinnar í Lancet (2) sem minnst var á í upphafi. í grein um skaðsemi tóbaks í Læknablaðinu (10) var tóbakið á einum stað kallað óþverri. Þegar svo er komið verður hætt við að málflutn- ingurinn verði einhliða og fólk gái ekki að sér. Rannsóknir sem kostaðar eru af tóbaksframleiðendum hafa verið grunaðar um hlutdrægni og það með réttu. En hvað með þá vísindamenn sem eru svo gagnteknir af skaðsemi tób- aksins að þeir kalla það ýmsum ónefnum. Getur ekki verið að þeirra rannsóknir séu einnig hlutdrægar? Hér er ábyrgð lækna mikil. Fjalla verður um skaðsemi tóbaks á hlutlausan og faglegan hátt og skoða málið frá öllum hliðum. Sé það ekki gert er eins víst að umfjöllun lækna um þetta mikil- væga heilbrigðismál valdi meiri skaða en gagnsemi. Heimildir 1. Læknablaðið 1915; 1:1. 2. Editorial: How do you sleep at night, Mr. Blair? Lancet 2003; 362:1865. 3. Levin M, Goldstein H, Gerhardt P. Canoer and tobacco smoking: A preliminary report. JAMA 1950;143: 336-8. 4. Doll R, Hill AB. Smoking and carcinoma of the lung. Preliminary report. BMJ 1950; ii: 739-48. 5. Toozs-Hobson P, Cardozo L. Hormone replacement therapy for all? Universal prescription is desirable. BMJ 1996; 313: 350-1. 6. Guðmundsson JÁ. Hormónameðferð á breytingaskeiði kvenna. Læknablaðið 2002; 88: 803-4. 7. Griffiths F. Taking hormone replacing therapy. BMJ 2003; 327: 820-1. 8. Hiller V, Salib E. A case-control study of smoking and Alzheimer's disease. Int J Geriat Psychiat 1997; 12: 295-300. 9. Adler LE, Hoffer LD, Wiser A, Freedman R. Normalization of auditory physiology by cigarette smoking in schizophrenic patients. Am J Psychiatry 1993; 150: 1856-61. 10. Heimisson P. Sama gamla tóbakið. Læknablaðið 1995: 81; 184-5. LAOSINS HaLlgrímur Magnússon Höfundur er geðlæknir. Læknablaðið 2004/90 7

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.