Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 11
RITSTJÓRNARGREINAR Læknablaðið nírætt „Nei, - við skrifum á íslensku á þessu blaði,“ sagði Örn Bjarnason ritstjóri Læknablaðsins við leiðarahöf- und vordag nokkurn árið 1978. Spurningin snerist um það, hvort ekki væri syndlaust að nota latneskar sjúk- dómsgreiningar og líffræðileg kennileiti, þótt ensku- slettur hefðu verið gerðar útlægar af síðum Lækna- blaðsins. Mér varð þá ljós metnaður ritstjórans, sem var ekkert smávaxnari en sá að skapa og endurnýja íslenskt fagmál í læknisfræði. Læknablaðið varð á næstu árum höfuðvettvangur þessa metnaðarmáls, þótt stórsigrar ynnust einnig annars staðar, og má vitna til Iðorðasafnsins. Þótt ekki væri annars að minnast á 90 ára afmæli Læknablaðsins, væri það allnokkuð að ylja sér við. Þess sér nú víða merki, hversu mjög faglegt málfar ís- lenskra lækna hefur breyst til batnaðar á undanförn- um áratugum og er ekki saman að jafna. Að mínum dómi á Læknablaðið hér langstærstan hlut. En hamingja Læknablaðsins ríður ekki við þennan einteyming. Frá upphafi hafa margir vöskustu læknar Islands kappkostað að kynna athuganir sínar og rann- sóknir fyrir stéttarbræðrum og öðru áhugafólki. Fyrst- an ber frægan að telja Guðmund Hannesson og þarf ekki kynningu, en í meðreiðarsveit fyrstu 15 árin má greina Matthías Einarsson, Guðmund Thoroddsen, Gunnlaug Claessen, Stefán Jónsson, Sæmund Bjarn- héðinsson, Magnús Pétursson, Helga Tómasson, Níels Dungal og Valtý Albertsson, sem allir áttu þátt í ritstjórnarstörfum. Ekki má heldur gleyma hinu makalausa frumkvæði Guðmundar Hannessonar að handrita læknablað árin 1902-04, sem dreift var eink- um um Norðurland og gefið var út í ljósriti 1966. Um miðja 20. öld bera þungann af ritstjórnarverk- efnum þeir Ólafur Geirsson, Ólafur Bjarnason, Ól- afur Jensson, Páll Ásmundsson og Bjarni Þjóðleifs- son. Ef hratt er farið yfir sögu, má á árunum 1970- 1980 greina þá breytingu, að hinn efnilegi skapningur frumherjanna sé að byrja að fullorðnast og nýtur nú við styrkrar forystu Arnar Bjarnasonar. Þá skapaðist sú venja, að allar fræðilegar greinar skyldu lesnar af gagnrýnendum og þeir rýnendur, sem ekki höfðu hæfilegt bein í nefi, voru ekki beðnir aftur. Fyrstu p- gildin munu hafa birst í blaðinu um 1970 og hlýtur að teljast nokkurt framfaramerki, ef marka má þá miklu trú, sem menn bera síðan til þessa annars hógláta bók- stafs. Á þessum árum og alltaf síðan birtust oft á ári greinar, sem hefðu sómt sér vel í frægari tímaritum og víðlesnari. Samstarf við ritstjóra læknablaða ná- grannalanda óx og kynni tókust, sem urðu blaðinu mikilvæg. Á engan er hallað þótt nafn Povl Riis sé nefnt til sögu öðrum fremur. Hann hefur fyrr og síðar reynst íslenskum læknum ómetanlegur haukur í horni, en einkum Læknablaðinu. Enn er þó ónefnt það sem mestu varðar er hlut- verk Læknablaðsins skal krufið, en það er annars veg- ar skyldan að halda til haga stórmælum af vettvangi ísienskra heilbrigðismála, en hins vegar uppeldishlut- verkið. Stórmælin eru næg. íslenskir gagnagrunnar gefa tilefni til alþjóðlegs samstarfs við hinar virtustu stofnanir og eru kynntir til sögu í fremstu tímaritum. íslenskir læknar eru í fremstu röð, hvað varðar birt- ingu vísindagreina og tilvitnanir í þær. Unnið er frum- kvöðulsstarf, meðal annars í erfðafræði, faraldsfræði og heilbrigðistækni. Langmikilvægasti vaxtarbroddur íslensks hátækniútflutnings er á sviðum læknisfræði, lyfjafræði og líftækni. Stórfréttir eru birtar af þessum vettvangi á síðum Læknablaðsins, en þeim þyrfti að fjölga. Ekkert er við það að athuga þótt vísindagögn- um, sem birst hafa erlendis, séu einnig gerð skil í Læknablaðinu. Sjaldan er lesendahópurinn sá sami og efnistökin geta verið önnur. Það er ekki veikleika- merki að birta vísindagreinar í Læknablaðinu. Þá er að nefna uppeldishlutverkið. - Á síðustu ára- tugum hafa margir ungir læknar og læknanemar stigið fyrstu sporin á vísindabrautinni með birtingu greinar í Læknablaðinu. Margar þeirra standast strangar kröf- ur nútímavísinda. Höfundar hafa hlotið góða leiðsögn reyndari lækna, þeir hafa orðið að sæta sanngjarnri og jákvæðri gagnrýni ritdómenda og notið þeirrar gleði og uppörvunar að sjá uppskeru sína á prenti. Hvað um framtíðina? Ekki er ástæða til að ætla annað en Læknablaðið eflist af innlendri uppskeru heilbrigðisvísinda næstu árin. En hærra mætti stefna. Blaðið ætti að hafa þann metnað að laða að greinar erlendra vísindamanna og verða marktækur aðili að alþjóðlegum skoðanaskiptum í læknisfræði. Fyrsta skilyrði þeirrar þróunar er að sjálfsögðu að greinar í blaðinu séu skráðar í alþjóðlegum gagnasöfnum. Það hefur verið reynt að minnsta kosti tvívegis án árang- urs, en nú segir mér Vilhjálmur ritstjóri að öllum skil- yrðum sé fullnægt fyrir slíkri skráningu. Þótt hætt sé við að stefnumótun Arnar Bjarnasonar, sem lýst var í upphafi, muni lenda í nokkrum andbyr á alþjóðlegu bersvæði, er leiðin framundan björt og greið. Þórður Harðarson Höfundur sat í ritstjórn Læknablaðsins 1978-1991. Hann er prófessor í lyflæknisfræði og yfirlæknir á Lyflækningasviði I á Landspítala. Læknablaðið 2004/90 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.