Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 17

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 17
FRÆÐIGREINAR / ÖNDUNARMÆLINGAR Öndunarmælingar á heilsugæslustöð: ábendingar, niðurstöður og gæði Gunnar Guðmundsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR f LYI -, LUNGNA- OG GJÖRGÆSLU- LÆKNINGUM Sólveig Dóra Magnúsdóttir3 SÉRFRÆÐINGUR í HEIMIUSLÆKNINGUM Jón Steinar Jónsson3,4 SÉRFRÆÐINGUR í HEIMIUSLÆKNINGUM 'Lungnadeild Landspítala, 2HL-stöðin, Reykjavík, ’Heilsugæslan í Garðabæ, 4Heimilislæknisfræði, LæknadeildHáskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson, Lyflækningadeild E-7 Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543-6876, fax 543-6568. ggudmund@landspitali. is Lykilorð: heilsugœsla, öndunarmœlingar, greining, lungnasjúkdómar. Ágrip Tilgangur: Öndunarmælingar (e. spirometry) eru mikilvægt hjálpartæki við greiningu og eftirlit á sjúk- dómum í lungum þegar saga og skoðun eru ekki nægjanleg. Rannsóknir á notkun öndunarmælinga í heilsugæslu eru fáar og engar á íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna notkun öndunar- mælinga á heilsugæslustöð með tilliti til ábendinga, niðurstaðna og gæða. Efniviður «g aðferðir: Peir sjúklingar sem Ieituðu á Heilsugæsluna í Garðabæ á sex mánaða tímabili og var boðin öndunarmæling mynduðu rannsóknarhóp- inn. Allir fengu skriflegar upplýsingar um rannsókn- ina og gáfu samþykki sitt. Safnað var upplýsingum um öndunarmælinguna, ástæður fyrir henni og veitta meðferð. Mælingarnar voru ýmist gerðar af læknum eða hjúkrunarfræðingum. Allar öndunarmælingar voru skoðaðar og gæði metin af sérfræðingi í lungna- sjúkdómum. Niðurstöður: Á rannsóknartímanum voru gerðar 63 öndunarmælingar, þar af voru flestar frá sama lækn- inum. Um var að ræða 19 karla og 44 konur á aldrin- um frá 17 ára til 69 ára. Af þeim reyktu 17/63 einstak- lingar, 24 einstaklingar höfðu reykt en voru hættir, 20 einstaklingar höfðu aldrei reykt. Algengasta ábend- ingin fyrir öndunarmælingu var hósti hjá 37/63 og mæði hjá 20/63 en engin öndunarmæling var gerð vegna reykinga eingöngu. Tuttugu og átta voru með óeðlilega lungnahlustun. Við úrlestur voru 54/63 mælinganna fullnægjandi að gæðum. Eðlilegar voru 24 mælingar en 30 voru með teppu, þrír með herpu en sex með blöndu af teppu og herpu. Ályktun: Notkun öndunarmælinga var ekki almenn meðal lækna heilsugæslustöðvarinnar. Niðurstöðurn- ar benda til þess að möguleikar heilsugæslulækna til greiningar á lungnasjúkdómum séu vannýttir. Inngangur Öndunarmælingar (e. spirometry) eru mikilvægt hjálpartæki til að greina og meðhöndla lungnasjúk- dóma. Með slíkum mælingum er hægt að greina frá- vik í lungnastarfsemi sem ekki greinist við klíníska skoðun. Læknar geta yfirleitt ekki greint teppu- og herpusjúkdóma í lungum með sögutöku og skoðun eingöngu (1, 2). Teppusjúkdómar í lungum, eins og asmi og langvinn lungnateppa, eru algengir sjúkdóm- ar sem eru greindir og meðhöndlaðir á heilsugæslu- stöðvum (3-5). Tíðni þessara sjúkdóma hefur farið vaxandi undanfarin ár og spáð er enn frekari aukn- ENGLISH SÖMMflRY Guðmundsson G, Magnúsdóttir SD, Jónsson JS Spirometry in a health care center: indications, results and quality. Læknablaðið 2004; 90: 17-9 Objective: Spirometry is important for the diagnosis and treatment of lung diseases. Studies on the use of spiro- metry in health care centers are few and none in lceland. The objective of this study was to evaluate the use of spirometry in a single health care center in lceland in regard to indications, quality and results. Materials and methods: Patients evaluated at the Primary Care Clinic in Garðabær during a 6 month period were included in the study. Information was collected about the spirometry, indications and treatment given. Spirometry was done by a physican or nurse. All spirometries were evaluated by a pulmonary specialist. The study was approved by the National bioethics committee and Data protection agency. Results: During the study period 63 spirometries were done and majority of them were on the request of one physican. There were 19 males and 44 females and the age distribution was from 17 to 69 years of age. Smokers were 17/63, former smokers were 24 and 20 were non smokers. The most common indication for spirometry was cough in 37/63 and dyspnea in 20/63. No spirometry was done for history of smoking only. Twenty eight patients had abnormal lung auscultation. The quality of the spirometry was sufficient in 54/63. In 24/63 patients the spirometry was normal. Of those with abnormal spirometry 30 had obstruction, 3 had restriction and in 6/63 of cases the results were mixed. Conclusion: The study indicates that primary care physi- cians are underutilizing spirometry for diagnosis of lung diseases. Key words: primary care, spirometry, diagnosis, lung diseases. Correspondence: Gunnar Guðmundsson, ggudmund@landspitali.is ingu á næstu áratugum (6). Það tekur stuttan tíma að framkvæma öndunarmælingu og úrlestur hennar er einfaldur (7,8). Mælingin getur verið eðlileg eða fram geta komið merki teppu með skerðingu á fráblæstri á fyrstu sekúndu (FEVl) eða herpa með skerðingu á heildarfrámáli (FVC). Þá getur í sumum tilfellum ver- ið um blandaða mynd teppu og herpu að ræða. Þrátt fyrir að einkenni frá lungum séu algeng orsök komu á heilsugæslustöðvar voru til skamms tíma ekki til önd- unarmælar á stórum hluta heilsugæslustöðva á íslandi Læknablaðið 2004/90 17

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.