Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Síða 37

Læknablaðið - 15.01.2004, Síða 37
FRÆÐIGREINAR / KÖNNUN Á MATARÆÐI Mat á gildi spurningalista Manneldisráðs Islands til könnunar á mataræði fullorðinna Inga Þórsdóttir' Ingibjörg Gunnarsdóttir' Laufey Steingrímsdóttir SÉRFRÆÐINGAR í NÆRINGARFRÆÐI 'Rannsóknarstofu í næringar- fræði, Landspítala Hringbraut og matvælafræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla íslands, :Manneldisráði íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Inga Pórsdóttir, Rannsóknar- stofu í næringarfræði, Land- spítala, Eiríksgötu 29, 101 Reykjavík. Sími: 543 8414, 543 8410, gsm: 824 5520, bréfsími: 543 4824. ingathor@landspitali. is Lykilorð: nœringarfrœði, aðferðafrœði, gildi. Ágrip Tilgangur: Að rannsaka gildi spurningalista um mat- aræði fullorðinna einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Mtttakendur (n=84,36±6 ára) fylltu út spurningalista Manneldisráðs íslands sem ætlað er að kanna mataræði. Spurningalistinn var skannaður og neysla næringarefna og fæðutegunda reiknuð. C-vítamín- og beta-karótínstyrkur var mæld- ur í blóði og magn natríums, kalíums og köfnunarefn- is í sólarhringsþvagi. Fylgni milli niðurstaðna frá spurningalista og mælinga á lífefnafræðilegum breyt- um var könnuð. PABA (para-amino benzoic acid) var notað til að meta hvort þvagsöfnun væri fullnægj- andi. Niðurstöður: Fylgni var milli C-vítamínstyrks í blóði og C-vítamín inntöku (r=0,294, P=0,008). Einnig sást fylgni milli C-vítamínstyrks í blóði við neyslu af tóm- ötum, gúrkum, papriku og salati annars vegar (r= 0,231, P=0,039), og heildarneyslu af grænmeti hins vegar (r=0,291, P=0,009). Ekki var fylgni milli beta- karótíns í blóði og beta-karótíninntöku. Hins vegar sást fylgni milli beta-karótíns í blóði og neyslu á lauk, púrru og hvítlauk (r=0,240, P=0,032). Neysla græn- metis og ávaxtaflokkanna var mjög sterkt tengd inn- byrðis (P<0,001). Samband var milli kalíuminntöku og útskilnaðar (r=0,452, P<0,001), en ekki milli natr- íuminntöku og útskilnaðar. Ekki var marktækur mun- ur á köfnunarefnisinntöku (mælikvarði á próteininn- töku) og köfnunarefnis útskilnaði. Alyktun: Spurningalisti Manneldisráðs íslands er góður mælikvarði á C-vítamín og kalíuminntöku og neyslu á grænmeti. Pað gefur einnig mynd af prótein- inntöku, en ætti ekki að nota til að meta inntöku á natríum (salti) í fæðu. Inngangur Mataræði er einn af þeim umhverfisþáttum sem hef- ur mest að segja varðandi heilsufar og tíðni sjúk- dóma. Faraldsfræðileg þekking á mataræði margra þjóða samfara vitneskju um heilsufar eða tíðni ým- issa sjúkdóma meðal sömu þjóða, hefur leitt til þess að hægt hefur verið að tengja einstaka fæðuþætti eða næringarefni við heilsufar. Nokkrar aðferðir hafa verið notaðar til að kanna mataræði einstaklinga og hópa og er það mismun- andi eftir aðstæðum hvaða aðferð hentar hverju sinni. Sú aðferð sem er talin nákvæmust felst í því að allur matur og drykkur er vigtaður nákvæmlega í 3-7 daga (1, 2). Sú aðferð hefur þó marga galla, hún er tímafrek og þar af leiðandi dýr, auk þess sem hún EIULISH SUMMARY Þórsdóttir I, Gunnarsdóttir I, Steingrímsdóttir L Validity of a food frequency questionnaire to assess dietary intake of adults Læknablaðið 2004; 90: 37-41 Objective: The aim was to assess the validity of a food frequency questionnaire (FFQ). Material and methods: Participants (n=84, aged 36±6) filled in a food frequency questionnaire, and the intake of nutrients and food items was estimated. Vitamin-C and beta-carotene blood concentration was measured as well as sodium (Na), potassium (K) and nitrogen (N) excretion in the urine. Correlation between results from the FFQ and biological measurements was assessed. PABA test (para- amino benzoic acid) was used to assess the completeness of the urine collection. Results: There was a correlation between plasma vitamin- C concentration and vitamin-C intake (r=0.294, P=0.008). A correlation was also seen between plasma vitamin-C concentration and intake of tomatoes, cucumber, peppers and green salat (r=0.231, P=0.039), as well as to the total consumption of vegetables (r=0.291, P=0.009). There was no correlation between beta-carotene concentration in the blood and in the diet. Flowever, beta-carotene concentra- tion in the blood correlated with intake of onion, leak, and garlic (r=0.240, P=0.032). There was a strong correlation between all the groups of fruits and vegetables (P<0.001). Potassium intake correlated with potassium excretion (r=0.452, P<0.001), but sodium intake was not associated with sodium excretion. There was no statistical difference between nitrogen intake and total nitrogen excretion in the urine. Conclusion: FFQ developed by the lcelandic Nutrition Council is valid to assess intake of vitamin-C, potassium as well as vegetables. It also gives estimates of protein intake, but should not be used to assess sodium (salt) intake. Key words: nutrition, methodology, validity. Correspondence: Inga Þórsdóttir, ingathor@landspitali.is krefst mikils af þátttakendum. Spumingalista til könn- unar á mataræði má nota til að meta hversu oft ein- stakra fæðutegunda er neytt (3). Fer það eftir upp- setningu hvers spurningalista fyrir sig hversu ná- kvæmar upplýsingar um magn fæðutegunda og nær- ingarefna fást. Notkun hans er auðveld, en bæði út- fylling og úrvinnsla er tiltölulega fljótleg og aðferðin því mun ódýrari en vigtun og skráning. Mð er þó sama hvaða aðferð verður fyrir valinu, það er nauðsynlegt að vita hvort það tæki sem við er- Læknablaðið 2004/90 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.