Læknablaðið - 15.01.2004, Side 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR
Góð útkoma þrátt fyrir óeðlilegan samanburð
- Viðbrögð við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sameiningu Landspítala
Læknablaðið leitaði viðbragða hjá tveimur læknuni við skýrslu
Ríkisendurskoðunar um sameiningu sjúkrahúsanna í höfuðborg-
inni. Hún hefur verið mjög til umræðu að undanförnu og blandast
meðal annars inn í niðurskurðartillögur stjórnar Landspítala.
Friðbjörn Sigurðsson formanns læknaráðs Landspítala svarar hér
að neðan en Oskar Einarsson á næstu síðu en hann er formaður
Læknafélags Reykjavíkur sem hefur alla lækna sem starfa á Land-
spítala innan sinna vébanda.
Friðbjörn Sigurðsson
formaður læknaráðs Landspítala
Meginniðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar er sú að
sjúkrahúsið fær góða dóma. Samanburðurinn við
Bretland orkar tvímælis en kemur samt vel út fyrir
okkur. Par hefur heilbrigðiskerfið verið í fjársvelti þótt
nú hafi verið ákveðið að stórauka útgjöld til
heilbrigðismála. Arangur af meðferð, svo sem vegna
hjartabreps eða heilablóðfalls, er miklu betri hér,
legutíminn er sambærilegur og kostnaður sömuleiðis. Ég
held því að sjúkrahúsið megi vel við samanburðinn una.
I skýrslunni er fróðlegur kafli um skilvirkni starfs-
fólks. Það er sláandi að fólk í umsýslu og rekstri er fleira
hér. Hins vegar er vísinda-, tækni- og rannsóknarfólk
áberandi færra. Það er áhyggjuefni að ekki hefur verið
lögð nógu mikil rækt við vísindi og rannsóknir.
Ég held að mismunur á afköstum lækna sem fram
kemur í skýrslunni helgist að verulegu leyti af því að
það er verið að bera saman ólíka hluti. Til dæmis má
nefna að á bresku spítölunum er ekki veitt eins mikil
þjónusta á geðdeildum, öldrunardeildum og við vímu-
efnameðferð og hér, auk þess sem hér bíða 173
manns úrræða og komast ekki út af spítalanum. Einn-
ig kernur fram í skýrslunni að göngudeildaþjónustan
er minni en í Bretlandi en ekkert er minnst á sér-
fræðiþjónustu á einkastofum lækna sem er mikil hér á
landi. Það hefði verið betra að taka hana með þegar
afköst lækna voru metin.
Við höfum spurt ríkisendurskoðanda hvort hag-
kvæmara sé að meðhöndla ferlisjúklinga á göngu-
deildum sjúkrahúsa eða einkastofum sérfræðilækna
og fengið þau svör að það sé engin leið að meta það.
Þrátt fyrir allar úttektir stofnunarinnar er ekki hægt
að segja hvar hagkvæmast er að veita ferliþjónustu.
Annað sem Ríkisendurskoðun nefnir og ég tek
heilshugar undir er að það þurfi að skapast sátt um
skiptingu læknisverka milli sjúkrahúsanna og sjálf-
stætt starfandi sérfræðinga á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er ákaflega mikilvægt atriði og því ber að fagna
ákvörðun heilbrigðisráðherra að skipa nefnd til að
fjalla um þessa verkaskiptingu.
- í skýrslunni er rætt um að ekki hafi náðst það
markmið í sameiningunni að spara í rekstri sjúkra-
hússins.
Já, þegar rætt var um sameininguna var sparnaður-
inn ofarlega á baugi en minna rætt um faglegan ávinning
af henni. Ég held að læknar hafi ekki verið nógu dug-
legir að benda á að það væri allsendis óvíst hvort hún
skilaði nokkrum spamaði heldur væri fyrst og fremst
verið að efla þjónustu og styrkja rannsóknir og kennslu.
Það er hins vegar alvarlegt mál að í skýrslunni segir að
ekki hafi tekist að efla vísindastarf og kennslu. Sú
staðreynd að ekki hefur náðst fram spamaður virðist nú
endurspeglast í kröfum stjórnmálamanna um enn
frekari hagræðingu og spamað í rekstrinum.
Það er skiljanlegt að stjórnvöld séu ósátt við að
spítalinn fari alltaf fram úr fjárhagsáætlunum sínurn
en ef til vill eru til skýringar á því. Sameiningarferlið
hefur verið erfitt fyrir starfsfólk eins og fram hefur
komið í könnunum meðal starfsfólks. Nú er samein-
ingin langt komin og því er mjög óheppilegt að þetta
komi fram núna. Það hefði verið betra að bíða eftir
niðurstöðum nefnda sem eru að fjalla um ýmsar hlið-
ar rekstrarins áður en gripið var til niðurskurðar.
Það kemur líka fram í skýrslunni að skortur á
framtíðarsýn og óljós stefna í málefnum spítalans hái
starfseminni og það kemur glöggt fram í húsnæðis-
máluni hans. Það er verið að leggja í kostnað við að
lappa upp á ónýtt húsnæði og byggja upp í Fossvogi í
stað þess að béina öllum kröftum að byggingunum
við Hringbraut þar sem ákveðið hefur verið að
framtíðauppbygging sjúkrahússins eigi að vera.
Þröstur
Haraldsson
Læknablaðið 2004/90 45