Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PÓLITÍK OG HEILBRIGÐI Eru stjórnmálamenn hræddír við heilbrigðismál? Finnsl þingmönnum betra að stunda jólasveinaleik en að taka á heilbrígðismálum afábyrgð og framsýni? Þröstur Haraldsson Undanfarin fimm ár og gott betur hef ég haft þann aðalstarfa að fylgjast með umræðu um heilbrigðis- mál. Satt að segja hefur mér oft blöskrað á hvaða plani hún er en sjaldan þó eins og nú fyrir jólin. Af- greiðsla þingmanna á fjárlögum varð til þess að ég stóðst ekki mátið lengur. Þar á ég ekki við öryrkja- málið heldur þá ákvörðun þingmanna að skilja eftir gat upp á hálfan annan milljarð í rekstri Landspítal- ans á næsta ári. Ég heyrði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur halda því fram ekki alls fyrir löngu að í kosningabaráttunni á liðnu vori hefðu allir frambjóðendur óháð ílokki verið jafnfegnir því hversu lítið var rætt um heilbrigð- ismál. Ástæða feginleikans var sú að enginn þeirra treysti sér í raun og veru til að fjalla um heilbrigðis- mál af nokkru viti, stærð málaflokksins og flóknir innviðir heilbrigðiskerfisins yxi þeim svo í augum að þeir yrðu málstola. Þessi orð varaformanns Samfylkingarinnar hafa setið í mér síðan og bergmálið af þeim orðið æ hávær- ara eftir því sem á fjárlagaumræðuma leið. Það má kannski segja að þau hafi orðið óbærilega hávær um það leyti sem Hjálmar Árnason lauk máli sínu við lokaumræðuna. Þar freistaði hann þess að hala sér inn nokkur aukastig með því að kenna spilltum lækn- um um stóraukinn þátt lyfjakostnaðar í rekstri heil- brigðiskerfisins. Þessi plata er orðin heldur slitin því þótt eflaust sé töluvert um það að læknar þiggi boð lyfsala þá hefur verið gerð að því gangskör að setja reglur um samskipti þessara aðila og umræður þeirra á milli verið líflegar þótt þær hafi ekki náð eyrum Hjálmars. Gatið á Landspítalanum En það var Landspítalagatið sem gerði útslagið. Hræsnin og ábyrgðarleysið risu hæst þegar það var skilið eftir óbrúað. Hvernig skyldu þeir ágætu þing- menn sem greiddu því atkvæði sjá fyrir sér framhald málsins? Halda þeir í alvöru að á sama tíma og spítal- inn stendur í ströngu við að ljúka sameiningunni þá geti hann bara hagrætt sisvona í rekstrinum sem nem- ur hálfum öðrum milljarði? Það getur verið að ein- hverjir trúi því, rétt eins og þeir gerðu sem ákváðu að sameining spítalans væri svo arðbær að ekki þyrfti að leggja krónu til hennar. Þeir hinir sömu sjá þá vænt- anlega ekki heldur neitt samhengi á milli þeirrar ákvörðunar og þeirrar staðreyndar að hallarekstur spítalans hefur verið nokkuð stöðugur allt frá því ákvörðunin var tekin. Fólki sem ekki sér samhengið í málinu er náttúru- lega ekki viðbjargandi en hvað voru menn í raun og veru að greiða atkvæði um þegar gatið var skilið eft- ir? Búast þeir við því að heilbrigðisstarfsfólk bjóðist til að lækka í launum til þess að spítalinn nái endum saman? Þessi spurning er eðlileg í ljósi þess að um 70 af hundraði rekstrargjalda spítalans munu vera laun. Hvaða kosti aðra hefur spítalinn í stöðunni en að lækka laun? Jú, hann getur kannski náð einhverri hagræðingu umfram það sem gert hefur verið á síð- ustu árum þótt víðast hvar sé búið að skera inn að beini, en það mun engan veginn nægja til að brúa bilið. Þá er ekki annað í stöðunni en að loka deildum, fækka starfsfólki og leggja niður þjónustu við almenn- ing. Var það ætlun þeirra þingmanna sem greiddu fjárlögunum atkvæði? Voru þeir með atkvæði sínu að taka ákvörðun um að loka tæknifrjóvgunardeildinni? Voru þeir á meðvitaðan hátt að ákveða að draga úr þjónustu við geðsjúka? Ætluðu þeir í raun og veru að segja upp 200 manns eða jafnvel fleirum með því að skilja gatið eftir? Eða héldu þeir kannski að fólk hætti að veikjast ef svo væri mælt fyrir í fjárlögum? Hver tekur ákvarðanir? Að sjálfsögðu munu þeir allir svara þessum spurning- um neitandi, það var ekki meiningin að vera vondur 50 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.