Læknablaðið - 15.01.2004, Page 59
S M A S J A I N
hefur enn ekki verið hrundið í framkvæmd
og óvíst hvort af því verði. „Af gögnum
málsins verður ekki séð að formlegum að-
gerðum til undirbúnings á gagnagrunninum
hafi þokað áfram svo að teljandi sé frá því
að rekstrarleyfi var gefið út 22. janúar
2000.“ Kröfur rekstarleyfishafa um aukinn
aðgang hafa hingað til komið í veg fyrir
samþykkt Persónuverndar og má gera ráð
fyrir að sú barátta verði enn erfiðari ef farið
yrði eftir dómi hæstaréttar.
Heilræði Mannverndar
Þar sem engir tilburðir eru sjáanlegir af
hálfu rekstrarleyfishafa við að gera grunn-
inn bendir Mannvernd heilbrigðisráðuneyt-
inu á að afturkalla rekstrarleyfið og fella
lögin úr gildi því þau standast ekki stjórnar-
skrá að mati hæstaréttar. Eina lausnin er að
byggja svo umfangsmikla erfðarannsókn á
grundvallarreglunni um upplýst samþykki,
eins og aðrar vísindarannsóknir á mönnum.
Mannvernd mun halda áfram baráttu
sinni fyrir því að ákvæði stjórnarskrár um
friðhelgi einkalífs og frelsi til þátttöku og
rannsókna séu virt. Öllum breytingum á
lögunum sem ekki standast stjórnarskrá og
mannréttindasáttmála verður mætt með
öllum tiltækum og löglegum ráðum, svo
sem frekari málsóknum.
Hæstiréttur úrskurðar
bæklunarlæknum í vil
Fimmtudaginn 11. desember kvað hæsti-
réttur upp dóm í máli bæklunarlækna
gegn Tryggingastofnun ríkisins. Mál þetta
hefur manna í millum verið nefnt „Skúrka-
málið" en það snýst um rétt lækna á
einkastofum til að veita sjúklingum þjón-
ustu án greiðsluþátttöku TR. Niðurstaða
réttarins var sú að þeim væri þetta heimilt
samkvæmt samningi þeirra við TR.
Dóminn kváðu upp þrír af fimm dóm-
urum en tveir skiluðu séráliti. í niðurstöðu
réttarins segir meðal annars:
„í samningi milli T (Tryggingastofnunar
ríkisins) og félagsmanna I (Islenska bækl-
unarlæknafélagsins) um greiðslu T á hluta
almannatrygginga í lækniskostnaði vegna
meðferðar sjúklinga hjá félagsmönnum I
var meðal annars kveðið á um afslátt sem
færi hækkandi eftir því sem læknisverk
yrðu fleiri á hverju ári. í nóvember 2002
tjáðu nokkrir félagsmenn í sjúklingum
sínum að þeim stæði ekki til boða á því ári
að fá þjónustu með greiðsluþátttöku T en
jafnframt að þjónustan stæði til boða ef
sjúklingarnir greiddu að fullu fyrir hana
sjálfir. I málinu krafðist í viðurkenningar
á því að félagsmönnum þess væri þetta
heimilt og vísaði meðal annars til 2. mgr.
5. gr. fyrrgreinds samnings sem kvað á um
að lækni væri heimilt að taka sjúkra-
tryggðan einstakling til meðferðar án
greiðsluafskipta T ef sjúklingur óskaði
þess. Talið var að í ljósi 1. mgr. 75. gr.
stjórnarskrárinnar yrði að líta svo á að fé-
lagsmenn I hefðu óskert frelsi til að ráða
verkum sínum, innan þeirra marka sem
því frelsi kynni að vera sett með samning-
um þeirra eða lögum. I lögum 117/1993
væri hvergi mælt fyrir um bann við því að
leysa af hendi læknisverk fyrir annað end-
urgjald en greini í fyrrnefndum samningi
við T og ekki sé kveðið á um að lækni sem
bundinn sé af samningnum sé skylt að
sinna hverjum þeim sjúklingi sem til hans
leiti. Engin skilyrði komi fram í 2. mgr. 5.
gr. samningsins önnur en þau að sjúkling-
ur óski sjálfur eftir þjónustu án greiðslu-
þátttöku T og þótti forsaga ákvæðisins
ekki gefa tilefni til ályktana um að heim-
ildin sem þar komi fram sé bundin frekari
skilyrðum en berum orðum greini. Fé-
lagsmönnum I sé hvorki eftir nefndum
samningi né einstaklingsbundnum samn-
ingum sínum við T skylt að leysa af hendi
sérhvert læknisverk á sérfræðisviði sínu
sem leitað sé til þeirra um, eða slík verk
allt að tilteknu magni. Þeir hafi því ekki
með samningssambandi sínu við T afsal-
að sér rétti til að velja eftir sínum eigin
forsendum hvaða verkum þeir sinni, þar á
meðal hvort þeir taki að sér verk með tilliti
til fjárhagslegra ástæðna. Voru kröfur í því
teknar til greina.“
Veikinda-
fjarvistir á
Norðurlöndum
Veikindafjarvistir hafa aukist
mikið á Norðurlöndum á síðustu
árum. Æ stærra hlutfall allra
veikindafjarvista er vegna
geðraskana en óþægindi frá stoðkerfi
eiga einnig stóran hlut að máli en þau
valda oft langvarandi fjarvistum frá
vinnu.
Þessi orð er að finna í formála nýs
bæklings sem Vinnueftirlitið hefur
gefið út. Raunar kemur þessi bæk-
lingur út í fjórum löndum samtímis,
Danmörku, Svíþjóð og Noregi, auk
Islands, en hann er gerður í samvinnu
fulltrúa rannsóknarstofnana á sviði
vinnuverndar og atvinnulífs í löndun-
um fjórum. Norræna ráðherranefnd-
in stóð straum af kostnaði við útgáf-
una.
I bæklingnum kemur fram að
danskar rannsóknir hafa sýnt að þriðj-
ungur veikindafjarvista eigi rót sína
að rekja til aðstæðna á vinnustað. Er
bæklingnum ætlað að benda á ýmis-
legt sem unnt er að gera til að draga
úr fjarvistunum.
Bæklinginn má fá hjá Vinnueftir-
litinu og á heimasíðu þess en slóðin
þangað er www.ver.is
/ bœklingnum um veikindafjarvistir á
Norðurlöndum er að finna margar
myndir, þeirra á meðal þessa teikningu.
Læknablaðið 2004/90 59