Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 73

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 44 Af pirringi og óþægindum Fréttaskeyti framtíðarinnar „Læknum hefur tekist að gera níutíu ára gamla konu ófríska. Vegna hins háa aldurs konunnar er búist við því að barnið fæðist fullorðið um mitt næsta ár.“ Pirringur „Það fara allir svo rosalega í taugarnar á mér,“ sagði kona á miðjum aldri við heimilislækninn sinn og virk- aði bæði spennt og pirruð. „Eg á bókstaflega erfitt með að þola sumt fólk.“ Læknirinn skrifaði út spennulosandi töflur handa konunni og bað hana að koma aftur að viku liðinni til að hægt væri að meta árangurinn. Viku seinna kom konan aftur. „Hefur þú tekið eft- ir einhverjum breytingum á geðslagi þínu?“ spurði læknirinn? „Nei, það hafa ekki orðið neinar breytingar þar á,“ sagði konan, „en hins vegar eru flestir í kringum mig farnir að hegða sér mun betur en áður.“ Óþægileg rannsókn Eldri manni sem þótti nokkuð sérstakur í háttum var vísað til meltingarsérfræðings til rannsóknar vegna blæðingar frá endaþarmi. Maðurinn hafði fyrri sögu um gyllinæð og bar sig illa vegna óþæginda að aftan- verðu. Þegar læknirinn var í miðju kafi að setja stutt speglunarrör upp í endaþarminn spyr maðurinn: „Heyrðu, læknir, hvað kosta annars svona græjur eins og þú ert að nota núna?“ Lækninum þótti spurningin nokkuð sérstök fyrir stað og stund og spurði: „Af hverju ertu að spyrja að því?“ „Nei, mér datt svona í hug ef það er eins sárt að taka tækið út eins og að setja það inn þá er ég nú alveg til í að kaupa allt draslið af þér og skilja það eftir inni.“ Áttatíuogfimm Áttatíuogfimm ára herra kom á stofu til heimilis- læknisins sem hann hafði þekkt í áratugi. Eftir viðtal og skoðun sagði læknirinn: „Guðmundur minn, ef þú hættir að reykja og drekka á ég vona á því að þú getir lifað þangað til þú verður hundrað ára.“ „Kallar þú það að lifa?“ spurði gamli maðurinn. Heilræði fyrir meltinguna Meltingarsérfræðingur hefur fundið óbrigðult ráð handa þeim sem kvarta stöðugt um meltingartruflan- ir án sýnilegrar ástæðu. Hann spyr sjúklinginn hvort hann spili golf. Ef svarið er „já“ ráðleggur hann sjúk- lingnum að hætta. Ef svarið er „nei“ ráðleggur hann sjúklingnum að byrja í golfi. Meiri hreyfing Tveir menn tóku tal saman í biðstofunni hjá læknin- um. Þeir ræddu fyrst um daginn og veginn en ekki leið á löngu þar til talið barst að krankleika þeirra og meðferðarúrræðum. „Eg var vanur að eyða miklum tíma í að horfa á golf í sjónvarpinu, en læknirinn sagði að ég þyrfti meiri hreyfingu, ef ég ætlaði að grenna mig. Ég hef hins vegar ekki lést um eitt gramm.“ „Hvað hefur þú þá verið að gera í staðinn?“ spurði hinn maðurinn. „Ég fór að fylgjast með tennis.“ Bjallan Sjúklingurinn: „Viltu fyrir alla muni lækna mig. Mér finnst ég vera bjalla." Læknirinn: „Gleyptu þessar töflur. Ef þær hjálpa þér ekkert þá HRINGIR þú í mig.“ Matarboð Kona nokkur í kaupstað á landsbyggðinni hélt mikla veislu og veitti vel. í boði voru m.a. kræsingar á borð við hráar ostrur, buff tartar, gufusoðinn krækling og kjúklingasalat. Daginn eftir hitti hún lækninn á staðnum niðri í bæ. „Það var leitt að þú gast ekki komið í veisluna til mín í gærkvöldi,“ sagði konan. „Þú hefur verið svo önnum kafinn undanfarið að það hafði bara gert þér gott að koma.“ „Veislan þín hefur þegar gert mér gott. Ég er búinn að fara í vitjun til fimm gesta þinna frá í gærkvöldi." Kröfur nútímans Heilsugæslulæknir úti á landi var vakinn klukkan þrjú að nóttu. Karlmaður á línunni krafðist þess að fá að vita hvað það kostaði að fá lækninn heim í vitjun. „Tvö þúsund krónur,“ svaraði læknirinn. „En hvað kostar að koma til þín í viðtal á stof- una?“ „Fjórtán hundruð krónur,“ svaraði læknirinn og var ekki skemmt með spurningum mannsins. „Allt í lagi,“ sagði maðurinn, „eigum við þá að segja að við hittumst á stofunni þinni eftir fimmtán mínútur?“ Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@gb.hgst.is Læknablaðið 2004/90 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.