Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2004, Page 85

Læknablaðið - 15.01.2004, Page 85
RAÐSTEFNUR / LAUSAR STÖÐUR Veikindafjarvistir lífsstíll - vinna - viðbrögð Ráðstefna haldin laugardaginn 10. janúar 2004 kl. 9:30-12:00 í Laugum heilsumiðstöð, Laug- ardal, Reykjavík. Dagskrá: 09:30-10:00 Morgunhressing 10:00-12:00 Stress-related exhaustion and depression-epidemiology and treatment strategies Próf. Marie Ásberg & Próf. Áke Nygren, Karolinska Inst., Svíþjóð Þróun örorku á íslandi - hvert stefnir? Dr. med. Sigurður Thorlacius, Tryggingastofnun ríkisins 12:00-13:00 Skoðunarferð um Laugar, nýopnaða heilsumiðstöð í Laugardal Ráðstefnan er ætluð læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Landlæknisembættið, Vinnueftirlitið, Tryggingastofnun ríkis- ins og Lýðheilsustofnun. GlaxoSmithKline GlaxoSmithKline styrkir ráðstefnuna Námsstöður lækna hjá Rannsóknastöð Hjartaverndar Lausar eru til umsóknar tvær tveggja ára námsstöður lækna hjá Hjartavernd. Um er að ræða 50% rannsóknarstöðu og 50% starf við útskriftir þeirra sem koma í rannsóknir til Hjartaverndar. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er veigamesta rannsóknin sem er í gangi núna og er í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Þar er meðal annars gerð viðamikil rannsókn á hjarta og blóðrás, heilastarfsemi, vöðva- og beinheilsu og færni aldraðra með fullkomnustu tækni sem völ er á, þar á meðal erfðatækni. Rannsóknarverkefni eru því fjölmörg og geta tengst mjög mörgum fræðasviðum innan læknisfræði, eftir áhuga umsækjanda, svo sem öldrun- arlækningum, hjartalækningum, innkirtlafræði, erfðafræði, myndgreiningu og fleiri sviðum. Hér er því um frábært framhaldsmenntunartækifæri að ræða og er Hjartavernd í tengslum við margar erlendar rannsóknastofnanir. Stöðurnar eru lausar frá 1. mars 2004, eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartavernd og læknarnir Pálmi V. Jónsson, Gunnar Sigurðsson, og Guðmundur Þorgeirsson á Landspítala. Umsóknum skal skilað til Vil- mundar Guðnasonar, Hjartavernd, á netfangið atvinna@hjarta.is fyrir 1. febrúar næstkomandi. Læknablaðið 2004/90 85

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.