Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 9

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 9
FRÆÐIGREINAR LYFJAOFNÆMI Ofnæmi fyrir beta-lactam lyfjum og greining þess Yfirlitsgrein Davíð Gíslason1 sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmislækningum Sigurður Kristjánsson2 sérfræðingur í barnalækningum og ofnæmis- og ónæmislækningum Sigurveig Þ. Sigurðardóttir3 sérfræðingur í barnalækningum og ofnæmis- og ónæmislækningum Lykilorð: Beta-lactam lyf, ofnœmi, greining. Ágrip Um 8-14% fullorðinna einstaklinga telja sig hafa ofnæmi fyrir lyfjum og í meira en helmingi tilfella er um beta-lactam sýklalyf að ræða. í tveimur þriðju tilfella eiga konur í hlut. Áætla má að um 20.000 íslendinga telji sig hafa ofnæmi fyrir beta- lactam lyfjum. Raunverulegt lyfjaofnæmi er miklu sjaldgæfara eða innan við 10% þeirra sem telja sig vera með beta-lactam ofnæmi. Lyfjaofnæmi getur valdið öllum tegundum ofnæmisviðbragða, allt frá mildum til lífshættulegra einkenna. Beta-lac- tam ofnæmi er greint með klínískri sögu, mælingu á sértækum mótefnum af IgE gerð, með húðpróf- um og þolprófum fyrir viðkomandi lyfi. Tilgangur greinarinnar er að vekja athygli íslenskra lækna á mikilvægi lyfjaofnæmis hjá börnum og fullorðnum með sérstakri áherslu á beta-lactam ofnæmi, greiningu þess og skráningu í sjúkraskýrslur. Gerð er grein fyrir faraldsfræði og einkennum lyfjaofnæmis með sérstöku tilliti til beta-lactam lyfja. Lýst er aðferðum við að greina beta-lactam ofnæmi hér á landi og greiningarferlið sett í flæðirit fyrir börn og fullorðna. Inngangur Kvartanir um lyfjaofnæmi, sérstaklega vegna sýklalyfja, eru meðal algengari vandamála sem upp koma við val á lyfjameðferð. Oft eru gögn um lyfjaofnæmi ófullkomin og er þá erfitt að meta þá áhættu sem tekin er með lyfjagjöfinni. Þetta getur leitt til þess að dýrari lyf og jafnvel verri meðferð- arúrræði verði fyrir valinu. Aukaverkanir lyfja geta verið þannig að undir engum kringumstæðum megi gefa lyfið aftur og þá geta rannsóknir á ofnæminu líka verið hættu- legar. Þegar þetta er haft í huga er auðskilið að vanda þarf vel til greiningar á lyfjaofnæmi. Sá læknir sem kveður upp úrskurð um lyfjaofnæmi þarf því að skrá nákvæmlega í gögn sjúklingsins allt sem viðkemur greiningunni. Sérstaklega á þetta við um beta-lactam lyfin, sem eru algengust allra lyfja sem valda ofnæmi. Tilgangur þessarar greinar er þríþættur: Að vekja læknastéttina til meðvitundar um mikilvægi þess að standa vel að greiningu á lyfjaofnæmi. Að fjalla um algengi, einkenni og orsakir beta-lactam ofnæmis og að gera grein fyrir því hvernig staðið er að rannsóknum og greiningu á því hér á landi. Faraldsfræði Við þekkjum aðeins til tveggja faraldsfræðilegra rannsókna um algengi lyfjaofnæmis hjá full- orðnum einstaklingum og einnar rannsóknar þar sem sjúklingar sem komu í heilsufarseftirlit á heilsugæslustöð voru spurðir um lyfjaofnæmi (1- 3), (tafla I). I Evrópurannsókninni Lungu og heilsa 1990-1992 var hér á landi spurt um lyfjaofnæmi ENGLISH SUMMARY 1Lyflæknisdeild Landspítala, Fossvogi, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 3ónæmisfræðideild, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Davíð Gíslason, lyfjadeild Landspítala Fossvogi 108 Reykjavík. davidg@lardspitali.is Gíslason D, Kristjánsson S, Sigurðardóttir ÞS Beta-lactam allergy with special reference to lceland Allergies to antibiotics are reported by 8-14% of the adult population out of which half is thought to be due to penicillins. Women are two thirds of those. It is estimated that 20.000 lcelanders believe they are allergic to beta- lactam drugs. Less than 10% of suspected penicillin allergy can be proved by allergy testing and challenge tests. The allergy to beta-lactam drugs can be of all types of allergy reactions, leading to clinical symptoms from mild to life threatening. The beta-lactam allergy is diagnosed by a precise history, measuring drug specific IgE, by prick- and intradermal skin tests and challenge tests with the drug in question. The purpose of this article is to draw the attention of lcelandic doctors to the importance of drug allergy with specific emphasis on beta-lactam drugs and the value of accurate recording of symptoms and signs in the patient’s records. We also describe the diagnostic methods used and propose an algorithmic approach to diagnose beta- lactam allergy in lcelandic children and adults. Key words: Beta-lactam drugs, allergy, diagnosis Correspondence: Davíð Gíslason, davidg@landspitali.is LÆKNAblaðið 2007/93 185

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.