Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 10
FRÆÐIGREINAR LYFJAOFNÆMI Tafla I. Taftan sýnir faraldsfrasðilegar rannsóknir ætlaðs lyfjaofnæmis. Höfundur Fjöldi Aöferö Aldur (ár) Algengi lyfja- ofnæmis Hlutfall (%) kvenna meö lyfjaofnæmi Sýklalyf (%) Beta- lactam lyf (%) Skúladóttir H 1997 545 S, Sl, Þ 20-44 14 69 67 Gomes E 2004 2309 S, Sl, Þ 21-83 7,8 67 58 Haddi E et al. 1990 2067 S, P 20-60 14,7 66 45 S: Spurningalisti, Sl: Slembiúrtak, 1 Þverskurðar, P: Hópur sjúklinga á heilsugæslustöð þátttakenda (1). Um var að ræða 545 einstaklinga af Reykjavíkursvæðinu á aldrinum 20-44 ára. Fjórtán prósent töldu að þeir hefðu lyfjaofnæmi; þar af voru 69% konur. I nýlegri rannsókn frá Portúgal töldu 7,8% af 2309 einstaklingum á aldrinum 21-83 ára að þeir hefðu lyfjaofnæmi (2). Af þeim voru 67% konur. Á heilsugæslustöð í Frakklandi gáfu 14,7% af 2067 aðspurðra sjúklinga á aldrinum 20-60 ára trúverðuga sögu um lyfjaofnæmi, þar af voru 66% konur (3). I frönsku könnuninni nefndu 45% sýklalyf sem orsök lyfjaofnæmis, 67% í þeirri íslensku og 58% nefndu beta-lactam lyf í þeirri portúgölsku. í þessum þremur könnunum var ekki reynt að staðfesta lyfjaofnæmið. Rannsóknir á lyfjaofnæmi hjá afmörkuðum sjúklingahópum eru hins vegar algengari. Sem dæmi um slíkar rannsóknir má nefna að á skurð- deild í Barcelona töldu 13% sjúklinganna að þeir væru með lyfjaofnæmi og nefndu 55% sýklalyf sem orsök (4). Á skurðdeild í Halifax töldu 28% að þeir hefðu lyfjaofnæmi, þar af 60% konur, og voru sýklalyf talin orsök í 50% tilfella (5). Algengi ofnæmis fyrir sýklalyfjum hjá börnum er óþekkt (6). Á barnaspítala í Singapore voru 2,6% af 8437 börnum skráð með lyfjaviðbrögð (adverse drug reaction) í rafrænni skráningu spítalans á fimm mánaða tímabili 2002, og voru beta-lactam lyf talin orsök í 45% tilfella (7). í metaanalýsu sem náði til níu rannsókna á börnum inniliggjandi á spítala voru lyfjaviðbrögð skráð hjá 9,5% barnanna (4,4-16,8%) og hjá 1,5% barna utan spítala í þremur rannsóknum (8). Af þeim dæmum sem við höfum nefnt hér má draga þær ályktanir að um 8-14% fullorðinna telji sig hafa lyfjaofnæmi og að sýklalyfjum sé kennt um í helmingi tilfella eða meira. Ætlað lyfjaofnæmi er þó heldur algengara meðal inniliggjandi sjúklinga (4, 5). Ef niðurstöður úr Evrópurannsókninni Lungu og heilsa eru framreiknaðar fyrir allt land- ið má áætla að 20.000 fullorðnir íslendingar telji sig hafa ofnæmi fyrir sýklalyfjum, þar sem beta- lactam lyf eru í miklum meirihluta (1). Húðpróf fyrir penisillíni eru oftar jákvæð hjá þeim sem fengið hafa alvarleg bráðaofnæmisvið- brögð (9). Þolpróf eru sjaldan gerð ef húðpróf eru jákvæð, en ef húðpróf eru neikvæð er venja að gera þolpróf. í stórri bandarískri rannsókn voru skoðaðir 726 einstaklingar sem töldu sig með beta- lactam ofnæmi. Af þeim voru 167 (23%) jákvæðir á húðprófi (10). Níu þeirra gengust undir þolpróf og voru aðeins tvö jákvæð. Af 566 með neikvæð húðpróf voru 7 (1,2%) jákvæðir á þolprófi. Viðmiðunarhópur 568 einstaklinga með neikvæða sögu og neikvæð húðpróf voru allir neikvæðir á þolprófi (10). í rannsókn á ungu fólki sem kom á göngudeild fyrir kynsjúkdóma í Baltimore höfðu 776 (15%) sögu um penisillín ofnæmi. Af þeim voru 7,1% jákvæðir á húðprófi fyrir penisillíni. Af þeim sem voru neikvæðir á húðprófi voru 2,9% jákvæðir á þolprófi fyrir penisillíni (11). Við rannsókn á 72 bömum sem talin vom vera með penisillínofnæmi reyndust þrjú vera jákvæð á húðprófi (12). Börnin sem vom neikvæð fengu penisillín og ekkert þeirra sýndi ofnæmisviðbrögð (12). í þessum rannsóknum er næmi húðprófanna gott en sértækni þeirra miklu lakari og innan við 10% þeirra sem töldu sig hafa penisillínofnæmi voru með það í raun og veru. Áhættuþættir Lítið er vitað um áhættuþætti sem stýra ofnæm- isviðbrögðum fyrir lyfjum og má gera ráð fyrir að lyfjaofnæmi ráðist bæði af erfðum og ytri aðstæðum. Talið er að máli skipti hversu oft og hvernig lyf eru gefin. Penisillín gefið í æð veldur til dæmis oftar bráðaofnæmi en sé það gefið í töfluformi (13). I einni rannsókn höfðu sjúkling- ar með lyfjaofnæmi níu sinnum oftar ættarsögu um lyfjaofnæmi en samanburðarhópur (14), og í rannsókn sem tók til bama vom fimmtán sinnum fleiri börn talin með sýklalyfjaofnæmi ef foreldr- amir höfðu slíkt ofnæmi (15). Þessar rannsóknir byggðu þó eingöngu á óstaðfestri sögu. í frönsku rannsókninni sem getið var í upphafi var annað ofnæmi, rannsakað með Phadiatop®, ekki algeng- ara hjá fólki sem taldi sig með lyfjaofnæmi þótt sá hópur hefði oftar sögu um astma og barnaexem en þeir sem ekki gáfu sögu um lyfjaofnæmi (3). Hér á landi voru hins vegar marktækt fleiri af þeim sem töldu sig með lyfjaofnæmi með jákvæð húð- próf fyrir loftbomum ofnæmisvökum (29% á móti 18%) og með sögu um ofnæmi í nefi, exem, ofsa- kláða og einkenni tengd ákveðinni fæðu (1). Konur eru um tveir af hverjum þremur sem telja sig hafa lyfjaofnæmi (1-3). Enn er óljóst hvort aðrir ofnæmissjúkdómar eru algengari hjá þeim sem eru með beta-lactam ofnæmi. Einstaklingar geta fengið ofnæmiseinkenni fyrir mörgum lyfjum sem em alls óskyld efnafræðilega og án þessa að um krossnæmi sé að ræða milli lyfjanna. Þetta á einkum við um sýklalyf (16). Það 186 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.