Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 11

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 11
FRÆÐIGREINAR LYFJAOFNÆMI er vel þekkt að veirusjúkdómar valda oft útbrot- um og ýta undir einkenni um lyfjaofnæmi. Um 13% sjúklinga með einkimingasótt fá mislingalík útbrot, en taki þeir fenoxymethýlpenisillín eða tetracýklin í þessum veikindum hækkar hlutfallið í 14- 23% og samfara töku á ampicillíni eða amox- icillíni koma útbrot hjá allt að 69% fullorðinna og 100% barna (17). Formgerð beta-lactam lyfja Beta-lactam lyfin eru líkt og mörg örtnur lyf of smáar sameindir til að vekja ein og sér mótefna- svar. Hins vegar bindast þau prótínsameindum í líkamanum og mynda þannig nægjanlega stórar sameindir til að örva ónæmiskerfið og mynda ofnæmi. Ofnæmissvarið getur verið vessabund- ið og myndað sértæk mótefni, frumumiðlað og myndað sértækar T-frumur eða hvort tveggja. Ofnæmið getur því verið af öllum flokkum ofnæmisviðbragða samkvæmt flokkun Gell og Coombs (18). Sameiginlegt fyrir öll beta-lactam lyfin er beta-lactam hringurinn, fjórhymdur og samsettur af þremur kolefnisatómum og einu köfnunarefnisatómi. Penisillín hafa einnig svo- nefndan thiazolidín hring og saman mynda þessir tveir hringir kjarna sem nefnist 6-aminopenisill- ínsým kjami (6-APS). Önnur beta-lactam lyf hafa annars konar hringi í sinum kjama í stað thiazolid- ín hringsins. Kjarninn tengist svo mismunandi hliðarkeðjum sem gefur efnasambandinu ákveðna eiginleika og myndar þannig mismimandi teg- undir beta-lactam lyfja (mynd 1) (19). Beta-lactam flokkamir em, auk penisillíns, cephalosporín, carbapenem, monobactam og carbacephem. Við efnahvörf opnast beta-lactam hringurinn, tengist prótínsameindum og myndar penicilloýl sameind. Um 95% þess penisillíns sem bundið er í vefjunum er í þessu formi og kallast því major antigenic de- terminant. Hliðarkeðjur beta-lactam lyfjanna geta einnig bundist prótínum og myndað sameindir sem heita penicilloate, og fleiri sameindir, sem í sameiningu kallast minor antigenic determinats. Þar sem þessar sameindir eru sameiginlegar fyrir beta-lactam lyfin getur verið um krossofnæmi að ræða milli þessara lyfja. Vísbendingar eru um að önnur beta-lactam lyf en penisillín myndi fyrst og fremst ofnæmi fyrir hliðarkeðjunum (20). Hugtökin major og minor vísa hér eingöngu til magns þess penisillíns sem er prótínbundið en ekki til mikilvægis þeirra sem ofnæmisvalda. Krossnæmi milli penisillíns og cephalosporíns var talið 10-20% fyrir fyrstu kynslóðir cephalo- sporín lyfja, en hefur farið minnkandi og er nú talið um 2% fyrir yngri cephalosporín lyfin (21). Sjúklingar með jákvæð ofnæmispróf fyrir cephalo- Protein Major antigenic determinant Minor antigenic determinant H 'V__ 0 0 COOH Cephalósporín sporín-lyfjum en neikvætt próf fyrir penisillíni mega fá penisillín. Þetta er vegna þess að ofnæm- isviðbrögðin eru fyrir hliðarkeðjunni en ekki lactam hlutanum (22). Mynd 1. Penicillín- og cephalósporín sameindir og tengingar við prótín, sem mynda mismunandi mót- efnavaka. Einkenni við beta-iactam ofnæmi og skráning þeirra Einkenni við beta-lactam ofnæmi eru afar marg- breytileg og frá mörgum líffærakerfum, þó eru einkenni frá húð algengust. Ef meta skal þýðingu þessara einkenna og hvemig haga beri rannsókn- um og meðferð er nauðsynlegt að hafa nákvæma vitneskju um allt sem viðkemur lyfjagjöfinni. Þetta er þeim mun mikilvægara að oft líður langur tfmi frá því atvikið á sér stað þangað til sjúkling- urinn kemur til rannsóknar. Skrá þarf lyfið, sem í hlut á, ábendingu fyrir því, hvenær fyrsti og síðasti skammtar voru teknir. Einnig þarf að skrá meðferðina við ofnæmisviðbrögðunum og árang- urinn hennar. Mikilvægast er þó að skrá einkennin nákvæmlega og þegar útbrot koma við sögu að taka mynd af þeim ef kostur er. Áður var minnst á útbrot þegar saman fer sýking með Ebstein- Barr veiru og gjöf penisillíns (17). Við mislingalík útbrot er rétt að hafa þetta í huga og endurskoða ábendingar fyrir lyfjagjöfinni. Ef útbrotin eru mislingalík án kláða er ekki þörf á að hætta sýkla- lyfjagjöfinni ef ábendingin er rétt. Komi einkenni innan klukkustundar frá fyrsta lyfjaskammti er mjög líklegt að um bráðaofnæmi sé að ræða, einkanlega þegar einkennin eru dreifður ofsa- kláði eða ofsabjúgur (23). Bráðalost sem einkenn- ist af ofsakláða og ofsabjúg, kláða í lófum og LÆKNAblaöið 2008/94 1 87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.