Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 20

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 20
F R Æ Ð I G R E I ÖRYRKJAR N A R Konur á Vesturlandi, Vestfjöröum, Norðurlandi eystra og Austurlandi Karlar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Noröurlandi eystra og Austurlandi —■—Atvinnulausir —«— Nýskráöir öryrkjar Atvinnulausir Nýskráðir öryrkjar Konur á Suðurnesjum, Noröurlandi vestra og Suðurlandi Karlar á Suðurnesjum, Norðurlandi vestra og Suðurlandi —■— Atvlnnulausir —♦— Nýskráöir öryrkjar “* Atvinnulausir • Nýskráöir öryrkjar Mynd 3: Tengsl fjölda ný- skráðra öryrkja* og fjölda atvinnulausra á mismun- andi svæðum á landsbyggð- inni frá 1992 til 2006. * Bæði örorkustigin (örorkulífeyrir og örorkustyrkur) samanlögð við einhverjar hamlanir fyrir og leiði frekar til atvinnuleysis í þeirra hópi. Aðgengi slíkra ein- staklinga að nýjum störfum er sömuleiðis þrengra þegar atvinnuleysisstigið er hærra. Auknar kröf- ur og harðari samkeppni á virtnumarkaði geta almennt haft svipuð áhrif, sem frekar þrengja að fólki sem stendur höllum fæti á vinnumarkaðin- um, vegna veikinda eða hamlana (2, 4,13-17). Þá er sá möguleiki fyrir hendi að einstakling- ar sem lenda í atvinnuleysi bíði heilsufarslegan skaða af, sem svo leiði þá inn í örorkulífeyriskerfið (2, 15-19). Atvinnuleysi getur meðal annars leitt til heilsubrests með því að stuðla að óhollum lífs- háttum, með aukinni neyslu áfengis, tóbaks og fitu og hreyfingarleysi. Atvinnuleysi getur valdið kvíða og þunglyndi og það, ásamt lakari fjárhag af þess völdum, getur orðið til þess að draga úr að fólk nýti sér heilbrigðisþjónustu. Atvinnuleysi getur einnig skaðað félagslegt stuðningsnet fólks með því að rjúfa tengsl við starfsfélaga og sundra fjölskyldum (16,17). Atvinnuleysi eykur efnahags- legan ójöfnuð í þjóðfélaginu og margt bendir til þess að heilsuleysi og dánartíðni aukist með aukn- um ójöfnuði (20). Hér eru sálfélagslegar ástæður líklega engu síður mikilvægar en efnislegar og félagslegar aðstæður (21, 22). Það skiptir einnig máli í þessu sambandi hvaða aðrir valkostir eru í framfærslu innan vel- ferðarkerfisins, svo sem á atvinnuleysisbótum, snemmteknum ellilífeyri eða fjárhagsaðstoð sveit- arfélaga. Vísbendingar eru um að hvatar hafi verið í velferðarkerfinu á síðasta áratug sem hafi beint fólki frekar að örorkulífeyriskerfinu en öðrum framfærsluvalkostum, með því að tekjuöflunar- möguleikar hafa verið betri í örorkulífeyriskerfinu en í þeim öðrum þáttum velferðarkerfisins sem til greina hafa komið (23, 24). A heildina litið voru tvær stórar sveiflur með auknum fjölda nýrra öryrkja á rannsóknartíma- bilinu og báðar tengjast umtalsverðri aukningu atvinnuleysis. Tengslin eru þó ekki alveg bein og milliliðalaus. I fyrri grein höfrmda var Pearson fylgni milli atvinnuleysis og nýskráningar ör- yrkja 0,73 fyrir karla og 0,58 fyrir konur (4). Þegar sama fylgni er reiknuð nú fyrir allt tímabilið til 2006 minnkar hún umtalsvert eða í 0,36 fyrir karla og 0,12 fyrir konur. Meginástæður fyrir því eru að á seinni sveiflunni, frá um 2000, breyt- ist sambandið og árstöf verður meira afgerandi í aukningu nýskráningar öryrkja, auk þess sem stig nýgengisins er hærra en var áður, miðað við stig atvinnuleysis. Þetta rýrir fylgnina fyrir heild- artímabilið. Eins og sjá má af mynd 1 er þó ljóst að tengsl eru áfram umtalsverð milli þessara breyta. 1 96 LÆKNAblaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.