Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 21

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 21
FRÆÐIGREINAR ÖRYRKJAR Það sýnir sig enda þegar fylgni er reiknuð fyrir hvora sveifluna fyrir sig. Þá er fylgni á tímabilinu 1992 til 1999 0,72 fyrir karla og 0,80 fyrir konur. Á seinna tímabilinu, 2000 til 2006, er fylgni milli atvinnuleysis og nýgengis örorkulífeyrisþega 0,52 fyrir karla og 0,55 fyrir konur. Tengslin eru sem sagt veikari á seinni sveiflunni en þó umtalsverð. Fylgnin er mjög viðkvæm fyrir því hvaða tímabil er tekið. Hins vegar er þokkaleg fylgni milli hlut- fallsbreytinga á atvinnuleysi og fjölda nýskráðra öryrkja á tímabilinu öllu, eða 0,43 fyrir karla og 0,60 fyrir konur. Það undirstrikar að sveiflurnar eru lykilatriði, þó stigin sem hvor breytanna nær, sem og fasinn sem þær fylgja, taki nokkrum breyt- ingum á tímabilinu. Það sem þarf að skýra í sambandinu eru í fyrsta lagi hin almennu tengsl sem fram koma. Þau má skýra með tilvísun í takmarkaðri tækifæri fólks með hamlanir hvers konar samhliða auknu atvinnuleysi og jafnvel að meiri líkur geti verið á starfsmissi hjá slíku fólki þegar þrengir að á virtnumarkaði. Rétt er þó að hafa í huga við túlkun á því sambandi sem gögnin sýna að hér er um að ræða aðskilin gagnasett, en ekki sömu einstaklinga sem eru ýmist atvinnulausir eða á örorku. Það er aðferðafræðilegur annmarki á svona fylgnirannsóknum sem gerir að verkum að varlega verður að fara í að túlka fylgni eða tengsl breyta sem orsakasamband. í öðru lagi þarf að skýra hvers vegna sambandið er sterkara í uppsveiflunni í atvinnuleysinu en niðursveiflunni, sem og hvers vegna algeng- ara varð á seinni hluta tímabilsins að um árs töf yrði á aukningu nýskráningar öryrkja í kjölfar aukins atvinnuleysis. I þessu sambandi þarf að huga að mikilvægi þess að nýr örorkumatsstað- all var tekinn í notkun seinni hluta árs 1999 (10, 11). Frá og með árinu 2000 er hærra örorkustig- inu nær eingöngu úthlutað á grundvelli hans. Fjöldi nýskráðra öryrkja jókst þó ekki að marki fyrr en frá og með árinu 2003 hjá báðum kynjum. Ekki var þannig um beina aukningu á nýskrán- ingum öryrkja að ræða fyrstu þrjú árin sem nýi örorkumatsstaðallinn var notaður. Hins vegar má spyrja hvort nýi staðallinn hafi orðið til þess að aftra því að nýskráning öryrkja færi neðar en varð samhliða minnkun atvinnuleysis á tímabilinu 1998 til 2002. Nýskráning öryrkja á þeim tíma virðist þó ekki vera markvert minni en var fyrir upphaflega aukningu atvinnuleysis frá 1992. Ekki er hægt að útiloka með öllu einhver slík áhrif nýja örorkumatsstaðalsins í þessa veru, en þau virðast varla geta verið mikil. Á hinn bóginn má spyrja hvort nýi örorkumats- staðallinn gæti hafa átt þátt í því að gera mögulega meiri aukningu á fjölda nýrra öryrkja samhliða auknu atvinnuleysi, eins og varð frá og með 2002. Nýskráning öryrkja fór þá í hærri hæðir en almennt hafði verið í fyrri atvinnuleysissveifl- unni. Þetta er ekki hægt að útiloka. En sömuleiðis gæti nýi staðallinn átt þátt í því að um árs töf varð algengari í nýskráningum öryrkja í kjölfar aukins atvinnuleysis. Ef nýi örorkumatsstaðallinn gerði meiri aukningu á fjölda nýrra öryrkja mögulega, þá gæti einnig verið að hann hafi tengst því að lengri tíma hafi tekið fyrir fólk með hamlanir að fá rétt til örorkubóta. Enn annar þáttur gæti hér skipt máli. Þegar sjúkdómsgreiningar nýrra öryrkja á tímabilinu 2002 til 2006 eru kannaðar kemur í ljós að þar er um að ræða verulega aukinn hlut fólks með geð- ræna kvilla og andlegar hamlanir miðað við það sem áður hafði verið (25). Spurning er þá hvort nýi örorkumatsstaðallinn hafi gert það auðveldara fyrir fólk í slíkum aðstæðum að fá örorkumat eða á hirm bóginn hvort auknar kröfur og samkeppni á vinnumarkaði hafi sérstaklega þrengt að fólki í þessum hópi, umfram það sem áður hafi verið. Reynslan af fjölgun öryrkja á Vesturlöndum eftir 1980 var almennt sú að fólk með geðræna kvilla var vaxandi hluti hinna nýskráðu öryrkja (24, 26). Var það gjaman tengt viðhorfsbreytingum, aukn- um skilningi á eðli þessara sjúkdóma, bættum meðferðarúrræðum og réttindabaráttu aðstand- enda og frjálsra félagasamtaka. Slíkra áhrifa hefur gætt á Islandi á tímabilinu frá aldamótunum síð- ustu. Líklegast er að allir ofangreindir þættir hafi gegnt einhverju hlutverki í þeirri framvindu á nýskráningu öryrkja sem varð á íslandi á síðustu 10 til 15 árum. Þar er um að ræða samspil nokk- urra skýringarþátta frekar en að einhver einn skýri allt í þróuninni. Aukið atvinnuleysi virðist hafa nokkur áhrif á heildarfjölda öryrkja, með því að auka líkur á að fleiri leiti inn í örorkulífeyriskerfið, bæði vegna þrengri kosta á vinnumarkaði fyrir fólk sem býr við einhverjar líkamlegar eða andleg- ar hamlanir og vegna neikvæðra sjálfstæðra áhrifa atvinnuleysis á heilsufar. Það svæðisbundna frávik frá almenna sam- bandinu sem fannst á landinu öllu og kom fram í minni fækkun öryrkja samhliða minnkandi atvinnuleysi 2004-2006 gæti skýrst af ólíkum starfsháttum starfsfólks í heilbrigðisþjónustu og stjómsýslu á viðkomandi stöðum. Ekki virðast augljós bein tengsl þessa fráviks, sem þó er ekki mikið, við mismunandi búferlaflutningareynslu eða aðra augljósa lýðfræðilega þætti. Það samspil atvinnuleysis og heilsufars sem hér hefur verið lýst kallar á umbætur í íslenska velferðarkerfinu, með samþættingu heilsugæslu, starfsendurhæfingar og vinnumarkaðsúrræða, LÆKNAblaðið 2008/94 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.