Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 23

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 23
FRÆÐIGREINAR KRANSÆÐAR Inga Rós Valgeirsdóttir1 Læknanemi Sigurdís Haraldsdóttir1’2 Deildarlæknir Greiningarhæfni 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni til samanburðar við hefðbundna kransæðaþræðingu Sigurpáll S. Scheving2 Sérfræðingur í lyflækningum, hjarta- og æðasjúkdómum Jónína Guðjónsdóttir3 Geislafræðingur Axel F. Sigurðsson2 Sérfræðingur í lyflækningum, hjarta- og æðasjúkdómum Þórarinn Guðnason2 Sérfræðingur í lyflækningum, hjarta- og æðasjúkdómum Kristján Eyjólfsson2 Sérfræðlngur í lyflækningum, hjarta- og æðasjúkdómum Ágrip Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta greiningarhæfni (næmi, sértæki, jákvætt for- spárgildi, neikvætt forspárgildi og nákvæmni) 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni (TS-tækni) á krans- æðasjúkdómi með hjartaþræðingu sem viðmið. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn sam- anstóð af 69 sjúklingum sem tóku þátt í rann- sókn á endurþrengslum í stoðnetum kransæða. Framkvæmd var TS af kransæðum til að meta æðaþrengsli. Nokkrum dögum síðar voru þátt- takendur hjartaþræddir. Kransæðatrénu var skipt upp í 15 hluta. Æðaþrengsli voru metin í öllum hlutum æðatrésins með báðum aðferðunum. Greiningarhæfni 64 sneiða TS-tækni var metin og kransæðaþræðing höfð sem viðmið. Niðurstöður: I rannsókninni voru 13 (19%) konur og 56 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 63 (SD 10) ár, háþrýsting höfðu 67%, háar blóðfitur 54%, sykursýki 12% og ættarsaga um kransæðasjúk- dóm var til staðar í 71% tilvika. Reykingamenn voru 22% og fyrrum reykingamenn 48%. Samtals 663 æðahlutar voru rannsakaðir. Af þeim voru 221 (33,4%) útilokaðir; 103 vegna stoðneta, 48 vegna truflana af völdum kalks, 41 vegna hreyfitrufl- ana og 29 þar sem æðin var minni en 1,5 mm í þvermál. Meðaltími milli TS og hjartaþræðingar voru 6,3 (SD 12,1) dagar. Næmi 64 sneiða TS til greiningar marktækra þrengsla (>50% þrengsli samkvæmt hjartaþræðingu) var 20%, sértæki 94%, jákvætt forspárgildi 16%, neikvætt forspárgildi 95% og nákvæmni 89%. Ályktun: Hátt neikvætt forspárgildi og hátt sér- tæki gefur til kynna að TS-rannsókn sé gagnleg til að útiloka kransæðasjúkdóm. Lágt næmi og lágt jákvætt forspárgildi benda til að aðferðin sé ekki góð til að meta hvort kransæðaþrengsli séu 50% eða meiri við hjartaþræðingu. Inngangur Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánaror- sök á Vesturlöndum (1-3). Á síðustu árum hefur verið lögð aukin áhersla á að greina og meðhöndla kransæðasjúkdóma á frumstigi og reyna þannig Birna Jónsdóttir3 Sérfræðingur í læknisfræðilegri myndgreiningu Karl Andersen12 Sérfræðingur í lyflækningum, hjarta- og æðasjúkdómum Lykilorö: kransæðasjúkdómur, tölvusneiðmynd af kransæðum, hjartaþræðing. ^■■■■■■■■■■iENGLISH SUMMARYHBaanaaa^H Valgeirsdóttir IR, Haraldsdóttir S, Scheving SS, Guðjónsdóttir J, Sigurðsson AF, Guðnason Þ, Eyjólfsson K, Jónsdóttir B, Andersen K Diagnostic Accuracy of 64-Slice Computed Tomography Compared with Coronary Angiography Objective: The aim of this study was to evaluate the diagnostic accuracy (sensitivity, specificity, positive predictive value (PPV) and negative predictive value (NPV)) of 64-slice multidetector computed tomography (MDCT) compared with quantitative coronary angiography (QCA) for detection of coronary artery disease (CAD). Material and methods: Sixty-nine patients participating in a study of coronary in-stent restenosis were investigated. After a 64-slice MDCT scan patients were evaluated by QCA. The coronary arteries were divided into 15 segments and stenosis was graded for each segment by both methods. The diagnostic accuracy of 64-slice MDCT was evaluated using the QCA as the gold standard. Results: Among the 69 patients included in the study 13 (19%) were female and 56 male. The mean age was 63 (SD 10) years. The following risk factors were present: high blood pressure 67%, elevated blood cholesterol 54%, diabetes 12% and family history of CAD 71 %. Current smokers were 22% and previous smokers were 48%. Altogether 663 segments were examined. Of those 221 (33%) segments were excluded; 103 because of stents, 48 because of heavy calcification, 41 because of motion artifacts and 29 because the segments were less than 1.5 mm in diameter. The mean time between MDCT and QCA was 6.3 (SD 12.1) days. The sensitivity of 64-slice MDCT for diagnosing significant stenosis (> 50% according to QCA) was 20%, the specificity was 94%, PPV was 16%, NPV was 95% and the accuracy was 89%. Conclusion: High NPV and specificity indicates that MDCT is useful for accurately excluding significant CAD but the low sensitivity and low PPV indicate that the method is not accurate in diagnosing coronary artery stenosis of 50% or more according to QCA. Key words: coronary artery disease, multidetector computed tomography, cardiac catheterisation. Correspondence: Karl Andersen, andersen<Blandspitali.is LÆKNAblaðið 2008/94 199

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.