Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 37

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 37
FRÆÐIGREINAR T I L F E L L I Tilfelli mánaðarins Takttruflun með gleiðum QRS samstæðum Barbara J. Holzknecht deildarlæknir Davíð O. Arnar sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum Fimmtíu og fjögurra ára gamall karlmaður leitaði á heilsugæslustöð á Suðurlandi vegna brjóstverks. Verkurinn hafði komið skyndilega og var á bak við bringubein með leiðni út í vinstri handlegg. Verkurinn var í upphafi slæmur en skánaði síðan. Maðurinn fann fyrir vægri ógleði samfara verkn- um. Hann hafði aldrei áður fundið fyrir svipuðum einkennum og fyrir utan sögu um reykingar var fyrri saga ómarkverð. Við skoðun á heilsugæslustöðinni, tæplega tveimum klukkustundum frá upphafi einkenna, var hann nýorðinn verkjalaus og mældist blóð- þrýstingur 163/84 og púls 94. Hlustun á hjarta- og lungum var eðlileg sem og önnur líkamsskoðun. Fyrsta hjartalínurit sýndi sínustakt með tíðum aukaslögum frá sleglum. Annað rit var tekið mínútu síðar (mynd 1) en sjúklingurinn var þá verkjalaus, með góða meðvitund og lífsmörk héld- ust eðlileg. Svar á bls. 216 Holzknecht BJ, Arnar DO Wide complex tachycardia Bráðamóttöku og lyflækningasviði I, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. barbarah@landspitali. is LÆKNAblaðið 2008/94 213

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.