Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 40

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 40
FRÆÐIGREINAR SVAR V I Ð TILFELLI Svar við tilfelli mánaðarins Mynd 2. liijtiiHTlaaHiaiiíiBHiiliB wssPnti Á hjartalínuritinu sést reglulegur taktur með gleið- um QRS samstæðum og hraða tæplega 100 slög á mínútu. Öxullinn er um -90° og það sést hægra greinrófsmynstur. Sjá má útslög sem samrýmast útliti p bylgja (sjá örvar á mynd 2) fyrir framan QRS samstæður tvö til sex sem færast nær og nær QRS samstæðunni með hverju slagi. Tíðni þeirra er því aðeins lægri en tíðni QRS samstæða og ekki eru tengsl milli gátta- og sleglatakts. I sjöundu QRS samstæðunni sést samrunaslag (F-fusion beat). Hjartalínuritið samrýmist vel sleglataktt- ruflun sem kallast accelerated idioventricular rhythm (AIVR). Þessi taktur getur verið merki um endurflæði blóðs eftir lokun á kransæð (1), til dæmis þegar kransæð opnast sjálfkrafa eftir bráða lokun, og geta klínísku einkennin í þessu tilfelli komið heim og saman við það. Sjúklingurinn var því fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur og var alveg einkennalaus á leiðinni. Hjartalínurit við komu á Landspítalann um klukkustund síðar sýndi eðlilegan sínustakt, 89 slög á mínútu og engar marktækar ST-breytingar. Blóðprufur sýndu væga hækkun á trópónin T (0,13 pg/1) og blóðsýkur var verulega hækkaður (15,5 mmol/1). Bæði röntgenmynd af lungum og óm- skoðun af hjarta á bráðamóttöku voru eðlilegar. Grunur var um lokun og síðan sjálfkrafa opnun á kransæð. Sjúklingurinn var lagður inn á hjartadeild og gefið magnýl, enoxaparín og klópidógrel til blóðþynningar. Auk þess var hann settur á beta- blokka, statín lyf og insúlíndreypi. Hann fór í kransæðamyndatöku daginn eftir sem sýndi einungis veggbreytingar í kransæðum en hvergi merki um lokun eða marktækar þreng- ingar. Ekki þurfti því að víkka kransæð. Endur- tekin hjartaómskoðun sýndi áfram eðlilegan samdrátt vinstri slegils og var útstreymisbrot metið um 60%. Hann fékk einungis væga hækkun á hjartaensímum með hámarks trópónin T 0,69 pg/1 og CK-MB 18 pg/1 sem endurspegla fremur takmarkað hjartadrep. Jafnframt var hafin meðferð við háþrýstingi og sykursýki. Takttruflanir í sleglum eru algengar og geta verið alvarlegar afleiðingar bráðs hjartadreps. Takttruflanir í tengslum við brátt hjartadrep eru flokkaðar í bráðar (á fyrstu 60 mínútum eftir lokun kransæðar), síðkomnar (klukkustundir til dagar eftir lokun æðar) og endurflæðis-takttruflanir (reperfusion arrhytmias). Endurflæðistakttruflanir geta verið ýmist á formi aukaslaga eða fyrrgreinds sleglatakts accelerated idioventriculer rhythm (AIVR). Sjaldgæft er, en þó ekki með öllu óþekkt, að sleglahraðtaktur og jafnvel sleglatif geti sést við endurflæði í kransæð (2, 3). AIVR er oftast skilgreindur sem sleglataktur með tíðni 60 til 110 slög á mínútu og sést þessi 216 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.