Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 44

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 44
U M R Æ Ð U R F í H 3 0 Á R A O G F R É T T I R Félag íslenskra heimilislækna 30 ára Veita allt að 50 milljónum til rannsókna í heimilislækningum Hávar Sigurjónsson Ólafur Stefánsson, Alma Eir Svavarsdóttir og Katrín Fjeldsted. „Ég er reglulega stolt af Félagi íslenskra heimilis- lækna sem hefur alla tíð haft mjög sterka faglega sýn og leitast við að auka gæði þjónustunnar og stuðla að farsælli uppbyggingu heimilislækn- inga á íslandi. Félag er fólk og við eigum innan okkar raða fjölda frábærra einstaklinga sem hafa verið tilbúnir að gefa af sér og vinna í sjálfboða- vinnu að margs konar faglegum málum og eiga miklar þakkir skildar fyrir það/' segir Elínborg Bárðardóttir formaður Félags íslenskra heim- ilislækna en félagið fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári. Af þessu tilefni var haldið veglegt teiti í húsakynnum Læknafélags íslands laugardaginn 2. febrúar. „Félag íslenskra heimilislækna var stofnað 1978 og hefur í gegnum tíðina gegnt lykilhlutverki fyrir heimilislækningar á íslandi, verið framsækið í kennslumálum og stutt dyggilega við gæðastarf og rannsóknir heimilislækna. Félagið hefur á þessum tímamótum endurútgefið endurskoðaða marklýsingu um sérnám í heimilislækningum og sú bók kemur nú út ásamt Staðli fyrir starfsemi og starfsaðstöðu heimilislækna en hann var nýlega endurskoðaður og Hugmyndafræði heimilislækn- inga - Tilraun eftir Ólaf Mixa. Sú bók kom þannig til að Ólafur Mixa átti að skrifa kafla í marklýs- inguna um hugmyndafræði heimilislækninga en kom til baka með heila bók og það var bara ákveðið að gefa hana út sem þriðja ritið," segir Elínborg. Dagsetning afmælishófsins var ekki valin 220 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.