Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 48
U M R Æ Ð U R F í H 3 0 Á R A O G F R É T T I R kl. 8-9 Tilfellafundir: Læknir í sérnámi kennir kandídat kl. 8-9 Teymisfundur Starfsmannafundur kl. 8-9 Nótnafundir. Tilfella- fundir (sérfr. með lækni í sérnámi) eða Kennslufundir kl. 8-9 Pappírsvinna Kl. 8-9 Pappírsvinna 9-12 Sjúklingamóttaka 9-12 Sjúklingamóttaka 9-12 Sjúklingamóttaka 9-12 Sjúklingamóttaka 9-12 Sjúklingamóttaka 12.30-16 Hópkennsla Kjarnafyrirlestrar Balint 13-16 Sjúklingamóttaka 13-16 Sjúklingamóttaka 13-16 Sjálfsnám/Board spurn- ingar/rannsóknir 12-12.30 Fræðslufundir 16-18 Vakt 18-20 Klára vakt/frágangur Myndbandsgátun xl í mánuði í hálfan dag. 13-16 Sjúklingamóttaka Hér má sjá dæmigerða stundaskrá sérnámslæknis í heimilislækningum í heilsugæsluhluta námsins. Blái liturinn er sjúklingamótttaka. Svarti liturinn erformleg kennsla. Rauði liturinn er vakt. Græni liturinn er teymisfundir eða starfsmannafundir. Fjólublái iiturinn er rannsóknarvinna eða sjálfsnám. mótað námið með tilliti til þess. Að erlendri fyr- irmynd hefur Gunnar Helgi Guðmundsson, yfir- læknir í Efstaleiti, hannað matsblöð til að meta á margvíslegan hátt hvar sérnámslæknirinn stendur til að auðvelda þessa matsvinnu okkar því eins og Soren Kierkegaard (1813-1855) sagði: „We should know where we are to know where to go."" Tengsl við erlenda háskóla Alma segir það of mikið mál að útlista alla þætti kennslunnar en til að gefa hugmynd um umfangið þá útskýrir hún hvað felst í hópakennslunni. „Það er stærsti guli reiturinn í stundaskránni eða frá hádegi á mánudögum. Þessum hálfa degi er skipt niður í þrennt: Fyrst er farið yfir spurningar til að æfa sig fyrir ameríska sérfræðiprófið, svo er farið yfir kjamaefni en allir sérnámslæknar fara yfir þetta meginefni heim- ilislækninga á þremur árum. Að lokum er Balint fundur sem Katrín Fjeldsted stjómar. Hún hefur sérhæft sig í að leiða slíka hópa. Þar er farið yfir til- felli sem á einhvern hátt hafa reynst sémámslækn- inum erfið, sérstaklega hvað varðar samskipti læknis og sjúklings." „Við erum með formleg tengsl við erlenda skóla sem sinna sérnámi í heimilislækningum svo sem í Bretlandi og förum reglulega í heimsóknir þangað og vinnum með sémámslæknum þar og leiðbeinendum. Einnig hafa Bretarnir komið til íslands bæði á „Grímsár-fundi" og á 1300 manna ráðstefnu norrænna heimilislækna sem haldin var í Reykjavík í fyrrasumar." Hvernig hafa hugmyndir þróast og breyst frá því fyrri marklýsing var gefin út fyrir 13 árum? „Með skipulögðu sémámi í læknisfræði hafa samtímis þróast kröfur um gæði námsins. Samtök lækna víða um heim höfðu af gamalli hefð séð um sémám og viðhaldsmenntun lækna. Þau höfðu því frumkvæði að því að semja marklýsingar fyrir sérnám í hinum fjölmörgu sérgreinum lækn- isfræðinnar, þar á meðal í heimilislækningum. Einn fyrsta vísinn að marklýsingu hérlendis má til dæmis rekja til ársins 1977 þegar birtist grein í Læknablaðinu eftir Eyjólf Þ. Haraldsson, Ólaf F. Mixa og Pétur I. Pétursson (Sémám í heimilislækn- ingum. Læknablaðið 1977; 63:111-21). Ungir og áhugasamir læknar sem voru í sémámi erlendis bættu við þessa vinnu um og upp úr 1980. Mikil gerjun átti sér stað á næstu árum í greininni og svo vel vildi til að árið 1995, þegar við fengum fyrstu tvær sérnámsstöðurn- ar í heimilislækningum, var samtímis lokið við fyrstu útgáfu af marklýsingu fyrir okkar fag. Þar með voru heimilislæknar fyrstir til að skipuleggja sémám hér á landi samkvæmt fyrirfram settum markmiðum. Þessi vinna hefur síðan verið hvati fyrir aðrar sérgreinar sem hafa tekið upp sérnám í sínum sérgreinum hér á landi." Hverjir hafa imnið að og byggt upp námið? „Þetta er löng saga og þar hafa fjölmargir lagt hönd á plóginn eins og ég nefndi hér áðan. Núverandi fyrirkomulag sérnámsins má rekja til ársins 1995, en þá áttu Sigurður Guðmundsson landlæknir, þáverandi kennslustjóri á Landspítal- anum, og Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í 224 LÆKNAblaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.