Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 49

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 49
U M R Æ Ð U R O G F í H F R É T T I R 3 0 Á R A heimilislækningum, frumkvæði að því að ná sam- stöðu milli læknadeildar, Læknafélags íslands, heilsugæslunnar, Landspítalans og heilbrigðis- ráðuneytisins um að hefja formlega kennslu til sér- náms í heimilislækningum hér á landi. Ráðuneytið tók að sér að fjármagna stöðumar en hinir að- ilarnir að sjá um fræðilega hluta sérnámsins. Arið 2001 var ég ráðin kennslustjóri sérnámsins og hef unnið að því ásamt Jóhanni Ágústi og kollegum mínum á heilsugæslustöðinni Efstaleiti að þróa sérnámið enn frekar. Það er nú að mínu mati orðið meira en sambærilegt við samsvarandi prógrömm í nágrannalöndum okkar. Kennslunefnd Félags íslenskra heimilislækna er okkur líka til stuðnings við stærri ákvarðanir." Sérhæfing innan greinarinnar. Er hún til? „Okkar aðalsmerki er sem fyrr að vera sérfræð- ingur í einstaklingnum sjálfum og formlega séð er reglugerðin ekki með undirgreinar í þessu fagi. Engu að síður má þó nefna að fjölmargir heimilis- læknar hafa sérhæft sig á vissum sviðum, svo sem í endurhæfingu, öldrun, smitsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, samskiptafræði, kennslu, rannsóknum, heilsu kvenna, embætt- islækningum, lýðheilsu og fötlunarmálum". Bjartsýn á framtíðina Hlutverk heimilislæknisins í almennri heilsuvernd og forvamastarfi. „Heilsuvernd og forvarnastarf er unnið og skipulagt á alþjóðavettvangi, á landsvísu, innan sveitarfélaga, í skólum, á vinnustöðum, í hópum, meðal fjölskyldunnar og hjá einstaklingnum sjálf- um. Markmið forvarnastarfs heimilislæknis er að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu skjólstæðinga sinna í þeim tilgangi að bæta lífs- gæði og minnka líkur á ótímabærum sjúkdómum eða dauða. í heilsuvemdar- og forvarnastarfi gætir heimilislæknir hagsmuna einstaklings og þjóðfélags og kemur að öllum stigum forvarna. Heimilislæknir getur metið heilsufar skjólstæð- inga sinna sem hóps, hvaða þættir í umhverf- inu ógna heilsufari þeirra og hvað hægt er að gera til varnar. Hann eflir þannig lýðheilsu þar sem litið er á heilsufar hópa í stað einstaklinga. Heimilislæknir sinnir heilsueflingu hópa og ein- staklinga. I heilsuvernd er athyglinni beint að áhættuþáttum, fræðslu og eftirfylgni þegar við á hjá einkennalausum einstaklingum." Aö lokum Alma, Ertu hjartsýn á framhaldið? Hópur sérfræöinema heim- „Svarið er tvíþætt bæði, já og nei. Það er jákvætt sótti starfsfélaga í Swansea á v -r i , -i -r-511 í(i,u Enelandi sumarið 2005. hversu gifurleg asokn er í fagið okkar og að flott- 6 inn úr því virðist vera horfinn en á tímabili var það mikið áhyggjuefni. Það er jákvætt hversu mikil gróska er innan Félags íslenskra heimilislækna eins og kom fram á 30 ára afmæli félagsins sem var haldið upp á fyrstu helgina í febrúar. Útgáfa mark- lýsingarinnar og fylgiritanna tveggja er til marks um grósku og faglegan metnað innan félagsins. Þegar maður horfir svo á okkar metnaðarfulla sémám og lítur til baka til síðasta sumars þar sem aðsóknarmet var slegið á samnorrænu þingi á vegum okkar í FIH þá fyllist maður bjartsýni. Það sem ég hef áhyggjur af er að við þurfum að vinna upp svo mörg ár þar sem allt of fáir fóm í fagið á sínum tíma og það tekur tugi ára að fylla upp í það tómarúm. Það þarf að fjölga sérnáms- stöðum í heimilislækningum, sem og stöðum sérfræðinga í heimilislækningum á heilsugæslu- stöðvunum. Það þarf að gera það aðlaðandi að fara og starfa úti á landi og það er hægt að gera með því að hvetja sérnámslækna til að taka hluta af náminu þar. Allir verða að gera sér grein fyrir því að flestir heimilislæknar stunda kennslu, rann- sóknir og önnur ábyrgðarstörf með sinni vinnu og að það er lífsnauðsynlegt til þess að stuðla að starfsánægju og starfsgleði innan stéttarinnar. Það þarf að taka tillit til þessara þátta þegar litið er til þess hversu marga heimilislækna vantar hér á landi." LÆKNAblaðið 2008/94 225

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.