Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 51
U M R Æ Ð U R O G F í H F R É T T I R 3 0 Á R A Af starfskjörum heimilislækna á íslandi - sögulegar stiklur Gunnar I. Gunnarsson heimilislæknir gig@simnet.is Öfugt við það sem margur heldur hafa starfskjör íslenskra lækna lengst af verið fremur bágborin. Fjórðimgs- og héraðslæknar fortíðarinnar, lækn- amir sem fóru fyrst og fremst gangandi eða ríð- andi um torfær læknishéruð landsins, bjuggu sjaldnast við góð launakjör eða starfsaðstöðu. Þessir kollegar voru í reynd á samfelldri vakt alla daga árið um kring og ferðalög í vitjunum oft erfið og stundum lífshættuleg. Til eru allnokkur dæmi þess að læknar hafi farist á embættisferðum síninn um landið. Dæmi eru um að þeir hafi drukknað þegar þeir misstu hesta niðrum brothættar ísþekj- ur ánna eða þegar þeir reyndu að sundríða bólgnar og beljandi ár í vorleysingum - eða haustflóðum. Til marks um vinnuskilyrði kollega okkar skal hér birt bréf Gísla Hjálmarssonar (1) sem skipaður var fjórðungslæknir Austfirðinga árið 1845, til vinar síns Jóns Sigurðssonar: Staddur í Hofteigi dag 14. janúar, 1841. Gleðilegt nýtt ár, elsku bróðir minn besti! Ég tek mér nú penna í hönd á húsgangsferð minni til þess að hripa þér línu, en sökum eilífs ófriðar, ferðalaga, andvaka og hrakninga er ég ei fær um að skrifa þér sem ég mundi kjósa, en þú virðir það á hinn hægara veg, eins og annað mér til handa. Fréttir eru héðan fáar. Eftir að ég skrifaði þér, kom regn og stórviðri hin mestu. Fór ég þá leiðar minnar suður um firði og var á hrakningi, blautur að bjómum, en votur úr ám og mýmm upp í klyftir. Nær því fjórar vikur vóm lögð boð fyrir mig nær og fjær, en betalningur kemur ei fyrir slíkt, enda þótt það drabbi öll föt og drepi heilsu, þótt sterkari væm en mína. Fáir bæir vóm þó í fjörðum, er þurrt mætti komast um hús, nema húð væri á, og rann vatnið inn um veggina alls staðar. Síðan komu snjóar og harðviðri, og komst ég nauðuglega til Héraðs af Eskjufirði og mátti liggja úti votur í sæluhúsi í heiðardölum, en brjóta fyrir hesti mínum hér um bil eina og hálfa mflu klofsnjó og þaðan af meiri, og hefi ég lofað því, að aldrei skal ég bjóða neinni skepnu slík ferðalög. Þegar ég kom heim, var bærinn fullur af fólki, sem við mig vildi tala. Mátti ég þá leggja saman daga og nætur, svo þá viku fékk ég ei á mig náðir nema tvær nætur, og að því búnu mátti ég ferðast hingað norður fótgangandi í ófærð, eftir tveggja tíma svefn þá nótt. Vegur er hér yfir Fljótsdalsheiði utanverða frá Ási, og mun hún byggða milla fjórar mflur, en ekki brött. Þungt féll mér skíðagangan. Þó bar ég mig að fylgja með hinum, og fékk ég harðsperru nokkra á eftir. Kærustu mína hafði ég við meðalastarf með mér, áður ég fór heiman, og bæði sökum andvöku og kulda og dragsúgs, varð henni illt á eftir að ég var farinn, og lág hún í fimm daga, en komst þá á flakk aftur. Ég var hér í ellefu daga, fór svo heim yfir heiðina framar, og voru færi hin beztu, hún er þar gild þingmannaleið, en mjög slétt og ákaflega villugjöm, komst svo heim að hinum sama ófagnaði sem fyrr, er þá varaði í átta daga, og var mér nær orðið illt. Þá mátti ég skálma út í Tungu, og nú hefi ég þrjár ferðir síðan farið, og er þessi hin versta, þar nú er hin mesta ófærð og skíð óbrúkandi. Þú getur nærri, hvað ég hefi haft góðan tíma, á því, að Kaupmannahafnarpóstinn las ég fyrst 28da Desembris, en svörin til Gríms hefi ég ekki séð, því í ferðalögum mínum vóru þau send upp í Fljótsdal og em þar enn. Vetur var hér öndvegi til nýárs, einkum til fjarða, en feykilega óstaðviðrasamur. Nú er nær því haglaust yfir Héraðið allt og mesta fannfergi. Varð ég að fara út á heiðarendann við trébrú og hef verið í þrjá daga hingað að kafa jafnaðarlega hné- og mið- læris-blotasnjó, en dregið höfum við skíðin, sem NB em lánsfé. Það ætli ég bændur dugi hér vel, þótt innistaða verði í þrjá mán- uði, en þá fer þeim mörgum að líða verr. Ég held þetta nú nóg og meira um ferðalög. (2) Kjaramál heilsugæslulækna 1980 Þegar ég fékk bréf um skipun til þess að vera heilsugæslulæknir í Arbæ, á vordögum 1979, höfðu heilsugæslulæknar um langt skeið fengið greidd laun samkvæmt tvískiptu launakerfi. Annars vegar voru menn á föstum launum frá ríkinu og hins vegar unnu þeir læknisverk sam- kvæmt gjaldskrá sem samið hafði verið um við Tryggingastofnun ríkisins (TR) - í áföngum - allt frá fjórða tug aldarinnar. Þrátt fyrir að hvort tveggja, gjaldskráin og föstu launin, hafi verið afar bágbomar tekjulindir á þessum tíma tókst einstaka heilsugæslulæknum landsbyggðarinnar samt sem áður að ná dágóðum samanlögðum mánaðar- greiðslum og þá með því, fyrst og fremst, að vera einir á samfelldri vakt alla daga mánaðarins. Þessar háu heildargreiðslur vom oft misskildar sem góð kjör lækna. Þeir heilsugæslulæknar sem skiluðu venjulegri dagvinnu við eðlilegt vinnu- álag og stunduðu engar vaktir vom láglaunamenn læknastéttarinnar á þessum tíma. Afar lélegar vaktagreiðslur og sífellt versn- andi gjaldskrá vom kannski stærstu vandamálin í starfskjömm heilsugæslulækna þegar ég hóf afskipti af samningamálum árið 1980. Mönnum var ljóst að slæm starfskjör heimilislækna á íslandi gætu haft mjög neikvæð áhrif á framþróun heim- ilislækninga í landinu almennt. Launakjör stóðust engan veginn samanburð við kjör annarra sér- fræðinga í læknastétt hér á landi. Þessi staðreynd hafði auðvitað miður góð áhrif á nýliðun í okkar fagi. Ungliðar stefndu frekar á grænni beitilönd sjúkrahúsanna. Það vantaði lækna í heilsugæsl- una. Heilsugæslan stóð illa í samkeppni á vinnu- markaði lækna. Uppbygging heilsugæslustöðva í dreifbýli hófst við gildistöku nýrra laga um heilbrigðisþjón- ustu árið 1973. Bæði þing- og sveitarstjómarmenn dreifbýlisins börðust af ákafa og dugnaði fyrir uppbyggingu þessa nýja kerfis. í dreifbýli spmttu upp glæsilegar stöðvar - en víða var þrálátur læknaskortur. Reykjavíkurborg var látin sitja á hakanum, afskipt og utangátta. í höfuðborginni átti heilsugæslan afar veikt pólitískt bakland - frá LÆKNAblaöiö 2008/94 227
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.