Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 52

Læknablaðið - 15.03.2008, Síða 52
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR F í H 3 0 Á R A upphafi - en hins vegar sterka andstæðinga - til dæmis í læknastétt. Meðal annars þess vegna var fyrsta heilsugæslustöðin í Reykjavík ekki sett á laggimar fyrr en 1977 (Árbæ) - fjómm árum eftir gildistöku laganna. Og það er ekki fyrr en árið 2006 sem heilsugæslukerfið náði að spanna öll hverfi borgarinnar með tilkomu stöðvar í Glæsibæ. Og enn skortir marga heimilislækna á svæðinu. Fram til ársins 1977 var heimilislæknisþjón- usta við borgarbúa í höndum lækna úr ýmsum sérgreinum læknisfræðinnar sem ráku stofur sínar víðs vegar um borgina. Þessir kollegar störf- uðu samkvæmt svokölluðum númerasamningi sem gerður var við Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Samkvæmt honum fengu þeir fastar greiðslur fyrir ákveðinn fjölda skráðra skjólstæðinga - núm- era - en auk þess fengu læknamir í sinn hlut fram- lag sjúklinga vegna viðvika - bæði á stofu og £ vitj- unum. Með tilkomu heilsugæslustöðva dró smátt og smátt úr umfangi númerakerfisins gamla og nú er svo komið að Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins hefur tekið að sér rekstur þess sem eftir lifir af þessu gamalgróna kerfi. Læknastríðið 1985 Þegar menn fóru að skoða betur starfskjör heim- ilislækna fljótlega eftir stofnun FÍH fyrir þrjátíu árum varð ljóst að starfskjörin voru hreint afleit, enda höfðu samningar þeirra rýrnað verulega um langt árabil. Óánægja heimilislækna óx á þessum árum og svo illa var komið árið 1985 að þess voru dæmi að sérmenntaðir heimilislæknar fluttust aftur til námslandanna vegna óviðunandi starfs- kjara á íslandi. Þannig birtist í janúar 1985 viðtal í Morgunblaðinu við Þórð Theódórsson heimilis- lækni sem taldi sig ekki geta unað við starfskjörin og var því á leið aftur til Svíþjóðar (3). Við skoðun á gjaldskrá heilsugæslulækna þetta sama ár, 1985, kom í ljós að hún þyrfti að hækka um heil 130% til þess eins að ná þeirri stöðu sem hún hafði á árunum 1962-63. Einnig lá fyrir á þess- um tíma að fastlaunasamningur heilsugæslulækna hefði veslast upp - á löngum tíma. Þannig voru heilsugæslulæknar á þrefalt lægra kaupi á vöktum utan dagvinnu miðað við kollegana á sjúkrahús- unum. Kjör íslenskra heimilislækna voru £ rúst. Það er þv£ ekki að undra að um 80% allra heilsugæslulækna landsins skuli hafa gripið til þess óyndisúrræðis £ janúar 1985 að segja upp stöðum sinum þegar fyrir lá að starfskjör lækna yrðu ekki lagfærð með endurteknum árangurs- lausum viðræðum við Indriða G. Þorláksson, for- mann samninganefndar rikisins og fulltrúa TR. En hver urðu fyrstu viðbrögð hins opinbera við uppsögnum læknanna? Jú, Matthias Bjarnason heilbrigðisráðherra stöðvaði strax allar inniliggj- andi umsóknir heilsugæslulækna um námsferðir og einnig allar greiðslur dagpeninga til þeirra sem voru á förum i námsferðir næstu daga. Lítið annað gerðist. Ekkert heyrðist frá samninganefnd ríkisins mánuðum saman. Indriði var í sumarleyfi og staðgengill hans hafði ekki frétt af uppsögnum læknanna. Þetta sama ár fór gjaldskrá heilsugæslulækna fyrir gerðardóm í fyrsta skipti þar sem ekki tók- ust samningar. Gerðardómur ákvarðaði nýtt sérstakt einingaverð gjaldskrár heimilislækna og gjaldskrá var hækkuð um 24%. Inni í hækkuninni voru greiðslur fyrir símtöl sem voru felld inn í greiðslur fyrir viðtöl á stofu. Ekki kom til þess í þetta sinn að læknar hættu störfum sínum því heilsugæslulæknum tókst að ná samkomulagi við Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og Indriða þann 10. ágúst 1985, nokkrum klukkustundum áður en uppsagnir tækju gildi. Með þessum samningi náðu heilsugæslulæknar fram nokkurri leiðréttingu, m.a. á vaktagreiðslum og einstaka heilsugæslustöðvar í dreifbýli fengu torfæru- bifreið til afnota. Uppsagnir lækna vegna kjaramála eru neyð- arréttur manna í mikilli kreppu. Það eru auðvitað ekki nein smáátök sem eiga sér stað þegar heim- ilislæknar fara í stríð við þjóð sína með upp- sögnum. Það að læknar séu neyddir til að yfirgefa skjólstæðinga sína með uppsögnum vegna þess að ráðamenn hafi ekki haft vit á að tryggja læknum mannsæmandi kjör, hlýtur fyrst og fremst að vera áfellisdómur yfir stjómvöldum enda klár vísbend- ing um algert stefnuleysi í launamálum. Það tók langan tíma fyrir margan lækninn að jafna sig eftir átökin árið 1985, þeim fannst sér vera misboðið. Þróun mála Árið 1980 voru starfandi sjö heilsugæslulæknar og 26 „númeralæknar" í Reykjavík. í nóvember sama ár var ákveðið að skipta Reykjavík í 14 heilsugæslusvæði. Gert var ráð fyrir því að á svæðunum mundu starfa alls um 46-60 læknar og um 60 hjúkrunarfræðingar. í allmörg ár var upp- bygging heilsugæslu höfuðborgarinnar í höndum stjórnenda Reykjavíkurborgar og það var ekki fyrr en um áramótin 1989-90 að ríkið tók alfarið við rekstri heilsugæslustöðva í Reykjavík. Sú stað- reynd að heilsugæslan var lengi vel bæði í hönd- um ríkis og borgar - og einnig hitt að kjaramál lækna voru bæði í höndum ríkisins og TR - gerði að verkum að það reyndist þeim mun erfiðara að halda utan um starfskjör heilsugæslulækna. Meðal annars þess vegna rýmuðu þau þetta mikið á þessu tímabili. 228 LÆKNAblaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.