Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 62

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 62
AUGLÝSINGAR Aðalfundur Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar verður haldinn laugardaginn 15. mars 2008 kl. 11.00 í Hringsal Barnaspítala Hringsins Dagskrá Hefðbundin aðalfundarstörf gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins formaður flytur skýrslu stjórnar ákvörðun félagsgjalda önnur mál Stutt kynning Teikningar Lækningaminjasafns íslands (arkitektar) Fyrirlestur Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur Heilsufarssaga Islendinga frá landnámi til 19. aldar - fornleifaskoðun á mannabeinum Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur hefur síðan árið 2003 unnið að því að gera heildstæða meinafræðilega úttekt á íslenskunn mannabeinum frá landnámsöld og til 18. aldar, með það fyrir augum að leggja grunn að heilsufarssögu þjóðarinnar og frekari rannsóknum á því sviði. Alls hafa verið rannsakaðar 344 beinagrindur, þar af 225 úr átta kirkjugörðum og 79 frá 40 mismunandi kumlastöðum. Við þessa rannsókn voru kyn, lífaldur og líkamshæð greind, varðveisla beingrinda nákvæmlega skráð, hverri einustu meinafræðilegri breytingu á beinunum lýst, og reynt að nýta þær upplýsingar til að greina einstaka sjúkdóma. Ber þar helst að nefna hörgulsjúkdóma, gigtarsjúkdóma, smitsjúkdóma, breytingar af völdum áverka og/eða álags og tannsjúkdóma, en allt eru þetta sjúkdómar sem ekki veita einungis upplýsingar um heilsufar, heldur einnig í lifnaðarhætti fólks til forna, mataræði, líkamlegt álag, skyldleika og samgöngur. Einnig hafa fundist einstök tilfelli af sjúkdómum sem fá tilfelli eru til í fornum beinum í heiminum, sem veita mikilvægar upplýsingar um þessa sjúkdóma; má þar til dæmis nefna spastiska lömun af völdum heilablóðfalls, mergæxli og brjóskkímfrumuæxli. Er þetta í fyrsta sinn á Islandi sem nútíma beinafræðilegar rannsóknir eru nýttar til að rannsaka heildstætt sjúkdóma í fornum beinum og hafa niðurstöður úr rannsókninni bætt svo um munar við læknisfræðilega og fornleifafræðilega þekkingu okkar á íslendingum til forna. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur lauk BA prófi (Hons.) í fornleifafræði frá Háskólanum í Nottingham 1994 og MS í beinafræði og fornmeinafræði frá háskólanum í Bradford 1998. Hún stundar doktorsnám í fornleifafræði við Háskóla íslands og nefnist rannsóknarverkefni hennar Gigt á íslandi, fornleifafræðileg rannsókn. Hildur hefur starfað sem fornleifafræðingur frá árinu 1994, lengst af hjá Fornleifastofnun (slands, og hafa aðalrannsóknarverkefni hennar snúið að fornleifauppgreftri á kirkjugörðum, fornmeinafræðilegum rannsóknum á mannabeinum og samsætugreiningu úr tannglerungi til að rannsaka fólksflutning. Stjórnin www. icemed. is/saga/ Auglýsing vegna sölu sumar- bústaða í eigu Læknafélagsins Ágætu félagsmenn. Ákvörðun hefur verið tekin um að selja tvo heilsársbústaði í eigu félagsins. Jafnframt hefur verið ákveðið að gefa félagsmönnum kost á að bjóða í bústaðina áður en þeir verða settir í almenna sölu. Fáist viðunandi verð fyrir bústaðina með þeim hætti verður hæstbjóðanda úr röðum félagsmanna seldur viðkomandi bústaður. Þegar metið verður hvert er hæsta boð verður litið til fjárhæðar tilboðs og skil- mála að öðru leyti. Þeir bústaðir sem um er að ræða eru annars vegar bústaður félags- ins í Vaðnesi að Birkibraut 6. Verðmat fasteignasala á bústaðnum er 20 milljónir, án innanstokksmuna. Hins vegar er um að ræða bústaður félagsins Mörk í Reykjadal. Verðmat fasteignasala er 13 milljónir, án innanstokksmuna. Æskilegt er að tilboð miðist við að innanstokksmunir verði keyptir með viðkomandi bústað þótt það sé ekki skilyrði. Nánari upplýsingar um bústaðina er að finna á vefslóðunum: Birkibraut 6: http://www.lis.is/Orlofsvefur/Bustadur.aspx?ID=4 Mörk: http://www.lis.is/Orlofsvefur/Bustadur.aspx?ID=17 Einnig eru starfsmenn félagsins reiðubúnir til að veita þær upplýs- ingar sem unnt er. Tilboðsfrestur er til og með miðvikudagsins 26. mars nk. Þeir sem áhuga hafa á að skoða bústaðina hafi samband við skrifstofu félags- ins þar að lútandi. Það athugist að bústaðirnir eru í útleigu um páska þannig að ekki verður unnt að skoða þá á þeim tíma. Tilboð sendist skrifstofu félagsins merkt: Orlofssjóður Læknafélags íslands, tilboð, að Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Orlofsnefnd mun yfirfara tilboðin og áskilur sér rétt til að hafna öllum og setja bústaðina í almenna sölumeðferð ef viðunandi tilboð fæst ekki. Tilboðsgjafar verða upplýstir um niðurstöðu orlofsnefndar innan viku frá lokum tilboðsfrests. Deildarlæknar í starfsnámi á geðsviði - umsóknarfrestur til 3. apríl 2008 Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna á geðsviði frá maí eða júní 2008 í 4-12 mánuði. Starfshlutfall 80-100%. Stöðurnar geta einnig nýst sem hluti af sérnámi í öðrum sérgreinum en geðlæknisfræði. Handleiðsla, fræðsla og vandamálamiðuð hópvinna eru hluti af námi deildarlækna á geðsviði auk þess sem þjálfun í hugrænni atferlismeðferð, reynsla af hópmeðferð og þátttaka í rannsóknum stendur áhugasömum deildarlæknum til boða. Stöðurnar geta einnig hentað heimilislæknum sem vilja auka þekkingu sína á greiningu og meðferð geðsjúkdóma. Upplýsingar um stöðurnar veita Páll Matthíasson geðlæknir sem hefur umsjón með framhaldsmenntun unglækna á geðsviði pallmatt@landspitali. is og Engilbert Sigurðsson yfirlæknir engilbs@landspitali.is Umsóknargögn berist fyrir 3. apríl 2008 til Páls Matthíassonar, geðlæknis deild 32A við Hringbraut, pallmatt@landspitali.is. Hægt er aö nálgast umsókn um lækningaleyfi, sérfræöileyfi eða læknisstöðu, á heimasíðu Landspítala, á heimasíðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og hjá Landlæknisembættinu. öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 238 LÆKNAblaðiö 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.