Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 75

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 75
UMRÆÐUR O G FRÉTTI LÆKNINGALEYF Landlæknir gefur út lækningaleyfin \ Hávar Sigurjónsson Til stendur að flytja meðhöndlun umsókna um lækningaleyfi og útgáfu þeirra frá heilbrigðisráðu- neytinu yfir til Landlæknisembættisins. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði í samtali við Læknablaðið að þetta væri í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um „Einfaldara ísland" frá október 2006. Frumvarp þessa efnis var lagt fram af heilbrigðisráðherra á Alþingi í lok janúar. „Eðlilegra þykir að hafa þessi mál hjá stofnun, en ekki ráðuneyti. Sá háttur er hafður á hinum Norðurlöndunum. Þetta þykir líka mikilvægt vegna réttaröryggis. Hægt er að kæra niðurstöðu landlæknis til ráðherra. Eftir þetta verða afrit áminninga landlæknis ekki sendar til ráðherra, eins og hingað til hefur tíðkast. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum 1. mars. Landlæknisembættið hefur auglýst eftir lögfræðingi. Umsóknarfrestur rann út 11. febrúar og barst nokkur fjöldi umsókna. Gert er ráð fyrir að ráða í starfið á næstu vikum, en lögfræðing- urinn mun einnig koma að kvörtunum og kærum og öðrum verkefnum á lagasviði/' sagði Matthías Halldórsson. Fyrir um ári síðan fjallaði Læknablaðið um útgáfu sérfræðileyfa og komu þar fram hvassar athugasemdir úr röðum lækna um að herða beri reglur um útgáfuna og setja skýrari kröfur. Nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipuð á sínum tíma en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur nefndin ekki komið saman undanfarin miss- eri og málið „lítið þokast" eins og einn viðmæl- andi Læknablaðsins orðaði það. Fréttatilkynning frá Hópi áhugafólks um bata frá átröskun Átröskun sem fíkn Dagana 7.-9. mars næstkomandi er von á kan- adíska lækninum Joan M. Johnston til íslands. Hún er heimilislæknir og hefur sérhæft sig í át- röskunum. Hún hefur starfað sem læknir frá árinu 1975 en hefur auk þess persónulega reynslu af át- röskun. Joan hefur gefið út bækur og fræðigreinar um efnið og í bók sinni Feast of famine lýsir hún því hvernig hún fékk bata frá átröskun með 12 spora kerfinu. Hún er talsmaður þess að þeir sem þjáist af átröskun noti 12 spora prógrammið sam- hliða heilbrigðisþjónustu. Joan var einn af stofnendum samtakanna SACRED (Society for Assisted Cooperative Re- covery from Eating Disorders) sem stofnuð voru 1996 og reka meðferðarstofnun fyrir anorexíu- og búlimíusjúklinga. Joan er heilbrigðisráðgjafi SACRED og stýrir meðferðarprógrammi samtak- anna, samhliða því að reka eigin læknastofu fyrir sjúklinga með átröskun. Frá 1992 hefur Joan haldið fyrirlestra um át- röskun um allan heim. Þar byggir hún á hug- myndum um átröskun sem fíkn og deilir með áheyrendum bæði margra ára faglegri reynslu og sinni eigin sögu. Hópur áhugafólks um bata frá át- röskun stendur fyrir komu hennar til Islands. Hún heldur fyrirlestur laugardaginn 8. mars fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu, þolendur, fjölskyldur og vini, sem og alla fagaðila á þessu sviði. LÆKNAblaðið 2008/94 251

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.