Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 4

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 4
4. tölublað 2012 LEIÐARAR FRÆÐIGREINAR 199 Páll Matthíasson Framfaraskref: Ný réttargeödeild Á heilbrigðisstofnun ganga hags- munir sjúklinga fyrir. Á réttargeð- deild á Kleppi eru hagsmunir við- kvæms sjúklingahóps settir efst: með betri og mannúðlegri með- ferð og aðstæðum, og hagsmunir þjóðfélagsins í heild: með fleiri plássum, bættu öryggi og minni rekstrarkostnaði. 201 Emil L. Sigurðsson Skimun fyrir krabba- meini í biöðruhálskirtli Enginn velkist í vafa um að rann- saka eigi menn með einkenni sem gætu stafað af blöðruhálskirtils- krabbameini. En hvernig á að leiðbeina einkennalausum körlum? Hvorki vísindalegur grunnur né greiningartæki réttlæta skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli. 203 Sigurður Ragnarsson, Martin Ingi Sigurðsson, Ragnar Danielsen, Þórarinn Arnórsson, Tómas Guðbjartsson Árangur míturlokuskipta á íslandi Sjúklingar með þrengsli eða leka í miturloku fá skipti en án meðferðar getur orðið alvarleg hjartabilun. Gigtsótt er algengasta ástæðan og í þróunarlönd- um er hún enn landlæg og míturlokuþrengsli algeng. Hér á landi er gigtsótt sjaldgæf og á Vesturlöndum greinast ný tilfelli aðallega í innflytjendum. 211 Bjarni Guðmundsson, Albert Páll Sigurðsson, Anna S. Pórisdóttir Stífkrampi - tilfelli og yfirlit Hér er eina dæmið um stífkrampa á íslandi síðustu 30 ár en hann var alvar- legt vandamál áður fyrr. Ginklofi (ungbarnastífkrampi - tetanus neonatorum) var faraldur í Vestmannaeyjum í margar aldir með dánartíðni ungbarna um 60-80%. Annars staðar á landinu dóu um 30% barna úr þessum sjúkdómi en í Danmörku 15-20%. 217 Magnús Jóhannsson, Sigríður Haraldsdóttir Rannsóknir í lyfjafaraldsfræði á íslandi Lyfjafaraldsfræði rannsakar verkanir lyfja. Hérlendis hafa byggst upp gagna- söfn sem eru öflug tæki til rannsókna af þessu tagi. Gagnsemi safnanna felst í að þau séu persónugreinanleg og hægt að samkeyra þau. Lyfjagagna- grunnur landlæknis nær til ársins 2002 og er lyftistöng fyrir lyfjafaralds- fræðilegar rannsóknir og hefur gjörbreytt stöðu þeirra. I greininni er yfirlit yfir helstu gagnasöfn í landinu. 225 Guðni Arnar Guðnason, Sigríður Þórdís Valtýsdó ttir, Trausti Valdimarsson, Stefán Þorvaldsson, Þorvaldur Magnússon Karlmaður með lækkað natríum, slappleika og megrun vegna æxlis í heiladingli Áttræður maður reyndist of slappur fyrir endurhæfingu en eftir lyfjameðferð í nokkrar vikur jókst þrekið og þýroxín i sermi mældist 15,3 pmól/l í stað 10,6 pmól/l áður, og natríum fór úr 122 mmól/l í 136 á 5 dögum. Maðurinn þyngd- ist um 12 kg á tveimur mánuðum og gat hafið endurhæfingu. Hugmynd að dagskrá? LÆKNADAGAR 2013 VERÐA DAGANA 21.-25. JANÚAR í HÖRPU Þeir sem vilja leggja til efni i dagskrá Læknadaga sendi hugmyndir sínar til Margrétar Aðalsteinsdóttur magga@lis.is fyrir 10. maí nk. Fram komi hvort óskað er eftir þátttöku Fræóslustofnunar við að greiða kostnað vegna komu erlends fyrirlesara. Undirbúningsnefnd 196 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.