Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2012, Page 41

Læknablaðið - 15.04.2012, Page 41
BARNALÆKNIR í ÍRAK Þegar Veslurlandabúaniir voru allir staðnir á fætur til að liðka stirða liði sátu írakarnir Götusali í Nasirt/iah. sem fastast með krosslagðafætur og gæddu sér á grilluðum fiski beint úr Efrat. Að leiðarlokum í ferð okkar til írak voru gerðar aðgerðir á 17 börnum með hjartagalla á borð við op á milli slegla, víxlun stóru slagæðanna, fernu Fallots, gátta- og sleglaskiptagalla, ósæðarþrengsli, tvöfalt útflæði frá hægri slegli, þrengsli undir ósæðarloku, eins slegils hjarta og opna fósturæð. Tvö börn þurftu á enduraðgerð að halda og tvö börn létust. Nokkur börn sem beðið höfðu á spítalanum í tvær vikur eftir aðgerð þurftu frá að hverfa þar sem ekki tókst að veita þeim meðferð að þessu sinni. Vonandi munu þau ganga fyrir í næstu ferð eftir þrjá mánuði. Þremur dögum fyrir brottför okkar mættu fréttamenn frá nokkrum sjónvarps- stöðvum á sjúkrahúsið. Þeir tóku viðtöl við starfsfólk og sögðu frá komu okkar í fréttatímum kvöldsins. Upphaflega hafði þetta átt að gerast síðasta daginn til að vekja ekki of mikla athygli, ef ske kynni að einhverjir myndu notfæra sér veru okkar í pólitískum tilgangi. Þegar íraski yfirlækn- irinn var spurður hvers vegna þetta hefði breyst svaraði hann: „Don't worry. You are low value targets." Snemma morguns seint í janúar sitjum við tvö „low value targets" - eitt frá íslandi og annað frá Hvíta-Rússlandi - og ökum gegnum eyðimörkina eftir sama blýants- strikinu og áður. Það er enn myrkur og skítakuldi í bílnum. Eg prísa mig sælan fyrir að hafa verið svo forsjáll að taka með mér flíspeysuna góðu. Bílstjórinn er syfjaður og mér sýnist hann jafnvel dotta undir fullu tungli. Ég sit í aftursætinu og sendi honum hvasst augnaráð í speglinum. Við drögumst aftur úr lögreglufylgdinni, en þegar við loks náum þeim aftur rífast bílstjórarnir og skammast. Það er hið besta mál því okkar maður hefur glaðvaknað. Smám saman birtir af degi og eyðimerk- ursandurinn fær á sig rauðleitan blæ í morgunskímunni. íraska þjóðin er á tíma- mótum. Að vissu leyti mætti segja að hún sé einsog maður sem stendur í vegarkant- inum í eyðimörkinni og bíður. Innrásar- herinn er farinn, í bili að minnsta kosti, og þjóðin er með eigin ríkisstjórn og forseta. Undir niðri kraumar þó aldagamalt ósætti og sundrung á milli hópa sía-múslima, súnní-múslima og Kúrda. Það er óskandi að fólkið eignist loks almennilega leiðtoga, taki réttar ákvarðanir og reyni að semja frið sín í millum og við nágranna sína. Og að hinar viljugu þjóðir sýni að ástæðan fyrir þátttöku í innrásinni 2003 var raun- verulega umhyggja fyrir írösku þjóðinni, en ekki eitthvað allt annað. Það má til dæmis gera með því að styrkja þróunarað- stoð við þetta stríðshrjáða land. Heimildir babyheart.org/ casi.org.uk/info/garfield/dr-garfield.html casi.org.uk/info/unicef/990816qa.html johnpilger.com/ preemptivelove.org/ LÆKNAblaðið 2012/98 233

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.