Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 5
Frá ritstjórum
Hér lítur fyrsta hefd Ritsins dagsins ljós og við vonum að það eigi langa
lífdaga fyrir höndum. Hugmyndin með útgáfu þess er þríþætt: I fyrsta
lagi finnst mörgum sem fást við hinar ýmsu greinar hugvísinda innan og
utan Háskóla Islands vera hfsnauðsyn að gefið sé út vandað rit á þessu
sviði. Ritið þjónar hinum fjölmörgu einstaklingum sem stundað hafa há-
skólanám í hugvísindum og öllum þeim áhugamönnum um ffæði,
menningu og listir sem fylla sali Háskólans þegar spennandi ráðstefhur,
málþing og fyrirlestrar eru í boði. I öðru lagi er skýr þörf fyrir öflugari
útgáfu frumsamdra og þýddra greina handa nemendum og kennurum
við heimspekideild og vonum við að Ritið eigi efrir að koma að góðum
notum í kennslu. I þriðja lagi viljum við stuðla að því að ffæðimenn birti
verk síh á íslensku í riti sem stenst fyllilega samanburð við helstu ffæðirit
á erlendri grundu. Nú þegar tungumálaþekking er orðin jafii almenn og
raun ber vitni er hætta á því að menn láti hjá líða að íslenska þau firæði-
legu hugtök sem eru orðin þeim svo töm á erlendum tungum. En ef það
er einlæg ætlun okkar að halda innlendri fræðastarfsemi á lofri verðum
við stöðugt að vinna að því að skapa orðræðu og tungutak sem hæfir
samtíma okkar.
Greinarnar sem birtast í fyrsta hefri Ritsins eru að stofhi fyrirlestrar af
málþinginu „Sögur á tjaldi“ sem haldið var í Háskólabíói 28. apríl, 2001.
Þingið var hluti af dagskrá í tilefni af viku bókarinnar og að því stóðu
Kvikmyndasjóður, Rithöfundasambandið og Félag íslenskra bókaútgef-
enda, en Guðni Elísson sá um skipulagninguna. Asamt þeim höfundum
sem birta greinar sínar hér áttu Geir Svansson, Kristján B. Jónasson og
Matthías Viðar Sæmundsson erindi á ráðstefhunni en þeir sáu sér ekki
fært að vera með að þessu sinni. Jafhframt flutti Einar Már Guðmunds-
son opnunarerindi þingsins, en það hefur þegar birst annars staðar og er
því ekki með hér. Bergljót Kristjánsdóttir bættist síðar í hópinn.
Með þinginu lauk tæplega tveggja vikna kvikmyndahátíð helgaðri að-
lögunum á íslenskum skáldsögum, en hún var haldin á vegum Kvik-
3