Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 6
Frá ritstjórum
myndasjóðs og kvikmyndaklúbbsins Filmundar í Háskólabíói. Filmmid-
ur er jafaframt aðalstyrktaraðili þessarar útgáfu. Færum við Guðmundi
Asgeirssyni, formanni klúbbsins, bestu þakkir fyrir samstarfið. Jafnframt
viljum við þakka Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni, fyrrverandi forstöðu-
manni Kvikmyndasafnsins, hjálpina, en hann sá um að útvega okkur
réttinn til að birta þær myndir sem við notum.
Kápuljósmyndin kemur úr Brennu Njáls sögu (1980) Friðriks Þórs
Friðrikssonar, en kvikmyndina má skoða sem gagnrýni á þær hugmyndir
að aðalmarkmið íslenskrar kvikmyndagerðar eigi að vera að mynd-
skreyta bókmenntaarfinn. Hún er jafhframt einhver ffumlegasta aðlög-
un kvikmyndasögunnar. Við þökkum Kvikmyndasamsteypunn i fyrir að
leyfa okkur að nota ljósmynd úr kvikmyndinni endurgjaldslaust.
I Ritinu verður að jafnaði að frnna nokkrar frumsamdar greinar tengd-
ar ákveðnu viðfangsefhi eða þema, viðtöl, og eina til tvær þýðingar á er-
lendum greinum eða bókarköflum sem teljast til tíðinda á ffæðasviðinu.
Að sjálfsögðu er höfundum þó frjálst að senda ritstjórum annað efni, en
hluti Ritsins verður tekinn frá fyrir aðsendar greinar.
Ædunin er að Ritið komi út þrisvar á ári, um miðjan vetur, að vori og
snemma á haustin. Utgáfa þess er gerð í þeirri trú að með öflugri tíma-
ritsútgáfu leggi Hugvísindastofhun rannsóknum og kennslu við heirn-
spekideild lið auk þess að sýna svart á hvítu að hugvísindi eru grósku-
mikil hér á landi um þessar mundir. A endanum er þó ekki hægt að lýsa
yfrr öðru en von um að lesendur festi sig við ritdð og Ritið við þá.
Guðni Eltsson
Jón Olafsson
4