Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Síða 7
s
Astráður Eysteinsson
Kristnihald undir Jökli - í máli og mynd
Þrenns konar þýðingar
Kvikmynd sem gerð er efdr sögu getur staðið, eða á að geta staðið, sem
sjálfstætt verk. Jafnframt má þó segja að kvikmyndin sé um söguna, þótt á
þetta reyni ekki nema sagan sé lesendum iruian seilingar. Hdns vegar er
þetta oft mjög á döfinni þegar um víðkunna skáldsögu er að ræða. Þetta er
vissulega aðeins ein hlið kvikmyndarinnar, en yfirleitt er ekki falið dult
með þennan þátt. Að vísu kemur fyrir að kvikmynd, sem gerð er eftír
þekktri skáldsögu, sé gefið annað heiti en sögunni, en það hggur þó
allajafha ljóst fyrir að myndin sé byggð á sögunni. Að þessu leyti er kvik-
mynd á margan hátt í svipaðri stöðu og þýðing skáldsögu yfir á annað
tungumál. Þýðing er um frumtextann, hún er óhjákvæmilega háð honum
og er rnetin út frá einhverskonar jafhgildissambandi við hann af þeim sem
á annað borð þekkja báða textana. En hún verður fika að vera verk á eigin
forsendum og er meðtekin sem sfik af þeim sem ekki þekkja frumtextann.
I þekktri ritgerð um þýðingar bendir rússnesk-bandaríski fræðimað-
urinn Roman Jakobson á að ekki megi takmarka þýðingarhugtakið við
þröngan skilning á flutningi texta milli tungumála. Hann flokkar
þýðingar í þrennt: 1) Þýðingu innan tungumálsins, þ.e. þegar tiltekin
boð eru endurflutt í sama málkerfi, t.d. þegar saga er endursögð fyrir
aðra en hinn upphaflega markhóp; 2) þýðingu milli tungumála; og 3)
þýðingu milli táknkerfa, þar sem boð eru endurflutt með öðrum tákn-
miðli, til dæmis þegar rituð saga er flutt sem látbragðsleikur, eða málari
gerir syrpu af myndum sem túlka söguna.1
1 Hér nýti ég mér eldri umfjöllun um grein Jakobsons í bók minni Tvímœli. Þýðingar
og bókmenntir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun / Háskólaútgáfan 1996, s. 27-28.
5