Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 19
Kristnihald undirjökli - í máli og mynd
irstrikað með endurnýjaðri vísun í
bókjules Verne.
Hvemig er hægt að þýða þenn-
an jökul, sem er svona rækilega
samofinn tungumáli skáldsögunn-
ar, séður sem óséður, „aftur“ yfir í
sjónrænt form? Getur kvikmyndin
ekki einmitt nýtt sér þá samþjöpp-
un sem felst í sjónrænum skilaboð-
um til að spegla hina alltumlykj-
andi nálægð jökulsins í sögunni?
Ekki er það nú víst, því í skáldsög-
unni er jökullinn endurskapaður í tungumálinu, en kvikmyndin birtir
áhorfendum myndir af jökulfelli sem flestir þekkja í sjón og er eftírlæti
margra. Ef kvikmyndagerðarmaður legði sig í Kma við að framandgera
jökuhnn til að skapa með áhorfanda nýja tilfinningu fyrir honum er hætt
við að verkið yrði of upptekið af því að vera „myndataka af jökli“. Þó er
það svo að þegar rútan er fyrst sýnd nema staðar á leiðinni vestur er hún
stödd undir fjalh og það virðist glitta í eitthvað hvítt: Ahorfanda finnst
hann vera kominn á áfangastað undir Jökli ásamt Umba. En þetta er
blekking, hvítan er ekld jökull heldur væntanlega þoka, og rútan heldur
áfram. Þetta er laglega gert en Guðný leikstjóri hefur ákveðið að láta þessa
sjónvillu í anda skáldsögunnar nægja og þegar Umbi stígur í raun út úr
rútunni blasir jökullinn við í óheftri dýrð. Hann er hér býsna óhkur graf-
íkinni í lýsingu Laxness og lendir ffemur í myndtengslum við hið íslenska
landslagsmálverk, ekki síst verk As-
gríms Jónssonar. Og þannig birtist
jökullinn okkur yfirleitt úr fjarlægð í
kvikmyndinni, en síðan skynjum við
hann fýrst og ffemst sem snjó þegar
Umbi fer ásamt fleirum í kistuferð-
ina, og eins og ég vék að áður er það
kannski tilraun til að jarðbinda jök-
ulinn sem annars gæti einmitt orkað
á mann sem klassískt málverk yfir
sveitiruú.
Jökull eða málverk?
17