Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 20
Ástráður Eysteinsson
Hlaðvarpinn
I kvikmyndinni verður jökullinn ekki sá mikli samnefnari sögusviðsins
sem hann er í skáldsögunni. Er sú staðarkennd þá með öllu glötuð í
kvikmyndinni? Já og nei. Eg tel það hafa verið góða ákvörðun hjá leik-
stjóra að láta jökulinn ekki leika stórt hlutverk, en einbeita sér í stað-
inn að prestsetrinu - sem virðist ekki bera neitt raunverulegt nafn í
sögunni frekar en Umbi; rútubílstjórinn segir bara: „Yið erum undir
Jökli“ (25). Þegar Umbi gengur inn á bæjarhlaðið eru bæjarhús honum
til hægri handar. Hann leggur frá sér ferðatöskuna og gengur hring um
hlaðið, fyrst framhjá bænum, þvínæst rútu/smiðju Jóns, þá nýtískulegu
húsi sem reynist vera „búngaló“ Godmans Sýngmanns, og loks kirkj-
unni, uns hann kemur aftur að tösku sinni, tekur hana upp og gengur
að bæjardyrum. Hlaðvarpinn er því hringur sem markaður er af fjór-
um mannvirkjum sem mynda kross sín á milli. Það er raunar athyglis-
vert að þegar Umbi er sýndur ganga þennan hring er myndskeiðið rof-
ið einu sinni, milli rútu og búngalós, öndvert þeim stað þar sem hann
kom inn á „sviðið“. Þar sem þetta rof er, reisa aðkomumennirnir und-
arlegu, sem nefhdir eru beitarhúsamenn, síðar tjald sem þeir kalla
„dómkirkju norðurheimsskautsins“.
(tjald)
kirkja Umbi
rúta
bæjarhús
Á þessu listilega afmarkaða og táknræna sögusviði skapast sterk staðar-
kennd, einskonar markalínur þess annars óræða heims sem Umbi er hér
lentur í. Þetta er ekki aðeins kunnuglegt íslenskt sögusvið (og það telst
kvikmyndinni síður en svo til lasts að staðkunnugir, eins og Sæbjörn
Valdimarsson, skuli bera glögg kennsl á umhverfið) heldur markar þessi
hringur líka sérheim, sjónrænt rými sem heldur að ýmsu leyti utan um
18