Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 21
Rristmhald undirjökli - í máli og mynd
sjónarspil og atburðarás k\dkmyndarinnar. Þannig verður það til dæmis
áhrifaríkt þegar Úa teymir Umba út úr hringnum, fyrst í gönguferð yf-
ir í nálægan náttúruheim, en síðan endanlega, í ferð án fyrirheits í heimi
sem virðist hggja enn fjær hinni röklegu samfélagsskipan.
Sögumadur og myndsögumadur
Hlutverk Umba hlýtur að breytast verulega þegar hann er færður úr bók
í kvikmynd. I skáldsögunni er hann sögumaður og skrásetjari og það
hlýtur að vera ærið umhugsunarefni fyrir leikstjóra hvemig koma skuli
frásögn hans á framfæri. Umbi
notast við segulband í rannsókn
sinni og það gefur leikstjóra
skemmtilegt færi á raunsæislegri
innröddun - þ.e. með því að láta
áhorfendur hlusta á það sem tek-
ið er upp á band - og jafnvel fylgj-
ast með Umba lesa inn á bandið.
Þetta er vissulega gert í myndinni
en þó hefur leikstjórinn ákveðið
að fara spart með þessa tækxú.
En hvar er jafngildi sögu-
mannsins í kvikmyndinni að öðru
leyti? í rituðum sögum er það svo - að frátalinni beinni ræðu (einkum í
samtölum) og hugsanaflæði - að lesanda berst enginn texti nema í miðl-
un sögumaxms. Orðræða sögumaruis er frásagnartækm sem höfundur
beitir við að skapa söguheim sinn, hvort sem sögumaðurinn er ákveðin
persóna í sögunni eða ekki. Hvað kemur í staðinn fyrir sögumanninn í
k\dkmyndum, að innröddun slepptri? Þessu hafa fræðimenn nokkuð velt
fyrir sér. David Bordwell telur að atburðarás í kvikmyndum byggi vissu-
lega á frásögn, en sú frásögn spretti af samspili fléttu og kvikmyndatækm
sem stýri viðtökum áhorfanda; í þessu ferli sé engin tækm sem líkt verði
\dð miðlun sögumartns í sagnatextumú Þessu hafa aðrir fræðimenn and-
mælt, t.d. Seymour Chatman og Jakob Lothe. Þeir telja að í frásögn
kvikmtnda sé ákveðin tækni í hlutverki „sendanda“ sem miðli efninu til
13 David Bordwell: Narratim in the Fictim Film, Madison: University of Wisconsin
Press 1985, s. 49-53
19