Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 27
„Hann er kominn. “ - „Hann erfarinn.
En Gísla saga hefur einnig önnur auðkenni sem ætla má að henti kvik-
myndaaðlögun miður vel. Sitthvað bendir til að hún snúist ekki síst um
vanda túlkandans í torræðri veröld og sé skrifuð á þann veg að lesendur
fái sjálfir að reyna erfiði og ábyrgð þess sem túlka skal.5 Tvíræðni/marg-
ræðni markar hana að minnsta kosti í ríkum mæli. Hún kemur meðal
annars fram í athugasemdum sögumanns en einnig í máli persóna, svo
sem í brigslum, níði, orðaleikjum, úrdrætti og kenningum. Fyrir vikið á
sagan óvenju mikið undir tungumálinu - ef svo má að orði komast - og
er í sömu mund meinfyndin í krafti hvers kyns orðagaldra. Við það bæt-
ist að í henni eru ríflega þrjátíu vísur og kviðlingar, flest ort undir drótt-
kvæðum hætti. Vísurnar eru auðvitað veigamikill þáttur í persónulýsing-
um en ekki síður í atburðarás; í hólmgöngu/knattleik reyna menn að
koma höggi á andstæðingirm jafnt með bundnu máli sem sverði/knetti;
kveðskapur er hvað eftár annað spennuvaldur; svo ekki sé minnst á að ein
af vísum Gísla Súrssonar verður beinlínis þess valdandi að hann er út-
lægur ger.
I fyrrneíhdu viðtali sagði Agúst að hann hefði langað til að Utlaginn
yrði „ekki endilega hetjusaga heldur þölskylduharmleikur" og sú hefði
orðið raunin. Hann hefði einnig viljað „hafa myndina raunsæja, ekki
gera of mikið tir fornöldinni sem slíkri heldur sýna persónurnar sem
raunverulegar persónur sem nútímafólk gæti á einhvern hátt tengst til-
finningalega.“
I Útlaganum er lögð áhersla á að vígaferli og hefndir leiki íjölskylduna
sem félagsheild einkar grátt en lítið er lagt upp úr samfélagslýsingu. Ef
til vill má líta á hvorttveggja sem uppgjör við ríkjandi afstöðu til þjóð-
veldisins og Islendingasagna drýgstan hluta 20. aldar; við sterka tilhneig-
ingu til að fegra fortíðina og glæsa hetjur sagnanna. Þar með er þó ekki
sagt að Útlaginn sé nýstárlegur í afstöðu sinni tál frásagnarefnisins. Sem
aðlögun virðist myndin annars vegar miðla sjónarmiðum, sem voru
nýmæli hérlendis þegar hún var frumsýnd, hins vegar ansi gömlum
skilningi. I henni má til dæmis finna hugmyndina um hugsanlega girnd
Gísla til Þórdísar systur sinnar en um leið lýsa af henni viðhorf tál Islend-
ingasagna sem leiða hugann frekast að Jónasi frá Hriflu.6
Enda þótt Gísla saga gerist á 10. öld er hún samin af kristnum mið-
aldamanni og sögð kristnum samtímamönnum hans til skemmtunar og
5 Sjá nánar Bergljót Soffia Kristjánsdóttir 2001 bls. 7-22.
6 Um gimdarást Gísla sjá Hermann Pálsson 1974 bls. 19.
25