Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 29
„Hann er kominn. “ - „Hann erfarinn.
leggjast því næst á knén ut-
an jarðarmensins og ákalla
goðin, tveir hvorumegin,
hvor gegnt öðrum.
Það er frásögn Gísla
sögu af misheppnaðri til-
raun Haukdæla til fóst-
bræðralags sem upphaf
myndarinnar sækir til. Frá-
sögninni er fylgt í megin-
atriðum uns yfir lýkur og
fóstbræðurnir, sem verða Tilraun Haukdæla til fóstbræðralags
áttu, tvístrast; konurnar
þrjár horfa á tvo þeirra ganga brott meðan hinir Kta hvor á annan. I
myndskeiðinu eru sjónmið einatt valin af nákvæmni og farið frá hinu
stóra til hins smáa (náttúrunni til verkfæra mannsins) og öfugt (stökum
líkamshlutum til manna í heilu lagi) til að frásögnin verði áhrifameiri og
fái táknræna vídd. Rofið er gert að lykilatriði. Hugum áhorfenda er beint
að samskiptum manns og náttúru (t.d. landnámi) og innbyrðis skiptum
fólks: Rétt eins og mennirnir raska friði náttúrunnar og rista svörð, rjúfa
þeir frið og skera á bönd sín á milli. Eggjárn þeirra boða því eyðingu og
ógn sem fóstbræðralagsathöfhin magnar, enda felur hún í sér blóðgun
og vitnar um fornan sið.
Rofið er myndgert á annan hátt þegar beinlínis er klippt á atburðarás
til að sýna vef gerðan úr görnum, settan hauskúpum í stað kljásteina, og
örlaganornir sem hvísla brot úr „Darraðarljóðum“ Njálu meðan þær
vefa blóðgum höndum - með spjót fyrir skeið.9 Með ofanítöku eru heiti
myndarinnar og kynning helstu persóna felld á vefinn. Um það bil sem
kynningunni lýkur skiptir vefurinn hins vegar um svip og tekur að þjóna
samfellu en ekki rofi. Hann hverfist í fornan vefstað og við hann standa
tvær kvenpersónur myndarinnar, Asgerður og Auður. Þær eiga saman
hið afdrifaríka ‘launskraf um ástir og karla í lífi sínu - sem Þorkell verð-
ur áheyrsla að.10 Ahorfendur fá þá meðal annars að heyra er Asgerður
9 I „Darraðarljóðum“ eru það konur með valkyrjunöfri sem vefa en þeim hefur verið
Kkt við nomir og því hlutverki virðast þær gegna í Utlaganum. Sjá Brennu-Njáls saga
1991 bls. 357 og t.d. Einar Ólafur Sveinsson 1954 bls. 455-56.
10 Nánari umfjöllun um samtal Auðar og Asgerðar, sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
2001 bls. 10-11.
27