Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 30
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
Gamavefiirinn með hauskúpur í
staS kljásteina
gengst við ást sinni á Vésteini og gef-
ur í skyn að fyrrtun hafi verið títt með
Auði og Þorgrími goða.
Enda þótt meginatriði séu sett á
oddinn með þessum hættd, koma
ákveðnir veikleikar Utlagam sem að-
lögunar strax í ljós. Ktamingin er til
dæmis nýtt til að varpa ljósi á at-
burðarás. I upphafsskeiði myndar-
innar er ekki nefnt nema eitt nafn,
nafii Vésteins. Þeir sem aldrei hafa
lesið Gísla sögu vita því ekki að sundrungin, sem rís þegar fóstbræðra-
lagið fer út um þúfur, er innan einnar fjölskyddu. Þá er brugðið á það ráð
að kynna persónur á svipaðan hátt og gert er í teiknimyndablöðum eins
og Símdum. sögum. Litlar andlitsmyndir birtast hver af annarri með
nöfnum persóna. Þær tengjast, tvrær og tvær, örskotsstund; ömiur efst til
vinstri, hin neðst til hægri í myndfletinum. Þannig er reymt að draga
fram vensl persóna. Súrsbörn ein eru neíhd fullu nafiú en skírskotað til
þeirra eða maka þeirra þegar sögð eru deili á flestum öðrum: „Gísli Súrs-
son“, „Auður kona hans“ o.s.frv. Þar með fá þeir sem þekkja ekki fom-
söguna upplýsingar um það sem á undan er gengið og forsendur til að
skilja það sem á efdr fer. En hætt er við að einhverjum reymist erfitt að
henda reiður á öllu sem þarna ber fyrir augu.11 Að auki rís tvískinnung-
ur sem einkennir Útlagann, rneira eða minna, frá upphafi til enda; ann-
ars vegar er gert ráð fyrir að áhorfendur hafi ekkd lesið íslenskar mið-
aldabókmenntdr/Gísla sögu, hins vegar að þeir hafi gert það eins og sjá
má á textatengslum myndarinnar og „Darraðarljóða“, Snorra Eddu,
„Völuspár“ o.fl.12
Upphaf Gísla sögu, sem gerist í Noregi, er ekki notað í Útlaganum.
Það er skiljanlegt þó ekki væri af öðm en að lengd kvikmyndar eru tak-
mörk sett. En valið er tvíbent. Noregsffásögnin greinir ekki aðeins frá
þjóðfélagsstöðu Þorbjarnar súrs (hersir) og stöðu barna hans innan ijöl-
skyldunnar.13 Hún segir og frá ýmsu sem verður undirrót að togstreitu
11 Hér er miðað við að menn sjái kvikmynd í Lákmjmdahúsi en með tilkomu m}md-
banda hafa viðtökur auðvitað breyst þannig að áhorfendur geta farið fram og aftur
um myndina líkt og lesendur fletta bók.
12 Sjá Snorra Edda 1996 bls. 30-31; Eddukvæði 1998 bls. 7.
13 Til upprifjunar skal nefnt að Þorkell Súrsson er elsti sonur, borinn til ættarforystu,
28