Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 34
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
fornsögunni. En þar tengist hún ekki aðeins persónum heldur valdakerfi
(feðraveldinu) og siðalögmálum (er lúta að tdrðingu, ættarböndum,
hefndarskyldu, tdnáttu, gjöfum o.fl) sem voni enn tdð lýði þegar sagan
var skrifuð og lesendur þeirrar tíðar nauðaþekktu. I Utlaganum er at-
burðarás hins vegar látin hvíla á kenndum sem ýmist eru slitnar úr sam-
hengi menningarinnar er ól þær af sér, þannig að grundvöll þeirra skort-
ir - eða þær eru látnar lafa í slíku samhengi án þess að það sé skýrt til
fullnustu. Það er miður gott af því að ýmsir nútímaáhorfendur vita fátt
um miðaldir. I ofanálag ætlar myndin viðtakendum annan hlut en Gísla
saga. Frásögnin forna virkjar lesendur í sköpunarferli og kyndir sífellt
undir vafa um hver er helsta driffjöður þess sem gerist. I Útlaganum er
áhorfendum hins vegar látið fátt eftir að hugsa um; þar fer ekki aðeins
lítið fyrir þematískri margræðni atburða heldur hneigist myndin bein-
línis til fullskýringa, svo sem þegar sifjaspellalöngmi Gísla er afhjúpuð í
draumunum en ekki ýjað að henni.
A stöku stað virðist þó reynt að skapa tvíræðni þar sem fornsagan er
einræð. Auður er látin kalla Véstein bróður sinn upp í til sín óveðurs-
nóttina sem hann er veginn, í stað þess að þau systkin snúi „rekkjum
sínum um endilangt húsið“ (21). Vésteinn hvílir því þar sem Gísla stað-
ur er allajafna og áhorfendum er ekki aðeins gefinn kostur á að velta
vöngum yfir hver vegandinn er - eins og í fornsögunni - heldur og
hvern átti að vega.
Forneskju og fjölkynngi virðist líka ætlað að styrkja undirstöður at-
burðarásar í aðlöguninni. Orlaganornirnar kveikja hugmynd um sköp
sem menn fá ekki rönd við reist og þar á ofan er seiði Þorgríms nefs gef-
ið töluvert rúm og hann látinn gegna merkilegu hlutverki. Hin stutta
athugasemd miðaldasögunnar um að Börkur hafi keypt að seiðskrattan-
um svo „að þeim manni yrði ekki björg“ (31-32), sem vegið hafði Þor-
grím goða, verður að ágætri sviðsetningu - enda þótt allri „ergi“ (32) sé
sleppt - þar sem karlinn fremur seið ineð miklum tilburðum og hópur
fólks styður hann með annarlegum köllum og gali. Eigi sviðsetningin
að vekja grun um að Gísli kunni að standa berskjaldaður gegn óræðum
öflum er ekki látið þar við sitja. Kynngikrafti hins óþekkta er eytt og víg
seiðkarlsins gert að sjálfri forsendu þess að upp um Gísla kemst og hann
hrekst í útlegð.
Fáir munu ætlast til þess að inn í atburðarás Útlagans sé felldur flutn-
ingur dróttkvæðu vísunnar sem verður til þess að Gísli er borinn sökum
32