Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 36
Bergljót Soffía Rristjánsdóttir
sælu annars heims, og hinni
verri, sem segir ekkert bíða
hans nema kvalir og pínsl, er í
raun eytt. Hlutverk þeirra er
auðvitað vandséð þegar Gísh
er heiðinn nema að því leyti
sem þær kunna að vera
‘draummyndir’ hans af Auði
og Þórdísi. Efrirleit Eyjólfs
gráa og manna hans er þétt
með niðurskurði og stöku at-
riði aukið við. Þeir félagar
berja til dæmis Auði og kaf-
færa Guðríði fóstru hennar,
til að reyna að komast á
snoðir um verustað Gísla;
Njósnar-Helgi finnur Gísla fyrir í helh sem er athvarf hans og í fram-
haldi af þrí koma menn Eyjólfs til að hafa hendur í hári honum.
Breytingarnar valda því að eltingarleikur verður ríkara einkenni á Ut-
laganum en Gísla sögu. Vettvangur hans er náttúran svo sem við á og
myndir af hermi oft einkar fallegar. Myndir af leitarflokkum sem þeysa
um á hestum valda því að stundum rísa létt textatengsl með vestrum. En
spennan og æsingurinn sem ættu að skapast þegar fjölmenni hundeltir
einn mann láta á sér standa. Það ræðst meðal annars af því að töluvert
skortir á stílfærslu og markvísi hreyfinga, stefnu þeirra og samspil í
myndfletinum. Menn Barkar og Eyjólfs gráa eru hvað efrir annað látnir
rása eins og fé, sem styggð hefur komið að, upp um hlíðar, út um fjörur
og hraun. Ætlunin virðist vera að gera þá hlægilega eins og sjá má á því
að einn þeirra rennur á rassinn en annar flýr fyrir augliri Gísla. En
hvorttveggja er að það dregur úr spennu ef efrirleitarmennirnir eru vita
hættulausir og að ekki nægir að þeir séu einfaldlega álappalegir, stefhu-
lausir, huglausir eða klaufskir - þeir verða að sýna að þeir séu það svo að
það hrífi í mynd.
Afar misjafnt er reyndar hvernig Utlaganum tekst að miðla smáatvik-
um og athöfhum sem eru þáttur í meginatburðum eða gegna ffekast því
hlutverki að styrkja þá og gefa þeim fyllingu. I mvmdinni fer lítið fiTÍr
því gróteska skopi er Gísla saga nýtir óspart sem mótvægi við nöturleg-
Gísli gerir Þórsmark yfir Þorgrhni goða
vegnum
34