Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 40

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 40
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir svöram Þórdísar í samtalinu, hljóma gelgjulega. En þar eð myndskeiðin eru ekki eins mikilsverð og ýmis ömiur og Þórdís stendur á táknrænan hátt fjær í myndfletinum en Asgerður, skiptu þau kannski litlu ef þau væra einstök í sinni röð. En fleira kemur til. Þegar Þorgrímur hefur verið lagður dauður í skip sitt fylgist Þórdís með er Gísli festir skipið. Hún sést píra augun ögn og lyfta hökunni yf- ir bláum viðhafharbúningi sínum. Þá er klippt að andliti Gísla í nær- m}md; andartaki síðar þokast Þórdís samanbitin upp að honum en nem- ur þó staðar til hliðar við hann og örlítið aftar en hann. Með fágætum snúð og skírskotun til fyrri atburða - falls Þorgríms nefs og kannski átaka Gísla og Þorgríms goða í knattleik - hreytir hún út úr sér: „Þú breytist ekki.“ Gísli víkur ekki við höfði en ansar: „Hvað áttu við?“ Hún svarar hins vegar jafnmikilúðleg sem fyrr: „Alltaf sami grjótkastarinn“ - og strigsar að því búnu burt. 2' Það verður ekki skrifað á reikning leikaranna þó að áhorfandi skelli upp úr. Atvikið er aðeins eitt af mörgum slíkurn í Utlaganum. Ein per- sóna tekst á við aðra vegna alvöramála. Hún verður hins vegar hjákátleg af því að henni er ætlað að tjá orð og hugsanir sem era illtjáanleg nema sem ærslafengið skop. Að auki er uppstilling fyrir myndatöku og líkarns- tjáning beggja persóna slík að rnaður fær á tilfinninguna að ekkert gerist í skiptum þeirra; þau miðla hvorki lífi né spennu. Tilfinningin magnast þegar önnur persónanna rýkur burt. Brotthvarf af vettvangi virðist lausnin sem gripið er til þegar annað geigar. Ef til vill er ætlunin með atvikum sem þessu að draga upp mynd af Þórdísi sem svarki, en það orð er notað um hana í lengri gerð Gísla sögu.28 Niðurstaðan er hins vegar sú að hún orkar sem þvermóðskufull unglingsstelpa með reigðar höfuðhreyfingar Svínku. Það er heldur baga- legt vegna þess að henni er sýnilega ætlað að gegna hlutverki hefndar- þyrstrar konu efdr víg Þorgríms. Garnavefurinn sem markar kynningu Útlagans verður nokkurs konar leiðarstef í síðari hluta myndarinnar, enda er hann aðdragandi að draum- um Gísla. Fyrsta sinni sem kappinn fær harðar draumfarir era þrjár nornir greinilegar að baki vefhum. Þær þoka þó von bráðar fyrir Þórdísi sem kyssir líkama bróður síns og strýkur hann höndunum blóðugu - uns hann vaknar stynjandi til Auðar og vefurinn hverfur. Með fjölda norn- 27 Ágúst Guðmundsson 1981. 28 Membrana Regia Deperdita 1960 bls. 8. 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.