Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 59
Eggert Þór Bernharðsson
„Djöflaeyjan ... vekur allt liðið úr
Thulekampinum upp til nýs lífs ...“
Þegar braggahverfin voru einna mest áberandi í Reykjavík eftir seinna
stríð komu þau við sögu í nokkrum skáldverkum og lýsingin sem dregin
var upp af braggafifinu var oftast nöturleg. Fyrsta meiri háttar skáldsag-
an sem hefur braggahverfi að sögusviði var Sóleyjarsaga eftir Elías Mar
en fyrri hluti hennar kom út árið 1954, sá síðari fimm árum seinna. Sól-
eyjarsaga var því samtímasaga og vakti athygli á sínum tíma. Oft hefur
verið til hennar vitnað í umræðum um braggalíf en myndin af mannlífi
þar er nokkuð dökk og bágbornar aðstæður í braggahverfunum áber-
andi.1 Svipaðar lýsingar var yfirleitt að finana í dagblöðum.2
Engin stórtíðindi urðu í braggabókmenntum fram á áttunda áratuginn
ef frá eru sldldar fáeinar bama- og unglingasögur þar sem sumstaðar var
að firma heldur hráslagalegar lýsingar á herskálahverfum.31 sögunum var
þó braggabörnunum viðbjargandi ef hægt var að koma þeim í betra um-
hverfi og almennileg hús og sjá til þess að þeim væm búin góð uppeldis-
skilyrði.4 Undir lok áttunda áratugarins var höggvið í sama knémnn í
skáldsögu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, Myndir úr raunveruleikanum, en
1 Elías Mar: Sóleyjarsaga. Fyrri og síðari hluti. Reykjavík 1954 og 1959. - Sjá dæmi:
Elías Mar: Sóleyjarsaga. Fyrri hluti, bls. 37-39, 49-51, 52-53.
2 Sbr. Eggert Þór Bernharðsson: Uvdir bárujámsboga. Braggalíf í Reykjavík
1940-1970. Reykjavík 2000, bls. 183-197.
3 Sbr. Stefán Jónsson: Dísa fi-ænka og feðgamir á Völlam. Reykjavík 1952 [sagan
,,Snorri“]. - Ragnheiður Jónsdóttir: Katla vinnur sigur. Reykjavík 1959.
4 Sjá t.d.: Ragnheiður Jónsdóttir: Katla vinnur sigur, bls. 51-53, 74-75, 140-141.
57