Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 62
Eggert Þór Bernharðsson
gáfu og var notuð í bók-
menntakennslu við efsta
bekk grunnskóla og í
framhaldsskóluin víða um
land.13 Skömmu síðar var
frumflutt leikrit sem
byggði á efni beggja
skáldsagnanna um bragg-
atímann en leikgerðin var
eftír Kjartan Ragnarsson
leikara og leikstjóra.14
Verkið var sýnt í leikskemmu Leikfélags Reykjavíkur, gamalli birgða-
skemmu bandaríska hersins frá stríðsárunum sem þótti hæfa efninu vel.15
Sviðsetning Leikfélagsins naut ekki síður mikilla vinsælda en bækurnar.
Leikgerðin var síðan sýnd víðar um land á næstu árum.16 Og sigurganga
íbúanna í Thulekampi hélt áfram. Þjóðin Vrtist hafa mikið yndi af sam-
neyti tdð þetta fólk því haustið 1996 var k\dkmyndin Djöflaeyjan
frumsýnd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar og náði meiri tdnsæld-
um en nokkur önnur íslensk mynd í mörg ár. Kvikmyndin, líkt og leik-
ritið, byggði á bókunum Þarsem djöflaeyjan rís og Gulleyjan og gerði Ein-
ar Kárason sjálfur handritið. Og sama ár voru báðar þessar sögur Einars
endurútgefnar í nærri 400 blaðsíðna bók sem bar nafnið Djöflaeyjan.1 Þá
höfðu sögurnar verið gefnar út á ýmsum tungumálum og í fjölmörgum
13 Einar Kárason: Þar se??i djöflaeyjan rís. [Kilja]. Rej'kjawk 1986.
14 Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson: Djóflaeyjan. Islenska mafian. Reykjavík 1995.
[Djöflaeyjan, leikgerð Kjartans frá árinu 1987, er á bls. 7-73].
15 Sjá leikskrá: Leikfélag Reykjavíkm: Leikskrá. Viðfangsefni 391. 91. leikár 1987/88.
September 1987. [Þar sem djöflaeyjan rís\.
16 Sbr.: „Uppselt á margar sýningar fram í tímann.“ Morgunblaðið 14. feb.1987, bls. 4.
- „Alltaf uppselt." DV19. feb. 1987, bls. 23. - Gunnar Stefánsson: „Hráslagi bragg-
anna.“ Tíminn 6. feb. 1987, bls. 10. - Gunnlaugur Astgeirsson: „Djöflaeyjan í
skemmunni.“ Helgarpósturinn 5. feb. 1987, bls. 28. - Jóhanna Kristjónsdóttir: „Þeg-
ar dansinn hefst...“ Morgitnblaðið 3. feb. 1987, bls. 16. - Auður Eydal: „Úr bragga í
blokk.“ DV2. feb. 1987, bls. 4. - „Skemmtileg glíma.“ Dagur 22. mars 1995, bls. 7.
- Magnús Arni Magnússon: „Áhugaleikhús með atvinnuleikurum.“ Alþýðublaðið 28.
mars 1995, bls. 4. - Haukur Agústsson: „Djöflaeyjan rís-með glæsibrag.“ Dagurl8.
mars 1995, bls. 6. - Bolli Gústavsson: „Listrænn sigurvefur.“ Morgunblaðið 30. mars
1995, bls. 22.
17 Einar Kárason: Djöflaeyjan. Gulleyjan. Reykjavík 1996.
6o