Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 63
„Djöflaeyjan ... veknr allt liðið lír Thulekampinum upp til nýs lífs ... “
18
útgáfum á íslensku
Ahuginn á braggabúum
Einars Kárasonar virtist
nánast óþrjótandi.
Tugþúsundir manna
sáu Djöflaeyjuna í bíó.
Margir höfðu gaman af
því þegar sjálft bragga-
hverfið birtist á hvíta
tjaldinu þótt það væri
snöggtum minna en
kort af Thulekampi sem
fylgdi kiljuútgáfu frá
1986 gefur til kynna.19 Þá voru þeir ófáir sem nutu þess að sjá persónur
bókanna lifna svona rækilega við þótt þær væru nokkru færri en í bókun-
um, sumar raunar nokkuð breyttar ffá því sem þar gerðist. Og myndin
sló í gegn þótt tímaramminn hefði verið þrengdur talsvert í samanburði
við bækumar. Hér era nefnd þrjú atriði sem tekin eru nokkuð öðrum
tökum í bókum og mynd og vert er að skoða aðeins nánar - tíminn; per-
sónurnar; kampurinn.20
Tímimi
Tímaramminn í bókunum er mun víðari en í kvikmyndinni. Segja má að
í bókunum heíjist hin eiginlega íjölskyldusaga árið 1951 þótt auðvitað sé
eitt og annað úr forsögu fjölskyldunnar nefnt (bls. 9-16) og fram kemur
að kampurinn var opnaður almenningi í lok stríðsins (bls. 191). Gógó,
eða Gríma O. Arnkelsdóttir, hittár bandaríska jarðýtustjórann Charlie
Brown, sem virðist hermaður í myndinni, þegar liðið er hátt á sjötta ár
18 Báðar sögumar hafa a.m.k. verið þýddar á dönsku, sænsku, finnsku og þýsku en Þar
sem djöflaeyjan rís hefur einnig verið þýdd á norsku, hollensku og færeysku.
19 Einar Kárason: Þarsem djöflaeyjan rís. (Kilja, kortið er á myndasíðum milli bls. 96 og
97.
20 I þessari grein er samsetta bókin ffá 1996 notuð og blaðsíðutalið á við þá útgáfu. Þar
er Þar sem djöflaeyjan rís á blaðsíðum 5-182 en Gulleyjan á blaðsíðum 183-367. -
Þegar vísað er í kvikmyndina eiga tölur við teljara í myndbandstæki þar sem mynd-
in byrjar á 0:00:00, sjá, Friðrik Þór Friðriksson: Djöflaeyjan. [Myndband], án árs en
gefin út af Islensku kvikmyndasamsteypunni og Skífunni.
6i