Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 70
Eggert Þór Bernharðsson
m}Tidm orkaði mjög sannfærandi á hana.“ Annar áhorfandi, sem sjálfur
hafði að vísu ekki búið í bragga, sagði:40 „Alhr sem ég hef talað tdð og
þekktu til í Kampinum á þessum tíma, segja mér að leikmyndin sé ákaf-
lega góð Þannig var reynt að vanda til verka og áhersla lögð á raun-
sæislegt yfirbragð.
Þrátt fyrir lofleg tunmæh, nostur við smáatriði og aðdáun margra
áhorfenda vekur athygli hve braggahverfið í ktdkm}mdinni breytist lítið
á þeim árum sem myndin spannar. Og reyndar virðist blokkin í baksýn
býsna lengi í byggingu, ekki síst ef miðað er við húsnæðisleysið. Bragga-
hverfið er nánast jafn nöturlegt í upphafi kvikmyndar og það er hráslaga-
legt þegar líður að lokum hennar. Bröggunum virðist afar illa við haldið
og sárafáir íbúar reyna að snyrta í kringum sig, dytta að þeim og mála,
eða byggja við skála eins og víða var algengt. Deyfðin gagnvart umhverf-
inu virðist allsráðandi. Sé miðað við braggabyggðina á sinrú tíð er ljóst
að lítið fer fyrir þeim mörgu sem gerðu ýmislegt til að bæta húsakynn-
in, jafnvel þótt stór hluti myndarinnar gerist um 1960 en þá bjó í brögg-
um fólk sem hafði sumt gert það lengi, tekið rækilega til hendinni og
lagað margt.41
40 Sara Hólm: „Bíóferð og borgarlíf." Dagur-Tíminn 12. nóv. 1996, bls. 17.
41 Sbr. Eggert Þór Bernharðsson: Undir ba'mjárnsboga, bls. 122-131, 154-155.
68