Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 71
„Djöflaeyjan ... vekur allt liðið úr Thulekampinwn upp til nýs lífs ..."
Bókin býður raunar upp á tækifæri til þess að láta íbúa hverfisins flikka
upp á umhverfið. Brúðkaupsveisla Badda og Hveragerðar er haldin í
Gamla húsinu og þegar hún er í vændum „var einsog þrifnaðaræði hefði
gripið um sig í þessu gamla og niðurnídda braggahverfi“, segir í Gulleyj-
unni og haldið áfram (bls. 268):
Lína hafði náttúrlega látið herútboð ganga um að allt skyldi
vera með fyrirmyndarbrag á þessum merkisdegi; og því var
svona rækilega hlýtt: Sjö braggar höfðu verið málaðir beinlín-
is af þessu tilefhi. Víða hafði verið skipt um rúður, fengnar
nýjar öskutunnur, ónýtir snúrustaurar höfðu verið höggnir og
nýir gróðursettir. Timburflekar voru lagðir yfir skurði og op-
in ræsi og þeir voru skreyttir með stjúpmæðrablómum sem
hverfiskrakkarnir stálu úr fínni görðum. Bílhræjahaugur Hlyns
heitins bifvélavirkja var allur fjarlægður.
Jafnvel er reist eins konar borgarhlið úr tréstaurum þar sem ekið er inn
í hverfið og það málað og skreytt (bls. 268). Við undirbúninginn hjálp-
ast allir að og þar er enn dæmi um samstöðu og samhug. Þessa verður
ekld vart í myndinni ef frá eru skilin skemmtiatriði vina og vandamanna.
Brúðkaupsveislan er haldin í sal úti í bæ og sumir áhorfendur velta
sennilega fýrir sér hvernig þölskyldan hafði efni á því. Að vísu er veislan
friðsamari en í bókinni (mynd 1:00:56-1:06:56, bls. 269-274).
Annað sem vekur sérstaka athygli í kvikmyndinni eru húsakynni fjöl-
skyldunnar. Hún býr ekki í Gamla húsinu, sem „var eins og óvinnandi
vígi þarna inní miðju hverfinu. Yfir bröggunum var þetta hús einsog al-
mætti sem gefur húsflugunum líf, skammvinnt og fáfengilegt; það var
einsog eilífðin hjá forgengileikanum“ (bls. 188). I bókunum felst sér-
staða fjölskyldunnar m.a. í því að búa í húsi. I myndinni býr hún í
bragga, að vísu stærsta bragganum í Thulekampi og tekur þannig við af
T-bragga Hlyns bifvélavirkja í bókunum sem var stærsti og fínasti braggi
hverfisins og málaður (bls. 46, 195). Hér er því talsverð breyting á ferð,
því á braggatímanum var grundvallarmunur á því að búa í húsi eða
bragga þegar kom að viðhorfum og afstöðu til fólks og þá skipti nánast
engu máli þótt húsið væri bara byggt úr kassafjölum.42 Við þessa færslu
úr húsi í bragga breytist óneitanlega ímynd fjölskyldunnar og staða tals-
vert mikið. Hún færist neðar í þjóðfélagsstiganum. Hið sama á við um
42 Sbr. Eggert Þór Bemharðsson: Undir bárujámsboga, h\s. 198-209.
69