Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 71
„Djöflaeyjan ... vekur allt liðið úr Thulekampinwn upp til nýs lífs ..." Bókin býður raunar upp á tækifæri til þess að láta íbúa hverfisins flikka upp á umhverfið. Brúðkaupsveisla Badda og Hveragerðar er haldin í Gamla húsinu og þegar hún er í vændum „var einsog þrifnaðaræði hefði gripið um sig í þessu gamla og niðurnídda braggahverfi“, segir í Gulleyj- unni og haldið áfram (bls. 268): Lína hafði náttúrlega látið herútboð ganga um að allt skyldi vera með fyrirmyndarbrag á þessum merkisdegi; og því var svona rækilega hlýtt: Sjö braggar höfðu verið málaðir beinlín- is af þessu tilefhi. Víða hafði verið skipt um rúður, fengnar nýjar öskutunnur, ónýtir snúrustaurar höfðu verið höggnir og nýir gróðursettir. Timburflekar voru lagðir yfir skurði og op- in ræsi og þeir voru skreyttir með stjúpmæðrablómum sem hverfiskrakkarnir stálu úr fínni görðum. Bílhræjahaugur Hlyns heitins bifvélavirkja var allur fjarlægður. Jafnvel er reist eins konar borgarhlið úr tréstaurum þar sem ekið er inn í hverfið og það málað og skreytt (bls. 268). Við undirbúninginn hjálp- ast allir að og þar er enn dæmi um samstöðu og samhug. Þessa verður ekld vart í myndinni ef frá eru skilin skemmtiatriði vina og vandamanna. Brúðkaupsveislan er haldin í sal úti í bæ og sumir áhorfendur velta sennilega fýrir sér hvernig þölskyldan hafði efni á því. Að vísu er veislan friðsamari en í bókinni (mynd 1:00:56-1:06:56, bls. 269-274). Annað sem vekur sérstaka athygli í kvikmyndinni eru húsakynni fjöl- skyldunnar. Hún býr ekki í Gamla húsinu, sem „var eins og óvinnandi vígi þarna inní miðju hverfinu. Yfir bröggunum var þetta hús einsog al- mætti sem gefur húsflugunum líf, skammvinnt og fáfengilegt; það var einsog eilífðin hjá forgengileikanum“ (bls. 188). I bókunum felst sér- staða fjölskyldunnar m.a. í því að búa í húsi. I myndinni býr hún í bragga, að vísu stærsta bragganum í Thulekampi og tekur þannig við af T-bragga Hlyns bifvélavirkja í bókunum sem var stærsti og fínasti braggi hverfisins og málaður (bls. 46, 195). Hér er því talsverð breyting á ferð, því á braggatímanum var grundvallarmunur á því að búa í húsi eða bragga þegar kom að viðhorfum og afstöðu til fólks og þá skipti nánast engu máli þótt húsið væri bara byggt úr kassafjölum.42 Við þessa færslu úr húsi í bragga breytist óneitanlega ímynd fjölskyldunnar og staða tals- vert mikið. Hún færist neðar í þjóðfélagsstiganum. Hið sama á við um 42 Sbr. Eggert Þór Bemharðsson: Undir bárujámsboga, h\s. 198-209. 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.