Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 73
„Djöflaeyjan ... veknr allt liðið úr Thulekampinum upp til nýs lífs ... “
um stað í bókinni gerir hann
sér hins vegar lítið fyrir og
rotar Badda í partíi með
innrammaðri Káramynd
(bls. 249-250). Og í lok
Gulleyjunnar býður Tommi
borgaryfirvöldum byrginn
þegar á að fara að rífa
Gamla húsið, leggur fyrir
helstu embættismenn borgarinnar undirritað blað sjálfs borgarstjórans
um tilurð hússins og réttindi íbúanna (bls. 345). Tommi sigrar, semur við
embættismennina og fær lítið hús við hliðina á Káravellimun fyrir sig og
Línu og væna peningaupphæð í milligjöf fyrir Gamla húsið. Fyrst er
honum boðin íbúð í fjölbýlishúsi en hann vissi að Lína „myndi aldrei
geta búið í sambýlishúsi innanum aðrar fjölskyldur" (bls. 347). Enda
hafði hún lýst því yfir að hún tæki ekki í „mál að fara að búa í blokk, eins-
og vesalingur, innanum allskonar skítapakk!“ (bls. 347) I kvikmyndinni
er þölskyldan skikkuð af borginni til að rýma Karolínubragga á þremur
vikum og Tommi og Lína flytjast í blokldna (mynd 1:30:40-1:31:15).
Þannig fær Tommi sjaldan að njóta þeirrar reisnar sem bækumar bjóða
upp á. Reyndar lýsti Einar Kárason Tomma m.a. svo þegar hann var um
það beðinn haustið 1996 að skýra út hvemig hann hugsaði sér söguper-
sónur sínar:43 „Hann gerir ekkert nema vinna fyrir fjölskyldunni sem
þykir ómerláleg rulla. Gagnrýnendur hafa séð í honum tákn fyrir hinn
vinnandi mann. Hann er forsmáður og afskiptur, en það var ekki þaul-
hugsað þannig af minni hálfu.“ Og Einar hélt áffam: „Tommi hefúr fíka
ambisjónir fyrir hönd hverfisins. Þar fara menn í hundana og leiðast út í
afbrot en hann vill beina mönnum á rétta braut. Hann fær Hreggvið til
að æfa aftur kúluvarp og hjálpar Grjóna vini Badda, en eins og er með
marga góðviljaða hugsjónamenn er lítið mark tekið á honum.“
Það er helst í sambandi við Danna sem Tomrni nýtur sín en pilturinn
á athvarf hjá gamla manninum sem leggur metnað sinn og peninga í að
hjálpa honum. Danni er óframfærinn og inn í sig, á undir högg að sækja
í fjölskyldunni og hefur lítið sjálfstraust fyrir flugprófið en verður þess
sjálfstæðari eftir það (bls. 283-288, mynd 1:11:35-1:13:48). Hann stend-
ur í skugganum af Badda og í myndinni er spennan milli bræðranna m.a.
43 „Fangar Djöflaeyjunnar.“ Morgitnblaðið 6. okt. 1996, bls. 4B.
71