Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 74
Eggert Þór Bernharðsson
mögmið með því láta Badda einan fara til Ameríku og gjörbre}Ta per-
sónu Hveragerðar. I kvikmy'ndmni er hún dóttir Hreggviðs kúluvarpara
og Grétu og þar með nágranni Daima sem verður strax skotinn í henni
(mynd 0:05:15-0:06:34, 0:18:55-0:19:10, 0:47:58-0:48:10). í bókunum
er Hveragerður aðeins hluti af Baddaklíkunni, með á böllum og í par-
tíum og um tíma kærasta einkavinar Badda, Bóní Aloróni, sem kemur
ekki við sögu í myndinni (bls. 161, 250, 264). I myndinni sýnir Hvera-
gerður Danna áhuga framan af, en kvöldið efdr að hami sýnir átakanleg-
an klaufaskap við að aka bíl og allir hlæja að honum, þ. á m. Hveragerð-
ur, kemur hún heim af balli með Badda. Um nóttina þjáist Danni við að
heyra í skötuhjúunum hinum megin við þilið og í brúðkaupi þeirra líð-
ur honum afar illa (mynd 0:58:48-1:00:55). Auðmýking Danna er því
meiri í mymd en í bók. Hið sama má segja um Gretti sem má þola nið-
urlægingu í myndinni þrátt fýnir að eini bókanna gefi vart tilefni til þess,
t.d. í herhliðinu að Keflavíkurflugvelli og í brúðkaupsveislu Badda og
Hveragerðar (mynd 0:21:30-0:21:59, 1:05:10-1:06:00). Og þegar Bob
kveður hina 16 ára Dollí í bókinni effir brúðkaupsveislu Gógó og
Charlie ræðst Grétar þáverandi kærasti hennar á hann, grípur haustaki
og skellir Kananum í forina með mjaðmahnykk (bls. 20). Þegar Bob
kveður Dollí hins vegar í myndinni ætlar Grettir að ráðast á hann en
dettur í drullupoll og allir hlæja að því hvað hann er mikill „aumingi og
ræfill“ eins og Dollí skýrir út fyuir syni sínum Bóbó (mynd
0:09:10-0:09:25).
I bókinni sýnir Dollí á sér óvænta hlið þegar hún borgar nýja blokk-
aríbúð út í hönd enda hafði hún lagt reglulega inn á sparisjóðsbók af
tekjum Grettis án þess að nokkur vissi (bls. 356). I myndinni flytjast
Dollí og Grettir í bæjarblokk (mymd 1:29:28-1:29:35). Jafnvel Karolína
spákona nýtur þess ekki að vera vel metin á sínu sviði og hafa tengsl á
háum stöðum. I bókunum sækja til hennar finar frúr, bankastjórar og
nafn hennar er á vörum bæjarbúa (bls. 30, 32, 209, 329). I myndinni sést
hún tvisvar sinnum leggja spil, í fivra sinni fyrir Hveragerði og seinna
með Dollí. Enginn utan braggahverfis virðist leita til hennar (mymd
0:12:23-0:12:50, 1:16:44-1:17:00).
Enn hefur ekki verið minnst á slagsmálin, öskrin, bölvið, ragnið og
fýlliríin sem óhjákvæmilega verða nálægari í mynd en bók enda mynd-
miðillinn ágengur. Reyndar hélt Bubbi Morthens tónlistarmaður því
fram skömmu eftir frumsýningu að sú mynd sem hér væri dregin upp á
72