Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 75
„Djöflaeyjan ... vekur allt liðið úr Thulekampinum upp til nýs lífs ... “
hvíta tjaldinu væri „óvægnasta og
nöturlegasta lýsing á alkóhólisma
sem nokkurn tíma h[e]f[ð]i verið
gerð á Islandi.1144 Og annar
áhorfandi, Valgerður Stefáns-
dóttir kennari, sagði um sama
leyti:45 „Enginn maður hefur
sjálfsvirðingu í þessu umhverfi
nema einna helst Danni. Annað
hvort eru menn gólftuskur eða
gjörnýta aðra, og báðir hóparnir
eru jafn óhamingjusamir og illa á
sig komnir. Og þeir sem eru ofan á eru jafhvel verr settir. Omurleikinn
er meiri í myndinni [en í bókunum], enda leggur Friðrik mirrni áherslu
á fyndni en sagan og leikgerðin.“
.. v^R Sf/Vf
DJOFLAEYJAN
I
Nytt lif
Um það leyti sem kvikmyndin var frumsýnd haustið 1996 var Einar
Kárason að því spurður hvort persónurnar í myndinni væru ekki komn-
ar býsna langt frá þeim sem tóku að sprikla í höfði hans hálfum öðrum
áratug fýrr. Rithöfundurinn svaraði því til að svo væri ekki þó þær hefðu
tekið á sig nokkurn lit í gegnum árin. Hins vegar lagði Einar áherslu á
að leikararnir leggðu auðvitað sína túlkun í persónurnar og gjörólík
stefiia hefði verið tekin í myndinni en í leikritinu. Þar „stóð leikhópur-
inn ýmist á sviðinu og þuldi upp sögu, eins og sögumenn, en hoppuðu
svo inn í rullu þegar ákveðin audk áttu sér stað. Þessi aðferð hefði nátt-
úrulega aldrei komið til greina í kvikmynd.“46 Þannig eru leikrit og kvik-
mynd auðvitað ólíkir miðlar. Mynd og bók eru enn ólíkari.
Einar Kárason hefúr verið þekktur að nokkrum ýkjum í sínum stíl, eða
eins og Páll Valsson bókmenntafræðingur ritaði árið 1986 í umsögn um
GulleyjunaT „Einar Kárason notar þau stílbrögð sem einatt hafa reynst
44 Bubbi Morthens: „Djöflaeyjan - máttugur áróður gegn áfengisneyslu." DV25. okt.
1996, bls. 10. - Sbr. „I Djöflaeyjunni sjást afleiðingar áfengisdrykkju." Dagur-Tíminn
22. nóv. 1996, bls. 14. - „Djöflaeyjan tómt fyllirí.“ DV30. okt. 1996, bls. 12.
45 „Djöflaeyjan úr bókum í kvikmynd." DV9. okt. 1996, bls. 11.
46 „Engin Bergman mynd.“ Dagur-Tíminn 3. okt. 1996, bls. 18.
4' Páll Valsson: „Einar Kárason, GulleyjanT [Ritdómur]. Skímir 160 (1986), bls. 334.
73